Meintar mútur komi ekki á óvart: „Fá alltaf greitt með peningum í umslagi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júlí 2023 18:46 Halldór Jóhann segir meint mútumál ekki koma á óvart. Vísir/Sigurjón Heimildaþættir dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 hafa undið ofan af meintri spillingu innan handboltaheimsins. Íslenskur þjálfari í dönsku deildinni segir spillingarsögur hafa loðað við ákveðna aðila um hríð og að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, bjóði hættunni heim með því að greiða dómurum laun í reiðufé. Danska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gær síðari hluta heimildarseríu um meinta spillingu innan EHF. Dragan Nachevski, sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí, er sakaður um að hafa stuðlað að hagræðingu úrslita. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Nordsjælland í Danmörku, segir kurr hafa verið um spillingu innan sambandsins um hríð. „Þetta er auðvitað bara stóralvarlegt mál en þetta kemur samt í sjálfu sér ekki á óvart. Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hafa verið sögusagnir um það að austur-evrópskir dómarar hafi verið að þiggja mútur,“ „Það hefur svo sem aldrei verið nein sönnunarbyrði í því. Það sem kannski gerir þetta erfitt er að dómarar og eftirlitsmenn fá alltaf greitt fyrir leikina með peningum í umslagi. Því er mjög auðvelt að lauma einhverjum hundruðum eða þúsundum evra aukalega með í umslagið og hafa áhrif,“ segir Halldór Jóhann. Mikil aukning í veðmálum Aukning á veðmálastarfsemi í kringum handboltann geti þá haft mikil áhrif á stöðuna. „Það sem slær mann alveg gríðarlega í þessu er að veðmálastarfsemi er farin að hafa gríðarleg áhrif líka. Hvort að lið vinni með þremur eða tapi með þremur mörkum eða slíkt. Það er að koma í ljós núna að það er greinilegt að slíkt hefur haft áhrif á dómara. Sem er auðvitað grafalvarlegt mál og maður óttast hvert framhaldið af því verður í framtíðinni,“ segir Halldór Jóhann. Dómarar úr austrinu fái betri tækifæri En má kalla þetta skipulagða glæpastarfsemi hjá Nachevski og hans mönnum? „Það er auðvitað erfitt að segja til um það. En það hefur verið þannig á síðastliðnum árum hafa dómarar frá Austur-Evrópu fengið mikil tækifæri á stórmótum og í stóru leikjunum í Meistaradeildarinni og slíkt. Á meðan dómarapör frá til að mynda Skandinavíu hafa átt meira erfitt uppdráttar með að komast að og inn á mótin,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira
Danska sjónvarpsstöðin TV 2 birti í gær síðari hluta heimildarseríu um meinta spillingu innan EHF. Dragan Nachevski, sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí, er sakaður um að hafa stuðlað að hagræðingu úrslita. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Nordsjælland í Danmörku, segir kurr hafa verið um spillingu innan sambandsins um hríð. „Þetta er auðvitað bara stóralvarlegt mál en þetta kemur samt í sjálfu sér ekki á óvart. Það er alveg ljóst að í gegnum tíðina hafa verið sögusagnir um það að austur-evrópskir dómarar hafi verið að þiggja mútur,“ „Það hefur svo sem aldrei verið nein sönnunarbyrði í því. Það sem kannski gerir þetta erfitt er að dómarar og eftirlitsmenn fá alltaf greitt fyrir leikina með peningum í umslagi. Því er mjög auðvelt að lauma einhverjum hundruðum eða þúsundum evra aukalega með í umslagið og hafa áhrif,“ segir Halldór Jóhann. Mikil aukning í veðmálum Aukning á veðmálastarfsemi í kringum handboltann geti þá haft mikil áhrif á stöðuna. „Það sem slær mann alveg gríðarlega í þessu er að veðmálastarfsemi er farin að hafa gríðarleg áhrif líka. Hvort að lið vinni með þremur eða tapi með þremur mörkum eða slíkt. Það er að koma í ljós núna að það er greinilegt að slíkt hefur haft áhrif á dómara. Sem er auðvitað grafalvarlegt mál og maður óttast hvert framhaldið af því verður í framtíðinni,“ segir Halldór Jóhann. Dómarar úr austrinu fái betri tækifæri En má kalla þetta skipulagða glæpastarfsemi hjá Nachevski og hans mönnum? „Það er auðvitað erfitt að segja til um það. En það hefur verið þannig á síðastliðnum árum hafa dómarar frá Austur-Evrópu fengið mikil tækifæri á stórmótum og í stóru leikjunum í Meistaradeildarinni og slíkt. Á meðan dómarapör frá til að mynda Skandinavíu hafa átt meira erfitt uppdráttar með að komast að og inn á mótin,“ segir Halldór Jóhann. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira