Hátt í tuttugu milljónir hafa tapast í kortasvikamálum í júlí Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2023 15:39 Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum. Í júlí hafa 85 svikamál komið inn á borð Landsbankans og þar af 28 mál tengd flutningsfyrirtækjum. Mikil aukning hefur verið á slíkum svikamálum í sumar. Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu Landsbankans segir um milljónatjón að ræða en bankinn metur að um 19,4 milljónir króna hafi tapast í mánuðinum í kortasvikamálum. „Bara í þessari viku eru skráð 39 mál og þar af eru 15 mál tengd flutningsfyrirtækjum,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Algengt sé að viðskiptavinir fái SMS frá flutningsfyrirtækjum þar sem segir að von sé á pakkasendinu. Viðskiptavinur er beðinn um að gefa upp kortaupplýsingar til að greiða fyrir sendingargjöld. „Við þessa aðgerð geta svikararnir framkvæmt greiðslur á kortunum. Nýjasta aðferðin er að fá einstaklinga til að samþykkja greiðsluna í tengslum við flutninginn. Þegar einstaklingar samþykkja greiðsluna, eða halda að þeir séu að samþykkja greiðslu, eru þeir að samþykkja nýtt lífkenni inni í netbanka. Það gefur svikaranum þá svikaranum fullan aðgang að netbanka einstaklings.“ Dæmi um 2,2 milljóna færslu Flestir hafi þá samband við bankann til að loka kortinu. „En þá er svikarinn kominn með jafn mikinn aðgang að netbankanum og einstaklingurinn og getur þá enn náð fjármunum út,“ segir Brynja. Hún hvetur fólk til að hafa varann á. „Það er svo gríðarlega mikilvægt að fólk lesi skilaboðin sem koma á símann þegar við erum að samþykkja greiðslu, því um leið og maður er búinn að samþykkja greiðsluna er hún óendurkræfanleg og ekki hægt að sækja um endurgreiðslu af því að það er búið að samþykkja greiðsluna með réttum hætti.“ Dæmi séu um að fólk samþykki grieðslu upp á 3000 evrur en haldi að um 3000 króna greiðslu sé að ræða. Að sögn Brynju er dæmi um að einstaklingur hafi tapað um 2,2 milljónum króna í einni færslu. Landsbankinn Netglæpir Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu Landsbankans segir um milljónatjón að ræða en bankinn metur að um 19,4 milljónir króna hafi tapast í mánuðinum í kortasvikamálum. „Bara í þessari viku eru skráð 39 mál og þar af eru 15 mál tengd flutningsfyrirtækjum,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Algengt sé að viðskiptavinir fái SMS frá flutningsfyrirtækjum þar sem segir að von sé á pakkasendinu. Viðskiptavinur er beðinn um að gefa upp kortaupplýsingar til að greiða fyrir sendingargjöld. „Við þessa aðgerð geta svikararnir framkvæmt greiðslur á kortunum. Nýjasta aðferðin er að fá einstaklinga til að samþykkja greiðsluna í tengslum við flutninginn. Þegar einstaklingar samþykkja greiðsluna, eða halda að þeir séu að samþykkja greiðslu, eru þeir að samþykkja nýtt lífkenni inni í netbanka. Það gefur svikaranum þá svikaranum fullan aðgang að netbanka einstaklings.“ Dæmi um 2,2 milljóna færslu Flestir hafi þá samband við bankann til að loka kortinu. „En þá er svikarinn kominn með jafn mikinn aðgang að netbankanum og einstaklingurinn og getur þá enn náð fjármunum út,“ segir Brynja. Hún hvetur fólk til að hafa varann á. „Það er svo gríðarlega mikilvægt að fólk lesi skilaboðin sem koma á símann þegar við erum að samþykkja greiðslu, því um leið og maður er búinn að samþykkja greiðsluna er hún óendurkræfanleg og ekki hægt að sækja um endurgreiðslu af því að það er búið að samþykkja greiðsluna með réttum hætti.“ Dæmi séu um að fólk samþykki grieðslu upp á 3000 evrur en haldi að um 3000 króna greiðslu sé að ræða. Að sögn Brynju er dæmi um að einstaklingur hafi tapað um 2,2 milljónum króna í einni færslu.
Landsbankinn Netglæpir Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira