Vaxtahækkun fyrir fjármálaelitu Hörður Guðbrandsson skrifar 24. ágúst 2023 13:01 Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma. Á sama tíma og þetta er gert er verið að keyra uppbygginu á íbúðarhúsnæði í þrot á sama tíma og það vantar húsnæði um allt land. Seðlabankinn er að stuðla að efnahagslegri- og húsnæðiskreppu á landinu og í mínum huga er það ljóst að ef ekki verður beygt af þessari stefnu fljótt þá munum við sem samfélag búa við óstöðuleika næstu árin. Eigið fé fólks í eigin húsnæði brennur á íslenska verðbólgubálinu. Hagtölur sýna að það er græðgi fyrirtækjaeiganda sem heldur hér uppi verðbólgu, álagning, arðsemiskröfur og arðgreiðslur hækka ár til árs, en Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að hirta launafólk, fólkið sem annað hvort hefur tekið á sig mikla hækkun afborganna vegna hækkunar vaxta eða horfir upp á eigið fé sitt hverfa, Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að segja við það fólk að haga sér. Það styttist í komandi kjarasamninga og í mínum huga verður ekki hægt að semja á vitrænan hátt í því ástandi sem við búum til núna. Fara þarf í stórátak í húsnæðismálum, ekki mun þýða fyrir ráðamenn þjóðarinnar að bjóða okkur einu sinni enn sömu lóðirnar eða sömu loforð og ráðamenn hafa gert nú þegar, byrja þarf að byggja strax, við bíðum ekki lengur. Fréttir að undanförnu hafa sýnt okkur aðbúnað verkafólks, fólk sem býr í ósamþykktu húsnæði og iðnaðarhúsnæði, húsnæði sem er hættulegt fyrir fólk, þetta er þjóðarskömm og skal laga strax. Nota skal skattkerfið til þess að hægja á neyslu þeirra sem hafa ofurlaun og drífa hér áfram neyslu. Hér verður ekki samið nema á komist samfélagssáttmáli um að verkafólk lifi góðu lífi á Íslandi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Með nýjustu vaxtahækkun svipti seðlabankinn endanlega af sér gærunni, bæði er það orðið algjörlega ljóst að seðlabankastjóri er strengjabrúða fjármagnseigenda og á fullu að reka alla inn í verðtryggð óhagstæð lán, lán sem stuðla að því að eigið fé launafólks hverfur í húsnæði á mjög stuttum tíma. Á sama tíma og þetta er gert er verið að keyra uppbygginu á íbúðarhúsnæði í þrot á sama tíma og það vantar húsnæði um allt land. Seðlabankinn er að stuðla að efnahagslegri- og húsnæðiskreppu á landinu og í mínum huga er það ljóst að ef ekki verður beygt af þessari stefnu fljótt þá munum við sem samfélag búa við óstöðuleika næstu árin. Eigið fé fólks í eigin húsnæði brennur á íslenska verðbólgubálinu. Hagtölur sýna að það er græðgi fyrirtækjaeiganda sem heldur hér uppi verðbólgu, álagning, arðsemiskröfur og arðgreiðslur hækka ár til árs, en Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að hirta launafólk, fólkið sem annað hvort hefur tekið á sig mikla hækkun afborganna vegna hækkunar vaxta eða horfir upp á eigið fé sitt hverfa, Seðlabankastjóra finnst mikilvægast að segja við það fólk að haga sér. Það styttist í komandi kjarasamninga og í mínum huga verður ekki hægt að semja á vitrænan hátt í því ástandi sem við búum til núna. Fara þarf í stórátak í húsnæðismálum, ekki mun þýða fyrir ráðamenn þjóðarinnar að bjóða okkur einu sinni enn sömu lóðirnar eða sömu loforð og ráðamenn hafa gert nú þegar, byrja þarf að byggja strax, við bíðum ekki lengur. Fréttir að undanförnu hafa sýnt okkur aðbúnað verkafólks, fólk sem býr í ósamþykktu húsnæði og iðnaðarhúsnæði, húsnæði sem er hættulegt fyrir fólk, þetta er þjóðarskömm og skal laga strax. Nota skal skattkerfið til þess að hægja á neyslu þeirra sem hafa ofurlaun og drífa hér áfram neyslu. Hér verður ekki samið nema á komist samfélagssáttmáli um að verkafólk lifi góðu lífi á Íslandi. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar