Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar 10. nóvember 2025 18:00 Sjálfbærni hefur átt undir högg að sækja árið 2025. Afnám regluverks í stórum lögsögum fellir niður opinbera hvata til grænna fjárfestinga. Stefnur stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum leggja nú aukna áherslu á þolgæði, auðlindaöryggi og að tryggja samkeppnisstöðu til skamms tíma, stundum á kostnað langtíma sjálfbærniskuldbindinga. Við þessar aðstæður er mikilvægt að stjórnendur í íslensku atvinnulífi láti ekki deigan síga. Þvert á móti - nú gildir að standa vörð um það sem raunverulega skiptir máli. Bakslagið í sjálfbærni er raunverulegt. Í Bandaríkjunum er verið að fella aftur úr gildi mikilvægt regluverk sem styður við grænu skiptin. Í Evrópusambandinu eru aðgerðir til að auka einfaldleika notaðar til að draga úr vægi krafna um þýðingarmikla UFS upplýsingagjöf og laga um áreiðanleikakannanir. Ástæðan er sögð vera að sjálfbærni sé of kostnaðarsöm. En þegar sjálfbærni er lýst sem dragbít á samkeppnishæfni er hvorki hugsað til langtíma né skammtímaárangurs. Að ganga af velli núna er að misskilja áskorunina og eðli fyrirtækjareksturs. Forysta í sjálfbærni merkir að ganga lengra en hlítni við lög og reglur kveður á um og að marka fyrirtækinu skýr grundvallargildi. Gildi eru vörður sem marka leiðina þegar ytri skilyrði breytast. Við slíkar aðstæður eru viðmið eins og hnattrænn samningur sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (UN Global Compact) og heimsmarkmiðin ómetanleg. Heimsmarkmiðin byggja á mannréttindum, atvinnurétti, umhverfisvernd og ráðstöfunum gegn spillingu og setja þannig fram grundvallargildi sem fyrirtæki geta horft til.Með því að staðsetja sig út frá slíkum gildum marka fyrirtæki sér menningu sem hefur dýpri merkingu en bara að uppfylla kröfur, menningu sem byggir á heilindum, þolgæði og langtíma stefnumörkun. Fyrir stjórnendur þýðir þetta í verki að: Leiða með því að skýra tilgang og gildi.Stjórnendur þurfa að greina skýrt frá því hvers vegna sjálfbærni skiptir máli. Sjálfbærni hjá fyrirtækinu snýst ekki um að hlíta lögum og reglum heldur um að grundvalla reksturinn á ákveðnum gildum. Þegar fyrirtæki innleiða heimsmarkmið í reksturinn verða þau vörður sem vísa leiðina á ólgutímum. Horfa lengra en til hlítni.Rekstur sem grundvallast á sterkum gildum eltir ekki hverja einustu ytri stefnubreytingu. Gildin halda fyrirtækinu á réttri braut þrátt fyrir breytilegt regluumhverfi. Þetta veitir mikilvæga vissu á umbrotatímum, við reglugerðarbreytingar og óstöðugleika á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki með sterk grundvallargildi eru þau sem eru að veðra einna best óvissuna sem einföldunarstefna ESB skapar þessa dagana. Leggja áherslu á þolgæði.Forysta í sjálfbærni merkir að gera ráð fyrir hinu óvænta, svo sem auðlindaþurrð, loftslagsáföllum, aðgerðasinnuðum haghöfum og breyttum væntingum viðskiptavina. Þegar fyrirtæki grundvallar reksturinn á sjálfbærniviðmiðum er auðveldara fyrir það að takast á við viðsnúning í regluumhverfinu eða mótvind á alþjóðasviðinu vegna þess að það treystir á eigin gildi, ekki einungis ytri hvata. Það er mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í litlu og opnu hagkerfi sem reiðir sig á milliríkjaviðskipti, nýsköpun og sterkt orðspor. Þegar óstöðugleiki einkennir ytra umhverfið, þegar alþjóðaleg samstaða um sjálfbærni veikist skapar skýr fyrirtækjamenning og forysta sem byggir á gildum klárt samkeppnisforskot. Íslensk fyrirtæki geta skapað sér slíka sérstöðu með því að taka forystuna út frá sterkum gildum, aðgerðum sem byggja á þessum gildum og með því að sýna að sjálfbærni er ekki bara tískufyrirbrigði heldur mikilvægt stefnumið. Afnám regluverks, spenna í alþjóðaviðskiptum og klofningur - það er ljóst að sjálfbærnistarf á undir högg að sækja í ár. En einmitt við slíkar aðstæður verður forysta í sjálfbærni svo mikilvæg. Það er ekki nóg að fara einfaldlega eftir lögum og reglum. Það sem skiptir máli núna er að fyrirtæki staðsetji sig út frá skýrum grundvallargildum sem endurspegla viðmið eins og heimsmarkmiðin, og starfi eftir þeim. Þegar bakslag verður í ytra umhverfinu og viðmið breytast eru það innri gildi sem varða veginn. Forysta sem byggir á sterkum gildum er ekki tískufyrirbrigði heldur stefna sem eflir þolgæði, traust og langtíma árangur. Og að lokum, þetta er ekki spurning um hvenær bakslaginu lýkur og sjálfbærni verður aftur í brennidepli, heldur hvort fyrirtækið þitt verði tilbúið þegar það gerist. Höfundur er prófessor við Copenhagen Business School. Andreas hefur um árabil veitt alþjóðlegum fyrirtækjum og stjórnvöldum ráðgjöf um innleiðingu ESG-stefnu og ábyrgan rekstur. Hann flutti nýlega erindi á 25 ára afmælisviðburði United Nations Global Compact sem UN Global Compact Ísland stóð fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni hefur átt undir högg að sækja árið 2025. Afnám regluverks í stórum lögsögum fellir niður opinbera hvata til grænna fjárfestinga. Stefnur stjórnvalda í alþjóðaviðskiptum leggja nú aukna áherslu á þolgæði, auðlindaöryggi og að tryggja samkeppnisstöðu til skamms tíma, stundum á kostnað langtíma sjálfbærniskuldbindinga. Við þessar aðstæður er mikilvægt að stjórnendur í íslensku atvinnulífi láti ekki deigan síga. Þvert á móti - nú gildir að standa vörð um það sem raunverulega skiptir máli. Bakslagið í sjálfbærni er raunverulegt. Í Bandaríkjunum er verið að fella aftur úr gildi mikilvægt regluverk sem styður við grænu skiptin. Í Evrópusambandinu eru aðgerðir til að auka einfaldleika notaðar til að draga úr vægi krafna um þýðingarmikla UFS upplýsingagjöf og laga um áreiðanleikakannanir. Ástæðan er sögð vera að sjálfbærni sé of kostnaðarsöm. En þegar sjálfbærni er lýst sem dragbít á samkeppnishæfni er hvorki hugsað til langtíma né skammtímaárangurs. Að ganga af velli núna er að misskilja áskorunina og eðli fyrirtækjareksturs. Forysta í sjálfbærni merkir að ganga lengra en hlítni við lög og reglur kveður á um og að marka fyrirtækinu skýr grundvallargildi. Gildi eru vörður sem marka leiðina þegar ytri skilyrði breytast. Við slíkar aðstæður eru viðmið eins og hnattrænn samningur sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti (UN Global Compact) og heimsmarkmiðin ómetanleg. Heimsmarkmiðin byggja á mannréttindum, atvinnurétti, umhverfisvernd og ráðstöfunum gegn spillingu og setja þannig fram grundvallargildi sem fyrirtæki geta horft til.Með því að staðsetja sig út frá slíkum gildum marka fyrirtæki sér menningu sem hefur dýpri merkingu en bara að uppfylla kröfur, menningu sem byggir á heilindum, þolgæði og langtíma stefnumörkun. Fyrir stjórnendur þýðir þetta í verki að: Leiða með því að skýra tilgang og gildi.Stjórnendur þurfa að greina skýrt frá því hvers vegna sjálfbærni skiptir máli. Sjálfbærni hjá fyrirtækinu snýst ekki um að hlíta lögum og reglum heldur um að grundvalla reksturinn á ákveðnum gildum. Þegar fyrirtæki innleiða heimsmarkmið í reksturinn verða þau vörður sem vísa leiðina á ólgutímum. Horfa lengra en til hlítni.Rekstur sem grundvallast á sterkum gildum eltir ekki hverja einustu ytri stefnubreytingu. Gildin halda fyrirtækinu á réttri braut þrátt fyrir breytilegt regluumhverfi. Þetta veitir mikilvæga vissu á umbrotatímum, við reglugerðarbreytingar og óstöðugleika á alþjóðavettvangi. Fyrirtæki með sterk grundvallargildi eru þau sem eru að veðra einna best óvissuna sem einföldunarstefna ESB skapar þessa dagana. Leggja áherslu á þolgæði.Forysta í sjálfbærni merkir að gera ráð fyrir hinu óvænta, svo sem auðlindaþurrð, loftslagsáföllum, aðgerðasinnuðum haghöfum og breyttum væntingum viðskiptavina. Þegar fyrirtæki grundvallar reksturinn á sjálfbærniviðmiðum er auðveldara fyrir það að takast á við viðsnúning í regluumhverfinu eða mótvind á alþjóðasviðinu vegna þess að það treystir á eigin gildi, ekki einungis ytri hvata. Það er mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki í litlu og opnu hagkerfi sem reiðir sig á milliríkjaviðskipti, nýsköpun og sterkt orðspor. Þegar óstöðugleiki einkennir ytra umhverfið, þegar alþjóðaleg samstaða um sjálfbærni veikist skapar skýr fyrirtækjamenning og forysta sem byggir á gildum klárt samkeppnisforskot. Íslensk fyrirtæki geta skapað sér slíka sérstöðu með því að taka forystuna út frá sterkum gildum, aðgerðum sem byggja á þessum gildum og með því að sýna að sjálfbærni er ekki bara tískufyrirbrigði heldur mikilvægt stefnumið. Afnám regluverks, spenna í alþjóðaviðskiptum og klofningur - það er ljóst að sjálfbærnistarf á undir högg að sækja í ár. En einmitt við slíkar aðstæður verður forysta í sjálfbærni svo mikilvæg. Það er ekki nóg að fara einfaldlega eftir lögum og reglum. Það sem skiptir máli núna er að fyrirtæki staðsetji sig út frá skýrum grundvallargildum sem endurspegla viðmið eins og heimsmarkmiðin, og starfi eftir þeim. Þegar bakslag verður í ytra umhverfinu og viðmið breytast eru það innri gildi sem varða veginn. Forysta sem byggir á sterkum gildum er ekki tískufyrirbrigði heldur stefna sem eflir þolgæði, traust og langtíma árangur. Og að lokum, þetta er ekki spurning um hvenær bakslaginu lýkur og sjálfbærni verður aftur í brennidepli, heldur hvort fyrirtækið þitt verði tilbúið þegar það gerist. Höfundur er prófessor við Copenhagen Business School. Andreas hefur um árabil veitt alþjóðlegum fyrirtækjum og stjórnvöldum ráðgjöf um innleiðingu ESG-stefnu og ábyrgan rekstur. Hann flutti nýlega erindi á 25 ára afmælisviðburði United Nations Global Compact sem UN Global Compact Ísland stóð fyrir.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun