Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2023 14:01 Victor Wembanyama ætlar að einbeita sér að því að undirbúa sig vel fyrir fyrsta tímabilið með San Antonio Spurs. AP/Darren Abate Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. Wembanyama var valinn fyrstur í nýliðavalinu á dögunum og þykir mesta efni sem hefur komið inn í deildina síðan að LeBron James var valinn. Victor Wembanyama has decided not to play for France in this summer's FIBA World Cup and will focus on preparing for his rookie season with the Spurs and next year's Paris Olympics, he told French newspaper L Equipe. https://t.co/kbdhoTBr6s— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 26, 2023 Frakkar unnu silfur á síðustu Ólympíuleikum og voru líklegir til afreka á HM í sumar ekki síst með Wembanyama innan borðs. Wembanyama mun spila með San Antonio Spurs í Sumardeildinni og einbeita sér að byggja sig upp fyrir átökin í NBA. „Það var ekki raunhæft að vera með vegna undirbúningsins fyrir tímabilið og það er heldur ekki skynsamlegt þegar kemur að heilsu minni,“ sagði Victor Wembanyama í viðtali við franska blaðið L'Equipe. „Ég vona að fólk skilji þetta. Þetta er líka pirrandi fyrir mig. Franska landsliðið er mér mikilvægt. Ég vil vinna eins marga titla og mögulegt er með liðinu. Ég held bara að þetta sé nauðsynleg fórn,“ sagði Wembanyama. Victor Wembanyama sagðist hafa tekið þessa ákvörðun einn eftir að hafa ráðfært sig við lækna sína en að San Antonio Spurs hafi ekki sett neina pressu á hann. Wembanyama spilaði 62 leiki með Boulogne-Levallois Metropolitans 92 á nýloknu tímabili en liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Ef hann hefði verið með á HM þá hefði hann mögulega spilað um 170 leiki á 24 mánuðum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) HM 2023 í körfubolta NBA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Wembanyama var valinn fyrstur í nýliðavalinu á dögunum og þykir mesta efni sem hefur komið inn í deildina síðan að LeBron James var valinn. Victor Wembanyama has decided not to play for France in this summer's FIBA World Cup and will focus on preparing for his rookie season with the Spurs and next year's Paris Olympics, he told French newspaper L Equipe. https://t.co/kbdhoTBr6s— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 26, 2023 Frakkar unnu silfur á síðustu Ólympíuleikum og voru líklegir til afreka á HM í sumar ekki síst með Wembanyama innan borðs. Wembanyama mun spila með San Antonio Spurs í Sumardeildinni og einbeita sér að byggja sig upp fyrir átökin í NBA. „Það var ekki raunhæft að vera með vegna undirbúningsins fyrir tímabilið og það er heldur ekki skynsamlegt þegar kemur að heilsu minni,“ sagði Victor Wembanyama í viðtali við franska blaðið L'Equipe. „Ég vona að fólk skilji þetta. Þetta er líka pirrandi fyrir mig. Franska landsliðið er mér mikilvægt. Ég vil vinna eins marga titla og mögulegt er með liðinu. Ég held bara að þetta sé nauðsynleg fórn,“ sagði Wembanyama. Victor Wembanyama sagðist hafa tekið þessa ákvörðun einn eftir að hafa ráðfært sig við lækna sína en að San Antonio Spurs hafi ekki sett neina pressu á hann. Wembanyama spilaði 62 leiki með Boulogne-Levallois Metropolitans 92 á nýloknu tímabili en liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Ef hann hefði verið með á HM þá hefði hann mögulega spilað um 170 leiki á 24 mánuðum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
HM 2023 í körfubolta NBA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira