Körfubolti

Haukar fá Finna til að fylla skarð Hilmars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar Smári Henningsson lék einkar vel með Haukum á síðasta tímabili.
Hilmar Smári Henningsson lék einkar vel með Haukum á síðasta tímabili. vísir/bára

Haukar hafa fengið finnskan bakvörð til að fylla skarð Hilmars Smára Henningssonar sem er farinn til Þýskalands.

Hilmar hefur samið við Eisbären Bremerhaven í þýsku B-deildinni og mun leika með liðinu í vetur. Hann var einn besti leikmaður Hauka á síðasta tímabili þar sem hann var með 19,3 stig, 5,0 fráköst og 4,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Til að fylla skarð Hilmars hafa Haukar samið við Finnann Ville Tahvanainen. Hann er 23 ára og kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum. Tahvanainen lék með Bradley Braves þar sem hann var með 6,7 stig, 3,3 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Áður en Tahvanainen fór í háskóla spilaði hann í finnsku B-deildinni. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Finnland og hefur verið viðloðandi æfingahóp landsliðsins sem fer á HM síðar í mánuðinum.

Haukar enduðu í 3. sæti Subway deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði 3-2 fyrir Þór Þ. í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×