Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. júní 2023 07:30 Alþingi veitti fjármálaráðherra heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá 2012 og sérstakri heimild í fjárlögum fyrir árið 2022. Á hverjum tíma fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins í bönkunum. Það felst í eftirliti með framkvæmd eigendastefnu ríkisins og að fara með atkvæði ríkissjóðs á hluthafafundum. Þannig er sköpuð armslengd frá fjármálaráðherra sem handhafa hlutbréfa ríkisins í Íslandsbanka. Armslengdin nær alls ekki til sölu á eignarhluta ríkisins, enda seldi fjármálaráðherra hlutabréfin í Íslandsbanka, enginn annar. Á ábyrgð fjármálaráðherra var að tryggja að allur undirbúningur á sölunni væri þannig að lög yrðu ekki brotin og ekki síst að hann sem fjármálaráðherra bryti ekki lög sem seljandi ríkisbankans. Hvorugt var gert. Fjármálaráðherra stóð þannig að sölunni að hann seldi föður sínum hlut og vissi ekki hverjum hann var að selja, að eigin sögn. Ekki virtist gerð krafa um upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra félaga sem keyptu líkt, og lög kveða á um. Íbúðareiganda, sem selur íbúð sína, ber lagaskylda til að fá upplýsingar um raunverulega eigendur félaga sem vilja kaupa íbúð hans. Fjármálaeftirlit Seðlabanka (FME) rannsakaði einungis aðkomu Íslandsbanka að sölunni, ekki ábyrgð fjármálaráðherra. Sektin, 1,2 milljarða króna, er merki um að mikið sé að í yfirstjórn bankans. Það er á ábyrgð eiganda. Ég hef unnið í FME, efnahagsbrotadeild og hjá tveimur norrænum stórbönkum og aldrei kynnst öðru eins. FME segir í sáttinni að framkvæmd Íslandsbanka hafi verið áfátt í flestum skrefum útboðsins og fól hún í sér víðtæk og alvarleg brot bankans á skyldum samkvæmt lögum. Slíkir annmarkar bendi til þess að áhættumenning og stjórnarhættir bankans hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með lögum og reglum, né innri reglum og verklagi. FME telur að stjórn og bankastjóri hafi ekki tryggt að bankinn starfaði í samræmi við lög sem um starfsemina gilda eða að innri reglum bankans hafi verið fylgt. Þá hafi stjórn og bankastjóri ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun. Bankinn villti um fyrir Bankasýslunni, viðskiptavinir voru ranglega flokkaðir sem fagfjárfestar, greining á hagsmunaárekstrum vegna kaupa starfsmanna var ekki gerð, yfir 160 símtöl voru ekki hljóðrituð, viðskiptavinir voru hvattir til að skrá sig sem fagfjárfesta og þeir ranglega upplýstir að lágmarksboð væri 20 milljónir króna. Lægsta salan var á 1,1 milljón króna. Upplýsa þarf nú að fullu um hvernig fjármálaráðherra stóð að sölunni á Íslandsbanka. Það verður einungis gert með rannsóknarnefnd Alþingis. Ljóst er að ekki einungis stjórn og bankastjóri þurfa að víkja heldur einnig fjármálaráðherra því hann ber fulla ábyrgð á sölunni. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Alþingi veitti fjármálaráðherra heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum frá 2012 og sérstakri heimild í fjárlögum fyrir árið 2022. Á hverjum tíma fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins í bönkunum. Það felst í eftirliti með framkvæmd eigendastefnu ríkisins og að fara með atkvæði ríkissjóðs á hluthafafundum. Þannig er sköpuð armslengd frá fjármálaráðherra sem handhafa hlutbréfa ríkisins í Íslandsbanka. Armslengdin nær alls ekki til sölu á eignarhluta ríkisins, enda seldi fjármálaráðherra hlutabréfin í Íslandsbanka, enginn annar. Á ábyrgð fjármálaráðherra var að tryggja að allur undirbúningur á sölunni væri þannig að lög yrðu ekki brotin og ekki síst að hann sem fjármálaráðherra bryti ekki lög sem seljandi ríkisbankans. Hvorugt var gert. Fjármálaráðherra stóð þannig að sölunni að hann seldi föður sínum hlut og vissi ekki hverjum hann var að selja, að eigin sögn. Ekki virtist gerð krafa um upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra félaga sem keyptu líkt, og lög kveða á um. Íbúðareiganda, sem selur íbúð sína, ber lagaskylda til að fá upplýsingar um raunverulega eigendur félaga sem vilja kaupa íbúð hans. Fjármálaeftirlit Seðlabanka (FME) rannsakaði einungis aðkomu Íslandsbanka að sölunni, ekki ábyrgð fjármálaráðherra. Sektin, 1,2 milljarða króna, er merki um að mikið sé að í yfirstjórn bankans. Það er á ábyrgð eiganda. Ég hef unnið í FME, efnahagsbrotadeild og hjá tveimur norrænum stórbönkum og aldrei kynnst öðru eins. FME segir í sáttinni að framkvæmd Íslandsbanka hafi verið áfátt í flestum skrefum útboðsins og fól hún í sér víðtæk og alvarleg brot bankans á skyldum samkvæmt lögum. Slíkir annmarkar bendi til þess að áhættumenning og stjórnarhættir bankans hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með lögum og reglum, né innri reglum og verklagi. FME telur að stjórn og bankastjóri hafi ekki tryggt að bankinn starfaði í samræmi við lög sem um starfsemina gilda eða að innri reglum bankans hafi verið fylgt. Þá hafi stjórn og bankastjóri ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun. Bankinn villti um fyrir Bankasýslunni, viðskiptavinir voru ranglega flokkaðir sem fagfjárfestar, greining á hagsmunaárekstrum vegna kaupa starfsmanna var ekki gerð, yfir 160 símtöl voru ekki hljóðrituð, viðskiptavinir voru hvattir til að skrá sig sem fagfjárfesta og þeir ranglega upplýstir að lágmarksboð væri 20 milljónir króna. Lægsta salan var á 1,1 milljón króna. Upplýsa þarf nú að fullu um hvernig fjármálaráðherra stóð að sölunni á Íslandsbanka. Það verður einungis gert með rannsóknarnefnd Alþingis. Ljóst er að ekki einungis stjórn og bankastjóri þurfa að víkja heldur einnig fjármálaráðherra því hann ber fulla ábyrgð á sölunni. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar