Handbolti

Grát­legt tap gegn Þýska­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
U-19 ára landslið Íslands er statt í Rúmeníu þessa dagana.
U-19 ára landslið Íslands er statt í Rúmeníu þessa dagana. HSÍ

Íslenska U-19 ára landslið kvenna í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumótsins sem nú fer fram í Rúmeníu. Lokatölur 31-30 Þýskalandi í vil eftir að Ísland hafði leidd með fjórum mörkum um tíma í síðari hálfleik.

Leikurinn var jafn framan af og jafnt á öllum tölum um miðbik fyrri hálfleiks. Eftir það steig íslenska liðið á bensíngjöfina og var þremur mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-13. Sú forysta lifði framan af síðari hálfleik og um tíma var íslenska liðið fjórum mörkum yfir.

Eftir það fór allt í baklás og Þýskalandi skoraði sjö mörk gegn aðeins einu hjá íslenska liðinu, því fór sem fór. Lokatölur 31-30 Þýskalandi í vil og íslensku stelpurnar hafa því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu.

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með níu mörk. Embla Steindórsdóttir kom þar á eftir með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×