Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 07:36 Helgi Magnússon var stjórnarformaður Torgs. Vísir/Vilhelm Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. Þetta fullyrðir Morgunblaðið í frétt sinni í kjölfar skiptafunds en eftir birtingu hennar gerði Helgi alvarlegar athugasemdir við þessa fullyrðingu og sagði ekkert hafa komið fram á skiptafundinum í gær um að til greina kæmi að rifta umræduum kaupum frá árinu 2021. Riftunarfrestir eru í flestum tilvikum að hámarki tvö ár en rétt rúm tvö ár liðu frá því Hofgarðar ehf. keyptu dv.is og önnur vörumerki af Torgi áður en Torg hætti starfsemi og óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Helgi Magnússon, eigandi Torgs, átti stærstu almennu kröfuna í þrotabúið, sem nam tæplega milljarði króna. Heildarkröfur í þrotabúið námu um 1,5 milljarði. Í frétt Morgunblaðsins segir að eignir félagsins dugi ekki fyrir samþykktum kröfum skiptastjóra í félagið. Samþykktar kröfur nemi um 235 milljónum króna en eignir Torgs nemi einungis um 100 milljónum. Stór hluti þessara krafna eru launakröfur fyrrverandi starfsmanna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem mun þá einungis fá hluta launa sinna greiddan. Launakröfurnar eru forgangskröfur í búið. Ekkert nema forgangskröfur Meðal samþykktra krafna er krafa Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tók ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Fjallað var um kröfuskrá þrotabúsins um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar svara Helga Magnússonar, eiganda Hofgarða. Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Gjaldþrot Tengdar fréttir Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08 Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Þetta fullyrðir Morgunblaðið í frétt sinni í kjölfar skiptafunds en eftir birtingu hennar gerði Helgi alvarlegar athugasemdir við þessa fullyrðingu og sagði ekkert hafa komið fram á skiptafundinum í gær um að til greina kæmi að rifta umræduum kaupum frá árinu 2021. Riftunarfrestir eru í flestum tilvikum að hámarki tvö ár en rétt rúm tvö ár liðu frá því Hofgarðar ehf. keyptu dv.is og önnur vörumerki af Torgi áður en Torg hætti starfsemi og óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Helgi Magnússon, eigandi Torgs, átti stærstu almennu kröfuna í þrotabúið, sem nam tæplega milljarði króna. Heildarkröfur í þrotabúið námu um 1,5 milljarði. Í frétt Morgunblaðsins segir að eignir félagsins dugi ekki fyrir samþykktum kröfum skiptastjóra í félagið. Samþykktar kröfur nemi um 235 milljónum króna en eignir Torgs nemi einungis um 100 milljónum. Stór hluti þessara krafna eru launakröfur fyrrverandi starfsmanna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem mun þá einungis fá hluta launa sinna greiddan. Launakröfurnar eru forgangskröfur í búið. Ekkert nema forgangskröfur Meðal samþykktra krafna er krafa Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tók ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Fjallað var um kröfuskrá þrotabúsins um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar svara Helga Magnússonar, eiganda Hofgarða.
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Gjaldþrot Tengdar fréttir Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08 Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08
Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16