Viðskipti innlent

Bene­dikt ráðinn nýr í­þrótta­stjóri Mjölnis

Atli Ísleifsson skrifar
Benedikt Karlsson.
Benedikt Karlsson. Aðsend

Benedikt Karlsson hefur verið ráðinn íþróttastjóri Mjölnis og tekur hann við starfinu af Böðvari Tandra Reynissyni og Gyðu Erlingsdóttur sem hafa sinnt stöðu íþróttastjóra Mjölnis undanfarin ár.

Í tilkynningu segir að auk eþss að vera íþróttastjóri muni Benedikt þjálfa Víkingaþreks- og Crossfittíma Mjölnis. 

Bensi, eins og hann er oftast kallaður, er margreyndir keppnismaður en hann byrjaði að æfa í Mjölni þegar hann var 14 ára ásamt Halldóri tvíburabróðir sínum. Þeir sóttu fyrst MMA unglinganámskeið en færðu sig yfir í Víkingaþrekið og fundu sína fjöl þar. 

Bensi hefur þjálfað Crossfit og þrektíma í sex ár en síðustu ár hefur hann verið þjálfari hjá Worldfit í World Class. Sem íþróttastjóri mun hann sjá um áframhaldandi uppbyggingu á Crossfitti og Víkingaþreki í Mjölni. 

Bensi er með BS-gráðu í viðskiptafræði. Sambýliskona hans er Emilía Madeleine Heenen og eiga þau sjö mánaða gamla dóttur. Þá er hann einn af stjórnendum hlaðvarpsins Sterakastið,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×