Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 5. júlí 2023 14:01 Yfirvofandi útburður pólskrar fjölskyldu og sala á húsi í eigu þeirra og skyndigróði fyrirtækis af harmleiknum hefur vakið viðbrögð almennings sem kemst við vegna harðneskjulegrar valdbeitingar yfirvalda gagnvart lítilmagna. Í umræðuna virðist vanta að undirliggjandi ástæða er lagasetning Alþingis. Það er sú tilhneiging þess að setja helst ekki lög nema fyrst og fremst séu tryggðir hagsmunir hinna best settu í þjóðfélaginu, þeirra ríkustu og þeirra valdamestu, á kostnað alls almennings. Þegar um er að ræða að kreista skuldir út úr fólki og jafnvel bera það út er þessi tilhneiging mjög svo skýr að annaðhvort greiði skuldarinn upp skuldir sínar með vöxtum og vaxtavöxtum eða hann hafi verra af. Ekki er í lögunum neinn fyrirvari varðandi aðstæður eða neitt það sem almenningi gæti þótt vera málsbætur fyrir skuldarann sem ætti þá að verða til þess að leita mildandi úrræða fyrir hann eða skoða einhverjar leiðir út úr vandanum. Algengt er að talað er um að verið sé að berjast við „kerfið“ en þegar nánar er að gáð er algengast að það er Alþingi með sínum lagasetningum eða ákvörðunum sem verið er að fást við en „kerfið“ aðeins að reyna að framfylgja þeim. Árið 2018 var gefin út bók um svipaðan atburð árið 1953. Hún ber heitið Kambsmálið og er eftir Jón Hjartarson. Eftir því sem ég best veit hefur sú bók ekki vakið neinn þingmann til umhugsunar um að breyta þurfi ofangreindri löggjöf. Vonandi verður ekki það sama uppi á teningnum varðandi það mál sem nú er í gangi eða eru þingmenn kannski yfir það hafnir að taka eftir því sem er að gerast í þjóðfélaginu og breyta lögum í samræmi við það. Ástæður fyrir tilhneigingu Alþingis að standa vörð um hinn sterka í þjóðfélaginu eru eflaust margar. Meðal þeirra er örugglega sú aðferð þess að leita til hagsmunaaðila annarra en almennings, til umsagnar um lagasetningar auk þess sem laun alþingismanna og sporslur eru orðnar svo háar að í heild eru þeir í hópi þeirra sem hæst hafa launin í landinu og eiga því erfiðara um vik að setja sig í spor almennings. Varðandi aðra þætti þjóðfélagsins virðist mega nefna skiptastjóra yfir þrotabúum og jafnvel erfðabúum þar sem þeir sitja sem alls ráðandi þar sem lögin eru á þann veg að þegar búið er að skipa þá virðist ekkert úrræði vera til þess að koma þeim frá sama hvað. Athuga þarf að skiptastjórar eru lögmenn sem yfirleitt vinna á almennum lögmannamarkaði. Ef eitthvert fé er fyrir hendi í þrotabúinu virðast þeir geta, hafi þeir samvisku til þess, bæði hagað málum þannig að þeir hafi sem mest út úr því og ráðstafað verkefnum eftirlitslaust samkvæmt eigin hagsmunum. Mér finnst ég vera alltaf öðru hverju að heyra af svona málum. Eitt af dæmum um þetta mun vera skipting bús Sæplasts ehf. fyrir allnokkrum árum. Frásögnin af því gengur út á að gjaldfært fyrirtæki hafi verið knúið í þrot til mikils hagsbóta fyrir skiptastjórann sjálfan og ýmsa aðila í kringum hann. Er það kannski hlutverk Alþingis að sjá til þess að lögmenn auðgist á kostnað almennings? Í nýrri bók eftir undirritaðan sem ber heitið Réttlæti hins sterka er bent á að almenningur eigi mjög undir högg að sækja í dómskerfinu vegna þess hve dýrt það er og þegar út í það er komið er ekkert sem kemur í veg fyrir að hinn fjárhagslega sterki geti blásið málið út og gert það þannig sem allra dýrast. Lögin um dómskerfið eru löngu úrelt sem leiðir af sér ýmis skrýtilegheit meðal annars undarlega dóma sem ekkert eiga skylt við raunveruleikann í nútímanum og hefur tilhneigingu til þess að vera mótdrægt almenningi. Algengt er að dómarar tilgreini aðeins í dómsforsendum sannanir og röksemdir dómnum í hag en geti jafnvel alls ekki sannana og röksemda þess sem hann dæmir í mót. Það þýðir að hann getur valið sér sannanir til þess að dæma eftir sem auðveldar það mjög að hann geti dæmt hverjum sem er í vil óháð lögum og réttlæti sem er almenningi mjög mótdrægt. Í því sambandi þarf sérstaklega að hafa í huga að dómskerfið er búið til af Alþingi þar sem flest atriði ganga út á það að tryggja hag hinna best settu. Ekki er einu sinni ýjað að því í lögunum að dómar eigi að vera réttlátir, sanngjarnir eða að heilbrigð skynsemi eigi að ráða för. Það eitt gæti rétt hlut hinna efnaminni í dómskerfinu svo um munar. Svona má halda áfram varðandi löggjöfina. Sem eitt dæmi í viðbót má nefna að skattaákvarðanir Alþingis á síðustu 25 árum hafa leitt það af sér að skattar hafa lækkað um 30% á hina efnamestu en hækkað um 30% á allan almenning. Er þá tekið tillit til þess að nú greiðir almenningur hluta af kostnaði við heilbrigðiskerfið en gerði það ekki áður. Það sem áður var kallað skattar er nú kallað heimiliskostnaður. Í þessum útreikningum hefur verið stuðst við niðurstöður Indriða H. Þorlákssonar fyrrverandi ríkisskattstjóra. Samkvæmt útreikningum Stefáns Ólafssonar prófessors og samstarfsmanna við Háskóla Íslands sem var unnin í fjölþjóðlegri samvinnu mun skattlagning þeirra allra ríkustu í landinu vera með þeim lægstu í OECD ríkjunum en skattlagning almennings vera með þeim hæstu sem þar þekkist og þá sérstaklega þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Eftir því sem ég best veit hefur Alþingi hingað til látið allt sem vikið er að í þessari grein eins og vind um eyrum þjóta. Vonandi á Eyjólfur eftir að hressast. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Yfirvofandi útburður pólskrar fjölskyldu og sala á húsi í eigu þeirra og skyndigróði fyrirtækis af harmleiknum hefur vakið viðbrögð almennings sem kemst við vegna harðneskjulegrar valdbeitingar yfirvalda gagnvart lítilmagna. Í umræðuna virðist vanta að undirliggjandi ástæða er lagasetning Alþingis. Það er sú tilhneiging þess að setja helst ekki lög nema fyrst og fremst séu tryggðir hagsmunir hinna best settu í þjóðfélaginu, þeirra ríkustu og þeirra valdamestu, á kostnað alls almennings. Þegar um er að ræða að kreista skuldir út úr fólki og jafnvel bera það út er þessi tilhneiging mjög svo skýr að annaðhvort greiði skuldarinn upp skuldir sínar með vöxtum og vaxtavöxtum eða hann hafi verra af. Ekki er í lögunum neinn fyrirvari varðandi aðstæður eða neitt það sem almenningi gæti þótt vera málsbætur fyrir skuldarann sem ætti þá að verða til þess að leita mildandi úrræða fyrir hann eða skoða einhverjar leiðir út úr vandanum. Algengt er að talað er um að verið sé að berjast við „kerfið“ en þegar nánar er að gáð er algengast að það er Alþingi með sínum lagasetningum eða ákvörðunum sem verið er að fást við en „kerfið“ aðeins að reyna að framfylgja þeim. Árið 2018 var gefin út bók um svipaðan atburð árið 1953. Hún ber heitið Kambsmálið og er eftir Jón Hjartarson. Eftir því sem ég best veit hefur sú bók ekki vakið neinn þingmann til umhugsunar um að breyta þurfi ofangreindri löggjöf. Vonandi verður ekki það sama uppi á teningnum varðandi það mál sem nú er í gangi eða eru þingmenn kannski yfir það hafnir að taka eftir því sem er að gerast í þjóðfélaginu og breyta lögum í samræmi við það. Ástæður fyrir tilhneigingu Alþingis að standa vörð um hinn sterka í þjóðfélaginu eru eflaust margar. Meðal þeirra er örugglega sú aðferð þess að leita til hagsmunaaðila annarra en almennings, til umsagnar um lagasetningar auk þess sem laun alþingismanna og sporslur eru orðnar svo háar að í heild eru þeir í hópi þeirra sem hæst hafa launin í landinu og eiga því erfiðara um vik að setja sig í spor almennings. Varðandi aðra þætti þjóðfélagsins virðist mega nefna skiptastjóra yfir þrotabúum og jafnvel erfðabúum þar sem þeir sitja sem alls ráðandi þar sem lögin eru á þann veg að þegar búið er að skipa þá virðist ekkert úrræði vera til þess að koma þeim frá sama hvað. Athuga þarf að skiptastjórar eru lögmenn sem yfirleitt vinna á almennum lögmannamarkaði. Ef eitthvert fé er fyrir hendi í þrotabúinu virðast þeir geta, hafi þeir samvisku til þess, bæði hagað málum þannig að þeir hafi sem mest út úr því og ráðstafað verkefnum eftirlitslaust samkvæmt eigin hagsmunum. Mér finnst ég vera alltaf öðru hverju að heyra af svona málum. Eitt af dæmum um þetta mun vera skipting bús Sæplasts ehf. fyrir allnokkrum árum. Frásögnin af því gengur út á að gjaldfært fyrirtæki hafi verið knúið í þrot til mikils hagsbóta fyrir skiptastjórann sjálfan og ýmsa aðila í kringum hann. Er það kannski hlutverk Alþingis að sjá til þess að lögmenn auðgist á kostnað almennings? Í nýrri bók eftir undirritaðan sem ber heitið Réttlæti hins sterka er bent á að almenningur eigi mjög undir högg að sækja í dómskerfinu vegna þess hve dýrt það er og þegar út í það er komið er ekkert sem kemur í veg fyrir að hinn fjárhagslega sterki geti blásið málið út og gert það þannig sem allra dýrast. Lögin um dómskerfið eru löngu úrelt sem leiðir af sér ýmis skrýtilegheit meðal annars undarlega dóma sem ekkert eiga skylt við raunveruleikann í nútímanum og hefur tilhneigingu til þess að vera mótdrægt almenningi. Algengt er að dómarar tilgreini aðeins í dómsforsendum sannanir og röksemdir dómnum í hag en geti jafnvel alls ekki sannana og röksemda þess sem hann dæmir í mót. Það þýðir að hann getur valið sér sannanir til þess að dæma eftir sem auðveldar það mjög að hann geti dæmt hverjum sem er í vil óháð lögum og réttlæti sem er almenningi mjög mótdrægt. Í því sambandi þarf sérstaklega að hafa í huga að dómskerfið er búið til af Alþingi þar sem flest atriði ganga út á það að tryggja hag hinna best settu. Ekki er einu sinni ýjað að því í lögunum að dómar eigi að vera réttlátir, sanngjarnir eða að heilbrigð skynsemi eigi að ráða för. Það eitt gæti rétt hlut hinna efnaminni í dómskerfinu svo um munar. Svona má halda áfram varðandi löggjöfina. Sem eitt dæmi í viðbót má nefna að skattaákvarðanir Alþingis á síðustu 25 árum hafa leitt það af sér að skattar hafa lækkað um 30% á hina efnamestu en hækkað um 30% á allan almenning. Er þá tekið tillit til þess að nú greiðir almenningur hluta af kostnaði við heilbrigðiskerfið en gerði það ekki áður. Það sem áður var kallað skattar er nú kallað heimiliskostnaður. Í þessum útreikningum hefur verið stuðst við niðurstöður Indriða H. Þorlákssonar fyrrverandi ríkisskattstjóra. Samkvæmt útreikningum Stefáns Ólafssonar prófessors og samstarfsmanna við Háskóla Íslands sem var unnin í fjölþjóðlegri samvinnu mun skattlagning þeirra allra ríkustu í landinu vera með þeim lægstu í OECD ríkjunum en skattlagning almennings vera með þeim hæstu sem þar þekkist og þá sérstaklega þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Eftir því sem ég best veit hefur Alþingi hingað til látið allt sem vikið er að í þessari grein eins og vind um eyrum þjóta. Vonandi á Eyjólfur eftir að hressast. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun