Náttúran, næringin og endurgjöfin Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 10:01 Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni. Líkaminn okkar er algjörlega háður því að fá þessi frumefni reglulega. Mest þurfum við af súrefni, vetni og kolefni yfir allan líftímann. Náttúran í kringum okkur gefur okkur þessi efni á hverju degi í ríkum mæli, og oftast án þess að við gefum því mikinn gaum. Talið er að við öndum inn um 500 lítrum af hreinu súrefni á hverjum degi. Við erum með súrefni, vatn og gjöfulla næringu allt í kringum okkur, jörðin er fullkominn staður fyrir okkur. Á Íslandi erum við meira segja svo heppin að við erum með bæði heitt vatn til þess að baða okkur í og ískalt ferskt drykkjarvatn. Vatnið er lífæðin okkar eins og súrefnið. Kolefnið fáum við í gegnum matinn okkar, sem væri ekki til nema fyrir sólina, vatnið og jarðveginn, sem er stútfullur af öllum þeim næringarefnum og snefilefnum sem við erum gerð úr og við þurfum á að halda. Við erum algjörlega háð náttúrunni. Við erum órjúfanlegur hluti af henni. Bæði er náttúran allt í kringum okkur að gefa okkur lífsnauðsynlega líkamlega næringu, en náttúran er líka endalaust að færa okkur andlega næringu, hvíld og styrk. Við finnum fyrir sterkri tengingunni. Samfélagsmiðlar iða af skælbrosandi fólki á fallegum stöðum úti í náttúrunni að nærast, hvílast og styrkjast. Náttúran er endalaust að gefa. En því miður hættir maður stundum að taka eftir því. Þetta verður einhvern veginn allt að sjálfsögðum hlut og svo krefst maður meira og meira. Við erum dugleg við að finnur upp nýjar og nýjar þarfir sem þarf að uppfylla, og alltaf höldum við áfram að fá. Eftir áratuga ofneyslu er komið á ójafnvægi. Það hefur verið tekið of mikið of hratt og endurgjöfin takmörkuð. Loftslagið og vistkerfin raskast, og næringin okkar mengast, og takmarkast. Lífæðin okkar. Líkamlega og andlega næringin er í hættu. Ísland hefur orðið ríkt land á nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á stórfengleg fiskimið sem gefa af sér dásamlega næringu. Við erum með einstaklega fallegt land sem fólk ferðast langar leiðir til þess að sjá. Það er náttúran sem hefur og er að gefa okkur auðinn, líkamlegan, andlegan og veraldlegan. Sjáum við það? Það er náttúran sem kallar núna á okkur. Biður okkur um að opna augun og sjá og skynja að núna er kominn tími til þess að stoppa, staldra við og endurhugsa framkomu okkar. Það er kominn tími til þess að hugsa um náttúru-, loftslags- og umhverfisvernd sem sjálfsagða, náttúrulega og lífsnauðsynlega vernd og endurgjöf. Við þurfum á heilbrigðri náttúru að halda til þess að lifa, við erum að fá allt frá náttúrunni. Við þurfum að hugsa um hvað getum við gert fyrir náttúruna? Hvernig lágmörkum við neikvæð áhrif og hámörkum jákvæð áhrif á náttúruna? Þetta ættu að vera spurningarnar sem við spyrjum okkur reglulega með djúpri auðmýkt, virðingu og þakklæti fyrir allt sem við erum að fá, sem er svo stórkostlegt. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni. Líkaminn okkar er algjörlega háður því að fá þessi frumefni reglulega. Mest þurfum við af súrefni, vetni og kolefni yfir allan líftímann. Náttúran í kringum okkur gefur okkur þessi efni á hverju degi í ríkum mæli, og oftast án þess að við gefum því mikinn gaum. Talið er að við öndum inn um 500 lítrum af hreinu súrefni á hverjum degi. Við erum með súrefni, vatn og gjöfulla næringu allt í kringum okkur, jörðin er fullkominn staður fyrir okkur. Á Íslandi erum við meira segja svo heppin að við erum með bæði heitt vatn til þess að baða okkur í og ískalt ferskt drykkjarvatn. Vatnið er lífæðin okkar eins og súrefnið. Kolefnið fáum við í gegnum matinn okkar, sem væri ekki til nema fyrir sólina, vatnið og jarðveginn, sem er stútfullur af öllum þeim næringarefnum og snefilefnum sem við erum gerð úr og við þurfum á að halda. Við erum algjörlega háð náttúrunni. Við erum órjúfanlegur hluti af henni. Bæði er náttúran allt í kringum okkur að gefa okkur lífsnauðsynlega líkamlega næringu, en náttúran er líka endalaust að færa okkur andlega næringu, hvíld og styrk. Við finnum fyrir sterkri tengingunni. Samfélagsmiðlar iða af skælbrosandi fólki á fallegum stöðum úti í náttúrunni að nærast, hvílast og styrkjast. Náttúran er endalaust að gefa. En því miður hættir maður stundum að taka eftir því. Þetta verður einhvern veginn allt að sjálfsögðum hlut og svo krefst maður meira og meira. Við erum dugleg við að finnur upp nýjar og nýjar þarfir sem þarf að uppfylla, og alltaf höldum við áfram að fá. Eftir áratuga ofneyslu er komið á ójafnvægi. Það hefur verið tekið of mikið of hratt og endurgjöfin takmörkuð. Loftslagið og vistkerfin raskast, og næringin okkar mengast, og takmarkast. Lífæðin okkar. Líkamlega og andlega næringin er í hættu. Ísland hefur orðið ríkt land á nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á stórfengleg fiskimið sem gefa af sér dásamlega næringu. Við erum með einstaklega fallegt land sem fólk ferðast langar leiðir til þess að sjá. Það er náttúran sem hefur og er að gefa okkur auðinn, líkamlegan, andlegan og veraldlegan. Sjáum við það? Það er náttúran sem kallar núna á okkur. Biður okkur um að opna augun og sjá og skynja að núna er kominn tími til þess að stoppa, staldra við og endurhugsa framkomu okkar. Það er kominn tími til þess að hugsa um náttúru-, loftslags- og umhverfisvernd sem sjálfsagða, náttúrulega og lífsnauðsynlega vernd og endurgjöf. Við þurfum á heilbrigðri náttúru að halda til þess að lifa, við erum að fá allt frá náttúrunni. Við þurfum að hugsa um hvað getum við gert fyrir náttúruna? Hvernig lágmörkum við neikvæð áhrif og hámörkum jákvæð áhrif á náttúruna? Þetta ættu að vera spurningarnar sem við spyrjum okkur reglulega með djúpri auðmýkt, virðingu og þakklæti fyrir allt sem við erum að fá, sem er svo stórkostlegt. Höfundur er verkfræðingur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun