Jöfnum leikinn Oddný G. Harðardóttir skrifar 24. ágúst 2023 11:01 Vaxandi ójöfnuður á Íslandi er staðreynd. Pólitískar ákvarðanir ýta undir þá þróun. Það er hægt að snúa þessari þróun við ef pólitískur vilji leyfir. Ástæðurnar blasa við fólki sem skilur hvernig gott og öruggt samfélag virkar best fyrir flesta og sér á hvaða sviðum er brýnt að grípa til aðgerða. Þeirra aðgerða er ekki að vænta á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur enda gætir sú ríkisstjórn vel að sérhagsmunum fárra og vill ekki jafna leikinn. Embætti landlæknis birti skýrslu í maí 2021 sem ber yfirskriftina Ójöfnuður í heilsu á Íslandi – Ástæður og árangursríkar aðgerðir til úrbóta. Þar segir m.a. að breytingum megi ná fram með stjórnvaldsaðgerðum sem eru utan heilbrigðiskerfisins. Skortur á fjárhagslegu öryggi og félagslegri vernd auk skorts á öruggu húsnæði og fullnægjandi búsetuskilyrðum hafi mest áhrif á heilsufarslegan ójöfnuð. Aðgerðir sem tryggja almenna menntun og fjárhagslegt öryggi ráði miklu. Aðgerðir innan heilbrigðiskerfisins einar og sér dugi ekki til að ná fram afgerandi breytingum á ójöfnuði í heilsu. Að jafna stöðu barna ætti alltaf að vera forgangsmál. Framlög til menntunar allt frá leikskóla jafnar upphafið fyrir hvert barn og vinnur gegn því að ójöfnuður flytjist á milli kynslóða. „Ungt fólk, sem ekki er fastráðið, þeir sem þurfa að annast aðra, fólk af erlendum uppruna og aldraðir eru líklegri til þess að búa við lélega heilsu sökum fátæktar. Fátækt í bernsku getur haft skaðleg áhrif á heilsu allt lífið. Útgjöld til félagslegrar verndar sem auka fjárhagslegt öryggi viðkvæmra hópa vegna örorku, fötlunar, atvinnuleysis ofl. auka heilsufarslegan jöfnuð“ segir í skýrslunni. Þar segir enn fremur: „Bágborin búsetuskilyrði eru nátengd vanheilsu enda eru þeir sem eru húsnæðislausir, búa í lélegu eða óöruggu húsnæði eða húsnæði sem þeir hafa ekki efni á, líklegri til þess að vera við lélega heilsu“ Nýlegar upplýsingar frá forsætisráðuneytinu um fátækt á Íslandi sýna að tæplega 48 þúsund einstaklingar lifa hér á tekjum undir lágtekjumörkum. Um níu þúsund börn búa við fátækt. Heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar er áætlaður 31 til 92 milljarðar króna. Barnabætur og húsnæðisstuðningur eru mjög öflug jöfnunartæki. Beita þarf þeim tækjum strax af styrk til að vinna gegn ójöfnuði. Ekki síst nú um stundir þegar stýrivextir eru orðnir helmingi hærri hér á landi en í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. Svo háir vextir bitna harkalega á ungum fjölskyldum sem nýlega hafa keypt sína fyrstu íbúð. Aukið framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði þarf augljóslega að vera til staðar til að vinna á húsnæðisvanda til framtíðar. Síðast en ekki síst verður að beita skattkerfinu með skilvirkum hætti til að afla tekna en einnig til að vinna gegn ójöfnuði. Ávinningurinn fyrir samfélagið allt er fólginn í betri andlegri og líkamlegri heilsu almennings. Það er þess virði að jafna leikinn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi ójöfnuður á Íslandi er staðreynd. Pólitískar ákvarðanir ýta undir þá þróun. Það er hægt að snúa þessari þróun við ef pólitískur vilji leyfir. Ástæðurnar blasa við fólki sem skilur hvernig gott og öruggt samfélag virkar best fyrir flesta og sér á hvaða sviðum er brýnt að grípa til aðgerða. Þeirra aðgerða er ekki að vænta á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur enda gætir sú ríkisstjórn vel að sérhagsmunum fárra og vill ekki jafna leikinn. Embætti landlæknis birti skýrslu í maí 2021 sem ber yfirskriftina Ójöfnuður í heilsu á Íslandi – Ástæður og árangursríkar aðgerðir til úrbóta. Þar segir m.a. að breytingum megi ná fram með stjórnvaldsaðgerðum sem eru utan heilbrigðiskerfisins. Skortur á fjárhagslegu öryggi og félagslegri vernd auk skorts á öruggu húsnæði og fullnægjandi búsetuskilyrðum hafi mest áhrif á heilsufarslegan ójöfnuð. Aðgerðir sem tryggja almenna menntun og fjárhagslegt öryggi ráði miklu. Aðgerðir innan heilbrigðiskerfisins einar og sér dugi ekki til að ná fram afgerandi breytingum á ójöfnuði í heilsu. Að jafna stöðu barna ætti alltaf að vera forgangsmál. Framlög til menntunar allt frá leikskóla jafnar upphafið fyrir hvert barn og vinnur gegn því að ójöfnuður flytjist á milli kynslóða. „Ungt fólk, sem ekki er fastráðið, þeir sem þurfa að annast aðra, fólk af erlendum uppruna og aldraðir eru líklegri til þess að búa við lélega heilsu sökum fátæktar. Fátækt í bernsku getur haft skaðleg áhrif á heilsu allt lífið. Útgjöld til félagslegrar verndar sem auka fjárhagslegt öryggi viðkvæmra hópa vegna örorku, fötlunar, atvinnuleysis ofl. auka heilsufarslegan jöfnuð“ segir í skýrslunni. Þar segir enn fremur: „Bágborin búsetuskilyrði eru nátengd vanheilsu enda eru þeir sem eru húsnæðislausir, búa í lélegu eða óöruggu húsnæði eða húsnæði sem þeir hafa ekki efni á, líklegri til þess að vera við lélega heilsu“ Nýlegar upplýsingar frá forsætisráðuneytinu um fátækt á Íslandi sýna að tæplega 48 þúsund einstaklingar lifa hér á tekjum undir lágtekjumörkum. Um níu þúsund börn búa við fátækt. Heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar er áætlaður 31 til 92 milljarðar króna. Barnabætur og húsnæðisstuðningur eru mjög öflug jöfnunartæki. Beita þarf þeim tækjum strax af styrk til að vinna gegn ójöfnuði. Ekki síst nú um stundir þegar stýrivextir eru orðnir helmingi hærri hér á landi en í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. Svo háir vextir bitna harkalega á ungum fjölskyldum sem nýlega hafa keypt sína fyrstu íbúð. Aukið framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði þarf augljóslega að vera til staðar til að vinna á húsnæðisvanda til framtíðar. Síðast en ekki síst verður að beita skattkerfinu með skilvirkum hætti til að afla tekna en einnig til að vinna gegn ójöfnuði. Ávinningurinn fyrir samfélagið allt er fólginn í betri andlegri og líkamlegri heilsu almennings. Það er þess virði að jafna leikinn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun