Carlos hættur hjá Herði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 10:41 Carlos Martin Santos hefur látið af störfum hjá Herði. vísir/hulda margrét Carlos Martin Santos hefur ákveðið að hætta sem þjálfari handboltaliðs Harðar. Ísfirðingar greindu frá þessu á Facebook í dag. Þar segir að Carlos hafi ákveðið að klára ekki samning sinn við Hörð. Þjálfaramál Harðar hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur. ÍBV hafði samband Carlos með það fyrir augum að fá hann sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins. Forsvarsmenn Harðar gáfu upphaflega leyfi fyrir viðræðum en drógu það svo til baka og kvörtuðu til HSÍ. Carlos vildi sjálfur komast til Eyja og var ósáttur að hafa ekki fengið að fara. Ísfirðingar fóru fram á 3,5 milljóna greiðslu fyrir Martin sem var samningsbundinn Herði. ÍBV bakkaði á endanum út og réði Roland Eradze sem aðstoðarmann Magnúsar Stefánssonar. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagðist Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, vonast til að Carlos myndi snúa aftur til Ísafjarðar en kvaðst allt eins búast við því að það gerðist ekki. Og sú varð raunin. Carlos tók við Herði fyrir fjórum árum og kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrsta sinn 2022. Hörður fékk hins vegar aðeins tvö stig í 22 leikjum í Olís-deildinni á síðasta tímabili og féll aftur í Grill 66 deildina. Í yfirlýsingu Harðar segir að félagið hafi reynt að sannfæra Carlos um að snúa aftur til starfa en án árangurs. Ísfirðingar segjast virða ákvörðun Carlos og þótt hann hafi valið að vanefna samning sinn verði hann alltaf álitinn sem goðsögn hjá Herði. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hjá Herði þjálfaði Carlos yngri flokka félagsins. Olís-deild karla Handbolti Hörður Tengdar fréttir Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46 ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31 Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira
Ísfirðingar greindu frá þessu á Facebook í dag. Þar segir að Carlos hafi ákveðið að klára ekki samning sinn við Hörð. Þjálfaramál Harðar hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur. ÍBV hafði samband Carlos með það fyrir augum að fá hann sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins. Forsvarsmenn Harðar gáfu upphaflega leyfi fyrir viðræðum en drógu það svo til baka og kvörtuðu til HSÍ. Carlos vildi sjálfur komast til Eyja og var ósáttur að hafa ekki fengið að fara. Ísfirðingar fóru fram á 3,5 milljóna greiðslu fyrir Martin sem var samningsbundinn Herði. ÍBV bakkaði á endanum út og réði Roland Eradze sem aðstoðarmann Magnúsar Stefánssonar. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagðist Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, vonast til að Carlos myndi snúa aftur til Ísafjarðar en kvaðst allt eins búast við því að það gerðist ekki. Og sú varð raunin. Carlos tók við Herði fyrir fjórum árum og kom liðinu upp í Olís-deildina í fyrsta sinn 2022. Hörður fékk hins vegar aðeins tvö stig í 22 leikjum í Olís-deildinni á síðasta tímabili og féll aftur í Grill 66 deildina. Í yfirlýsingu Harðar segir að félagið hafi reynt að sannfæra Carlos um að snúa aftur til starfa en án árangurs. Ísfirðingar segjast virða ákvörðun Carlos og þótt hann hafi valið að vanefna samning sinn verði hann alltaf álitinn sem goðsögn hjá Herði. Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hjá Herði þjálfaði Carlos yngri flokka félagsins.
Olís-deild karla Handbolti Hörður Tengdar fréttir Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46 ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31 Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira
Roland Eradze ráðinn til ÍBV Roland Eradze hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaraliðs ÍBV. 11. júlí 2023 12:46
ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. 10. júlí 2023 11:31
Hörður kvartar undan ÍBV og vill milljónir fyrir Carlos: „Segjum svo nei og þá erum við vondi maðurinn“ Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði telja ÍBV og þjálfarann Carlos Martin Santos hafa brotið reglur með samskiptum sínum varðandi mögulegt brotthvarf Carlosar frá Herði til ÍBV til að gerast aðstoðarþjálfari Íslandsmeistaranna. Samskipti sem Hörður gaf þó upphaflega leyfi fyrir. 5. júlí 2023 12:56