Býr sig undir að geta skákað Verstappen þegar tímapunkturinn kemur Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 17:32 Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes Vísir/Getty Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sjöfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 segist vera að undirbúa sig á þá leið að þegar hann er með rétta bílinn í höndunum, muni hann geta skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen, ökumanni Red Bull Racing. Það fær Max Verstappen fátt stöðvað á yfirstandandi tímabili. Hollendingurinn er bókstaflega fljúgandi með 125 stiga forskot á toppi stigakeppni ökumanna nú þegar að seinni helmingur tímabilsins hefst í Hollandi um helgina. Ekkert lið hefur getað skákað Red Bull Racing hingað til á tímabilinu en Mercedes virðist geta komist næst því, liðið situr í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða. „Markmiðið er að reyna finna út úr því hvernig ég get átt mínar tíu bestu keppnir á seinni hluta tímabils,“ segir Hamilton, annar ökumanna Mercedes. „Frammistöðulega séð vitum við að við erum ekki með bílinn til þess að rústa þessum keppnum. Við munum hins vegar reyna að hámarka stigasöfnun okkar á öllum þessum keppnishelgum, halda í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða og minnka bilið upp í Sergio Perez.“ Perez, liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull Racing er sem stendur í 2.sæti í stigakeppni ökumanna. Svo virtist Hamilton, sem er að renna út á samningi Mercedes, vilja líta lengra fram á við. „Ég er að reyna undirbúa mig í þá átt að þegar að bíllinn er klár muni ég geta barist um sigur og haft betur í keppninni við Max Verstappen.“ | Lewis: I'm trying to prepare myself for when the car is ready to be able to challenge and beat Max #DutchGP pic.twitter.com/JJQrO1hiHt— Hamilton Insights (@LH44_insights) August 24, 2023 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það fær Max Verstappen fátt stöðvað á yfirstandandi tímabili. Hollendingurinn er bókstaflega fljúgandi með 125 stiga forskot á toppi stigakeppni ökumanna nú þegar að seinni helmingur tímabilsins hefst í Hollandi um helgina. Ekkert lið hefur getað skákað Red Bull Racing hingað til á tímabilinu en Mercedes virðist geta komist næst því, liðið situr í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða. „Markmiðið er að reyna finna út úr því hvernig ég get átt mínar tíu bestu keppnir á seinni hluta tímabils,“ segir Hamilton, annar ökumanna Mercedes. „Frammistöðulega séð vitum við að við erum ekki með bílinn til þess að rústa þessum keppnum. Við munum hins vegar reyna að hámarka stigasöfnun okkar á öllum þessum keppnishelgum, halda í 2.sæti í stigakeppni bílasmiða og minnka bilið upp í Sergio Perez.“ Perez, liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull Racing er sem stendur í 2.sæti í stigakeppni ökumanna. Svo virtist Hamilton, sem er að renna út á samningi Mercedes, vilja líta lengra fram á við. „Ég er að reyna undirbúa mig í þá átt að þegar að bíllinn er klár muni ég geta barist um sigur og haft betur í keppninni við Max Verstappen.“ | Lewis: I'm trying to prepare myself for when the car is ready to be able to challenge and beat Max #DutchGP pic.twitter.com/JJQrO1hiHt— Hamilton Insights (@LH44_insights) August 24, 2023
Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira