Ferðaþjónustan: Er til burðarþol? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2023 16:30 Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Grímseyingar eru teknir að ræða umbúnað og mörk ferðaþjónustu í eynni. Í Landmannalaugum verður vart ráðið við aðsókn 100 til 200 þúsund ferðamanna á heilu sumri. Talan er miðuð við gistinætur en ekki gesti sem koma og fara samdægurs. Hverjar eru lausnirnar? Við Gullfoss myndast langar biðraðir á þjónustusvæði og göngustíg niður að fossinum á háannatímum (er öryggi þar nægt?). Á þessum fjölsótta stað vantar skilvirkari og mátulegri stýringu enda bregður fyrir umræðu um stöðu ferðaþjónustu við fossinn. Oft er margfaldur hringur fólks utan um, og of nálægt, gjósandi Strokki nema áveðurs þar sem vatnsúðinn lendir, snarpheitur næst hvernum. Raunar er þar líka oftast mannskapur sem forðar sér undan vatninu. Burðarþolsgreining er farsæl Til Þingvalla komu um 1,3 milljón manna á ári þegar mest var. Þar er aðal heimsóknarsvæðið u.þ.þ. 6 ferílómetrar. Heimsóknartalan hækkar sennilega í ár. Gerð stórra bílastæða með gjaldskyldu og þolmarkagreining fyrir stýringu aðsóknar að Silfru eru dæmi um aðferðir sem eru skynsamlegar þegar stunda á sjálfbæra ferðaþjónustu. Greiningin var notuð til að ákvarða burðarþol fyrir köfun í Silfru. Rek það ferli ekki hér en tel að vel hafi tekist til. Eftirlit með áhrifum þessrar vinnu hefur sýnt það. Það gefur auga leið að bætt aðstaða, aukin þjónusta, fleiri mannvirki og há verðlagning þjónustu eru ekki sjálfkrafa og „eðlilega“ helstu svörin eða viðbrögðin við spurningum um hvenær, hvernig og hvers vegna bregðast þurfi við vandræðaástandi eða augljósri þróun áleiðis frá sjálfbærni en ekki að henni. Jákvæð upplifun sem flestra Inn í umræður um andsvör og úrbætur fléttast ákveðin, eðlileg mótsögn eða öllu heldur úrlausnarefni. Nú um stundir er orðið býsna flókið fyrir marga landsmenn að ferðast á fjölmarga staði eða landsvæði vegna þrengsla, skorts á gistirými og annarri þjónustu og vegna hás verðlags. Sums staðar þarf helst að panta þjónustu með margra mánaða fyrirvara og skyndiaðkoma að mörgum náttúruperlum veldur vonbrigðum vegna álags. Erlendir gestir, velkomnir og með miklar væntingar, upplifa það sama og heimamenn. Sjálfbær ferðamennska varðar báða þessa misstóru hópi. Þessu til viðbótar er annað úrlausnarefni morgunljóst: Á mörgum þekktum áfangastöðum þolir umhverfið ekki fleiri gesti, jafnvel þótt bætt sé úr aðgenginu. Vel að merkja hefur sums staðar ágætlega tekist til með úrbætur en ef til vill ekki lengra komist ef upplifun sem flestra gesta að vera jákvæð. Forstjóri Umhverfisstofnunar kallar réttilega eftir viðhorfskönnun meðal gesta í Landmannalaugum. Það var gert þegar unnið var að þolmarka- og burðaþolsskýrslunni fyrir Silfru. Landamannalaugar næstar? Ég tel að Landmannalaugar geti verið fyrirtaks viðfangsefni til þess að færa stærri þolmarka- og burðarþolsgreiningu frá einum, tiltölulega litlum og viðkvæmum stað yfir á miklu stærra, friðað áhrifasvæði, flóknari þjónustu og afþreyingu en hvað Silfru varðar. Í heild á viðamikil ferðaþjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn framtíð fyrir sér með fjölþættum þolmarkagreiningum og stýringu í hennar ljósi. Næg fordæmi erum um víða veröld og Ísland er ekki eyja í mannhafinu, þótt stór sé og fremur fámenn. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Grímseyingar eru teknir að ræða umbúnað og mörk ferðaþjónustu í eynni. Í Landmannalaugum verður vart ráðið við aðsókn 100 til 200 þúsund ferðamanna á heilu sumri. Talan er miðuð við gistinætur en ekki gesti sem koma og fara samdægurs. Hverjar eru lausnirnar? Við Gullfoss myndast langar biðraðir á þjónustusvæði og göngustíg niður að fossinum á háannatímum (er öryggi þar nægt?). Á þessum fjölsótta stað vantar skilvirkari og mátulegri stýringu enda bregður fyrir umræðu um stöðu ferðaþjónustu við fossinn. Oft er margfaldur hringur fólks utan um, og of nálægt, gjósandi Strokki nema áveðurs þar sem vatnsúðinn lendir, snarpheitur næst hvernum. Raunar er þar líka oftast mannskapur sem forðar sér undan vatninu. Burðarþolsgreining er farsæl Til Þingvalla komu um 1,3 milljón manna á ári þegar mest var. Þar er aðal heimsóknarsvæðið u.þ.þ. 6 ferílómetrar. Heimsóknartalan hækkar sennilega í ár. Gerð stórra bílastæða með gjaldskyldu og þolmarkagreining fyrir stýringu aðsóknar að Silfru eru dæmi um aðferðir sem eru skynsamlegar þegar stunda á sjálfbæra ferðaþjónustu. Greiningin var notuð til að ákvarða burðarþol fyrir köfun í Silfru. Rek það ferli ekki hér en tel að vel hafi tekist til. Eftirlit með áhrifum þessrar vinnu hefur sýnt það. Það gefur auga leið að bætt aðstaða, aukin þjónusta, fleiri mannvirki og há verðlagning þjónustu eru ekki sjálfkrafa og „eðlilega“ helstu svörin eða viðbrögðin við spurningum um hvenær, hvernig og hvers vegna bregðast þurfi við vandræðaástandi eða augljósri þróun áleiðis frá sjálfbærni en ekki að henni. Jákvæð upplifun sem flestra Inn í umræður um andsvör og úrbætur fléttast ákveðin, eðlileg mótsögn eða öllu heldur úrlausnarefni. Nú um stundir er orðið býsna flókið fyrir marga landsmenn að ferðast á fjölmarga staði eða landsvæði vegna þrengsla, skorts á gistirými og annarri þjónustu og vegna hás verðlags. Sums staðar þarf helst að panta þjónustu með margra mánaða fyrirvara og skyndiaðkoma að mörgum náttúruperlum veldur vonbrigðum vegna álags. Erlendir gestir, velkomnir og með miklar væntingar, upplifa það sama og heimamenn. Sjálfbær ferðamennska varðar báða þessa misstóru hópi. Þessu til viðbótar er annað úrlausnarefni morgunljóst: Á mörgum þekktum áfangastöðum þolir umhverfið ekki fleiri gesti, jafnvel þótt bætt sé úr aðgenginu. Vel að merkja hefur sums staðar ágætlega tekist til með úrbætur en ef til vill ekki lengra komist ef upplifun sem flestra gesta að vera jákvæð. Forstjóri Umhverfisstofnunar kallar réttilega eftir viðhorfskönnun meðal gesta í Landmannalaugum. Það var gert þegar unnið var að þolmarka- og burðaþolsskýrslunni fyrir Silfru. Landamannalaugar næstar? Ég tel að Landmannalaugar geti verið fyrirtaks viðfangsefni til þess að færa stærri þolmarka- og burðarþolsgreiningu frá einum, tiltölulega litlum og viðkvæmum stað yfir á miklu stærra, friðað áhrifasvæði, flóknari þjónustu og afþreyingu en hvað Silfru varðar. Í heild á viðamikil ferðaþjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn framtíð fyrir sér með fjölþættum þolmarkagreiningum og stýringu í hennar ljósi. Næg fordæmi erum um víða veröld og Ísland er ekki eyja í mannhafinu, þótt stór sé og fremur fámenn. Höfundur er jarðvísindamaður.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun