Mikilvægi tolla Margrét Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2023 16:01 Á Íslandi, líkt og í nær öllum öðrum löndum heims, eru lagðir tollar á innfluttar búvörur sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi. Er það gert í þeim tilgangi að jafna samkeppnisstöðu innlendu framleiðslunnar gagnvart innfluttum matvælum og þannig styðja við fæðuöryggi, fjölbreytt atvinnulíf og byggðafestu um landið. Reglulega koma fram hugmyndir hérlendis um lækkun eða jafnvel niðurfellingu tolla á innfluttar búvörur. Slíkar hugmyndir eru afar varhugaverðar enda beita öll okkar helstu viðskipta- og nágrannalönd þessu sama stjórntæki til að vernda sína innanlandsframleiðslu. Án tolla til að jafna stöðu innanlandsframleiðslu gagnvart innfluttum vörum væri ómögulegt fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að keppa í verðum við erlendar. Skýrist það fyrst og fremst af því að framleiðslukostnaður hérlendis er mun hærri en víða annars staðar. Launa- og vaxtastig er hátt, markaðurinn smár, flutningskostnaður hár og framleiðslueiningar mun minni en þekkist víða erlendis. Því hefði það miklar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag ef farið yrði í þá vegferð að gera hlutina með allt öðrum hætti hér en gert er alls staðar í kringum okkur. Aukinn þrýstingur frá hagsmunaaðilum Undanfarin misseri hefur umræða um tolla aukist samhliða hækkandi matvælaverði sem einkum má rekja til áhrifa af heimsfaraldrinum og síðar innrás Rússa í Úkraínu. Má segja að töluverður viðsnúningur hafi þá orðið í umræðunni um tolla og tollvernd en í lok árs 2020 var nokkuð víðtekinn skilningur á því að aukning á tollkvótum með samningi við ESB sem tók gildi árið 2018 hefði haft neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað. Þáverandi utanríkisráðherra boðaði endurskoðun á samningnum í ljósi þess að þar hallaði mjög á innlenda framleiðendur. En þegar matvælaverð fór hækkandi juku ýmsir hagsmunaaðilar þrýsting á stjórnvöld að fara í þveröfuga átt, lækka enn frekar tolla á landbúnaðarvörur og jafnvel fella þá niður. Í þeirri umræðu hefur sárlega vantað að ræða málin á breiðari grunni og velta upp hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér. Það er nokkuð ljóst - og mönnum greinir ekki á um - að án tolla myndi íslensk landbúnaðarframleiðsla dragast saman og einhverjar greinar myndu hreinlega leggjast af. Samþjöppun á innanlandsframleiðslunni yrði líklega töluverð með tilheyrandi byggðaröskun í sveitum landsins. Þannig myndi afnám tolla bæði hafa neikvæð áhrif á sjálfbærni Íslands þegar kemur að fæðuöryggi sem og byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Tollarnir rýrna með hverju árinu Þó svo almennt ríki skilningur innan stjórnmálanna á mikilvægi þess að viðhafa tolla á búvörum er lítið rætt um hvernig þeir hafa þróast. Tollar á landbúnaðarvörur virka í flestum tilvikum þannig að annars vegar er greiddur magntollur sem er krónutala á hvert kíló af viðkomandi vöru og hins vegar verðtollur sem er hlutfall af verðgildi vörunnar. Tollar hafa hins vegar tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Þar má nefna að árið 2007 gerði Ísland samning við ESB þar sem bæði magn- og verðtollar á kjöt og kjötafurðir lækkuðu um 40% frá því sem almennt gerist. Síðan þá hefur magntollurinn, þ.e. föst krónutala á hvert kíló, ekki tekið neinum breytingum. Því hefur verðgildi tollanna minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar. Þessi þróun er lítið rædd, þó með örfáum undantekningum. Þar má nefna nýlega umfjöllun Bændablaðsins þar sem varaformaður Viðreisnar, Daði Már Kristófersson, tók hann stöðuna ágætlega saman með eftirfarandi orðum: „Við erum í raun að leyfa krónunni að taka ákvörðun fyrir okkur um að gera grundvallarbreytingu á íslenska landbúnaðarkerfinu án umræðu. Mér finnst það galið. Það skiptir engu máli hvort þú sért með eða á móti tollvernd. Að leyfa henni bara einhvern veginn að leggja sjálfa sig niður er mjög skrítið,“. Tökum samtalið Það er nauðsynlegt að halda til haga markmiðum tollverndar enda um mikilvæga stoð íslensks landbúnaðar að ræða. Afnám eða lækkun tolla, hvort sem er ákvörðun um að gera slíkt eða áframhaldandi rýrnun magntolla sökum verðbólgu líkt og lýst er hér að ofan, hefur ekki einungis áhrif á bændur, heldur alla þá sem koma að framleiðsluferlinu sem og þjónustuveitendur í dreifðari byggðum. Þar má nefna fóðurframleiðendur, dýralækna, starfsmenn afurðastöðva og svo má lengi telja. Þess vegna er mikilvægt að talsmenn slíkra hugmynda skoði allar hliðar málsins og séu tilbúnir í samtalið um afleidd áhrif. Ég er nokkuð viss um að það sé vænlegra að styðja við innlenda atvinnuuppbyggingu byggða á sjálfbærri nýtingu landsins fremur en að færa störf úr landi, fækka atvinnumöguleikum hérlendis og sjá jarðir fara í eyði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi, líkt og í nær öllum öðrum löndum heims, eru lagðir tollar á innfluttar búvörur sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi. Er það gert í þeim tilgangi að jafna samkeppnisstöðu innlendu framleiðslunnar gagnvart innfluttum matvælum og þannig styðja við fæðuöryggi, fjölbreytt atvinnulíf og byggðafestu um landið. Reglulega koma fram hugmyndir hérlendis um lækkun eða jafnvel niðurfellingu tolla á innfluttar búvörur. Slíkar hugmyndir eru afar varhugaverðar enda beita öll okkar helstu viðskipta- og nágrannalönd þessu sama stjórntæki til að vernda sína innanlandsframleiðslu. Án tolla til að jafna stöðu innanlandsframleiðslu gagnvart innfluttum vörum væri ómögulegt fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að keppa í verðum við erlendar. Skýrist það fyrst og fremst af því að framleiðslukostnaður hérlendis er mun hærri en víða annars staðar. Launa- og vaxtastig er hátt, markaðurinn smár, flutningskostnaður hár og framleiðslueiningar mun minni en þekkist víða erlendis. Því hefði það miklar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag ef farið yrði í þá vegferð að gera hlutina með allt öðrum hætti hér en gert er alls staðar í kringum okkur. Aukinn þrýstingur frá hagsmunaaðilum Undanfarin misseri hefur umræða um tolla aukist samhliða hækkandi matvælaverði sem einkum má rekja til áhrifa af heimsfaraldrinum og síðar innrás Rússa í Úkraínu. Má segja að töluverður viðsnúningur hafi þá orðið í umræðunni um tolla og tollvernd en í lok árs 2020 var nokkuð víðtekinn skilningur á því að aukning á tollkvótum með samningi við ESB sem tók gildi árið 2018 hefði haft neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað. Þáverandi utanríkisráðherra boðaði endurskoðun á samningnum í ljósi þess að þar hallaði mjög á innlenda framleiðendur. En þegar matvælaverð fór hækkandi juku ýmsir hagsmunaaðilar þrýsting á stjórnvöld að fara í þveröfuga átt, lækka enn frekar tolla á landbúnaðarvörur og jafnvel fella þá niður. Í þeirri umræðu hefur sárlega vantað að ræða málin á breiðari grunni og velta upp hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér. Það er nokkuð ljóst - og mönnum greinir ekki á um - að án tolla myndi íslensk landbúnaðarframleiðsla dragast saman og einhverjar greinar myndu hreinlega leggjast af. Samþjöppun á innanlandsframleiðslunni yrði líklega töluverð með tilheyrandi byggðaröskun í sveitum landsins. Þannig myndi afnám tolla bæði hafa neikvæð áhrif á sjálfbærni Íslands þegar kemur að fæðuöryggi sem og byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Tollarnir rýrna með hverju árinu Þó svo almennt ríki skilningur innan stjórnmálanna á mikilvægi þess að viðhafa tolla á búvörum er lítið rætt um hvernig þeir hafa þróast. Tollar á landbúnaðarvörur virka í flestum tilvikum þannig að annars vegar er greiddur magntollur sem er krónutala á hvert kíló af viðkomandi vöru og hins vegar verðtollur sem er hlutfall af verðgildi vörunnar. Tollar hafa hins vegar tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Þar má nefna að árið 2007 gerði Ísland samning við ESB þar sem bæði magn- og verðtollar á kjöt og kjötafurðir lækkuðu um 40% frá því sem almennt gerist. Síðan þá hefur magntollurinn, þ.e. föst krónutala á hvert kíló, ekki tekið neinum breytingum. Því hefur verðgildi tollanna minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar. Þessi þróun er lítið rædd, þó með örfáum undantekningum. Þar má nefna nýlega umfjöllun Bændablaðsins þar sem varaformaður Viðreisnar, Daði Már Kristófersson, tók hann stöðuna ágætlega saman með eftirfarandi orðum: „Við erum í raun að leyfa krónunni að taka ákvörðun fyrir okkur um að gera grundvallarbreytingu á íslenska landbúnaðarkerfinu án umræðu. Mér finnst það galið. Það skiptir engu máli hvort þú sért með eða á móti tollvernd. Að leyfa henni bara einhvern veginn að leggja sjálfa sig niður er mjög skrítið,“. Tökum samtalið Það er nauðsynlegt að halda til haga markmiðum tollverndar enda um mikilvæga stoð íslensks landbúnaðar að ræða. Afnám eða lækkun tolla, hvort sem er ákvörðun um að gera slíkt eða áframhaldandi rýrnun magntolla sökum verðbólgu líkt og lýst er hér að ofan, hefur ekki einungis áhrif á bændur, heldur alla þá sem koma að framleiðsluferlinu sem og þjónustuveitendur í dreifðari byggðum. Þar má nefna fóðurframleiðendur, dýralækna, starfsmenn afurðastöðva og svo má lengi telja. Þess vegna er mikilvægt að talsmenn slíkra hugmynda skoði allar hliðar málsins og séu tilbúnir í samtalið um afleidd áhrif. Ég er nokkuð viss um að það sé vænlegra að styðja við innlenda atvinnuuppbyggingu byggða á sjálfbærri nýtingu landsins fremur en að færa störf úr landi, fækka atvinnumöguleikum hérlendis og sjá jarðir fara í eyði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar