Alonso segir fólk vanmeta afrek Verstappens Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 09:00 Fernando Alonso segir afrek Verstappen vanmetin. Mario Renzi - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen jafnaði í gær met Þjóðverjans Sebastians Vettel er hann vann sinn níunda kappakstur í röð í Formúlu 1 í gær. Hinn margreyndi Fernando Alonso segir fólk vanmeta afrek og yfirburði Hollendingsins undanfarna mánuði. Alonso kom annar í mark í hollenska kappakstrinum á Zandvoort-brautinni í gær, um 3,7 sekúndum á eftir Verstappen eftir kaótíska keppni þar sem rigningaskúrir settu sinn svip á daginn. Eins og áður segir jafnaði Verstappen með sigrinum met Sebastians Vettel og hefur nú unnið níu Formuúlu 1 keppnir í röð. Að kappakstrinum loknum var Alonso spurður út í það hvort Hollendingurinn væri heilum flokk ofar en aðrir ökumenn, eða hvort Alonso sjálfur eða Lewis Hamilton gætu veitt honum samkeppni. „Það sem Max er að afreka er stundum vanmetið. Það að vinna með svona miklum yfirburðum í hvaða íþrótt sem er er mjög flókið,“ sagði Alonso. „Að keyra á sama „leveli“ og hann er eitthvað sem ég trúi að ég geti gert. Við ökumenn höfum yfirleitt mikla trú á okkur sjálfum. Ég veit ekki með Lewis, en ég trúi að ég geti það. Og Lewis líka,“ bætti Spánverjinn við. „Þú þarft að koma inn í keppnina og líða eins og þú sért tengdur bílnum. Í dag leið mér eins og ég væri að keyra eins vel og mögulegt var og ég væri að gefa mig allan í þetta. En í keppnunum á Spa eða í Austurríki var ég kannski ekki á sama stað.“ „Þannig að þér líður alltaf eins og þú getir gert eitthvað betur og þú ert ekki alltaf hundrað prósent ánægður með þig eins og ég er núna í dag. Ég held að Max sé að ná þessum hundrað prósentum mun oftar en við í augnablikinu og það er þess vegna sem hann hefur svona mikla yfirburði.“ Akstursíþróttir Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Alonso kom annar í mark í hollenska kappakstrinum á Zandvoort-brautinni í gær, um 3,7 sekúndum á eftir Verstappen eftir kaótíska keppni þar sem rigningaskúrir settu sinn svip á daginn. Eins og áður segir jafnaði Verstappen með sigrinum met Sebastians Vettel og hefur nú unnið níu Formuúlu 1 keppnir í röð. Að kappakstrinum loknum var Alonso spurður út í það hvort Hollendingurinn væri heilum flokk ofar en aðrir ökumenn, eða hvort Alonso sjálfur eða Lewis Hamilton gætu veitt honum samkeppni. „Það sem Max er að afreka er stundum vanmetið. Það að vinna með svona miklum yfirburðum í hvaða íþrótt sem er er mjög flókið,“ sagði Alonso. „Að keyra á sama „leveli“ og hann er eitthvað sem ég trúi að ég geti gert. Við ökumenn höfum yfirleitt mikla trú á okkur sjálfum. Ég veit ekki með Lewis, en ég trúi að ég geti það. Og Lewis líka,“ bætti Spánverjinn við. „Þú þarft að koma inn í keppnina og líða eins og þú sért tengdur bílnum. Í dag leið mér eins og ég væri að keyra eins vel og mögulegt var og ég væri að gefa mig allan í þetta. En í keppnunum á Spa eða í Austurríki var ég kannski ekki á sama stað.“ „Þannig að þér líður alltaf eins og þú getir gert eitthvað betur og þú ert ekki alltaf hundrað prósent ánægður með þig eins og ég er núna í dag. Ég held að Max sé að ná þessum hundrað prósentum mun oftar en við í augnablikinu og það er þess vegna sem hann hefur svona mikla yfirburði.“
Akstursíþróttir Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira