Meirihlutinn gerir starfsmenn að blórabögglum Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 23. júní 2023 18:00 Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Síðan þá hafa Borgarfulltrúar þessara flokka nákvæmlega ekkert sagt sem kemst nálægt því að fordæma slík vinnubrögð. Heldur hefur orðræða þeirra snúist um að þetta sé starfsmannamál sem einskorðist við þetta tiltekna starfsfólk og því sé réttast að halda áfram að kæfa alla umræðu um málið undir þeim formerkjum að hlífa þessum tveimur starfsmönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru engar líkur á því að tveir einstaklingar sem ráða sig á Mannréttinda- og lýðræðissvið myndu taka upp á því að skipulega hindra lýðræðið í framkvæmd í íbúaráði, án undangenginnar hvatningar þess efnis frá öðrum yfirmönnum og samstarfsfólki. Að reyna að halda öðru fram er ekki bara fráleitt, heldur líka ljótt gagnvart starfsmönnunum sem eiga í hlut. Í stað þess að fordæma vinnustaðarmenninguna sem fyrirskipar starfsfólki að reyna að kæfa óþægileg mál ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að firra sig allri ábyrgð og skella skuldinni alfarið á þessa tvo einstaklinga. Sem kemur ekki á óvart enda má öllum vera ljóst að þessi kúltur á uppruna sinn að rekja til þeirra stjórnmálamanna meirihlutans sem hafa síðasta áratug, trekk í trekk, sent embættismenn til að svara fyrir mál sem borgarfulltrúarnir sjálfir bera pólitíska ábyrgð á. Eftir höfðinu dansa limirnir Að gefnu tilefni þessa atviks í íbúaráðinu reyndum við sjálfstæðismenn að fá umræðu um þessa vinnustaðarmenningu á dagskrá síðasta borgarstjórnarfundar. Þá vorum við beðin um að færa umræðuna frekar á borð Borgarráðs þar sem hún færi þá fram á bak við luktar dyr því þetta væri starfsmannamál. Við lögðum til umræðurnar svo að æðsta vald borgarinnar, Borgarstjórn, gæti sameinast um að vinnubrögð af þessum toga og vinnustaðarmenningin sem þau tilheyra mætti ekki líðast. Að því gefnu að meirihlutinn tæki í sama streng ákváðum við að sýna þeim liðleika og féllumst á að færa umræðuna í Borgarráð. Síðan hafa viðbrögð meirihlutans verið allt önnur en þau að vilja tækla rót vandans. Borgarfulltrúi Pírata svo gott sem afneitaði því að það væri eitthvað vandamál til staðar í tengslum við íbúaráðin og samkvæmt nýjustu fréttum var gengið svo langt í Borgarráði að ritskoða bókanir minnihlutans við umræðuna og reyna banna þær. Ég veit ekki hvað öskrar meira að þöggunarmenning ríki frá toppi til táar Reykjavíkurborgar en einmitt þessi viðbrögð. Því kemur ekki á óvart að þau skuli kasta þessum tveimur starfsmönnum algjörlega undir lestina frekar en að gangast við því að ekki sé allt með felldu. Sorglegar afleiðingar þöggunarmenningar Undanfarin ár hef ég sjálf og kollegar mínir fengið alls konar ábendingar frá fólki innan kerfisins um að það sé eins konar óskrifuð regla að reyna smætta eða ýta til hliðar málum sem kunna vera óþægileg fyrir meirihlutann. Góð kvörtun1 er gulls ígildi en það sorglega við þessi vinnubrögð er að í stað þess að nýta þessi mál til að knýja fram nauðsynlegar breytingar í þágu framfara og betri árangurs í hverjum málaflokki fyrir sig, þá eru þessi mál kæfð í þágu þess að halda ástandinu óbreyttu. Afleiðingin er stöðnun og glötuð tækifæri. Því hef ég í huga að gera að tillögu minni að þetta atvik og aðdragandi þess sé sendur til nánari skoðunar Innri endurskoðanda borgarinnar í þeirri viðleitni að bæta úr þessu. Vilji borgarfulltrúar meirihlutans raunverulega styðja við starfsfólkið sem á í hlut gangast þeir við að þessi vinnubrögð séu afsprengi stærri vanda innan borgarinnar. Allt annað gagnast einungis þeim stjórnmálamönnum sem sjá hag sinn í því að drepa málum á dreif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Síðan þá hafa Borgarfulltrúar þessara flokka nákvæmlega ekkert sagt sem kemst nálægt því að fordæma slík vinnubrögð. Heldur hefur orðræða þeirra snúist um að þetta sé starfsmannamál sem einskorðist við þetta tiltekna starfsfólk og því sé réttast að halda áfram að kæfa alla umræðu um málið undir þeim formerkjum að hlífa þessum tveimur starfsmönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru engar líkur á því að tveir einstaklingar sem ráða sig á Mannréttinda- og lýðræðissvið myndu taka upp á því að skipulega hindra lýðræðið í framkvæmd í íbúaráði, án undangenginnar hvatningar þess efnis frá öðrum yfirmönnum og samstarfsfólki. Að reyna að halda öðru fram er ekki bara fráleitt, heldur líka ljótt gagnvart starfsmönnunum sem eiga í hlut. Í stað þess að fordæma vinnustaðarmenninguna sem fyrirskipar starfsfólki að reyna að kæfa óþægileg mál ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að firra sig allri ábyrgð og skella skuldinni alfarið á þessa tvo einstaklinga. Sem kemur ekki á óvart enda má öllum vera ljóst að þessi kúltur á uppruna sinn að rekja til þeirra stjórnmálamanna meirihlutans sem hafa síðasta áratug, trekk í trekk, sent embættismenn til að svara fyrir mál sem borgarfulltrúarnir sjálfir bera pólitíska ábyrgð á. Eftir höfðinu dansa limirnir Að gefnu tilefni þessa atviks í íbúaráðinu reyndum við sjálfstæðismenn að fá umræðu um þessa vinnustaðarmenningu á dagskrá síðasta borgarstjórnarfundar. Þá vorum við beðin um að færa umræðuna frekar á borð Borgarráðs þar sem hún færi þá fram á bak við luktar dyr því þetta væri starfsmannamál. Við lögðum til umræðurnar svo að æðsta vald borgarinnar, Borgarstjórn, gæti sameinast um að vinnubrögð af þessum toga og vinnustaðarmenningin sem þau tilheyra mætti ekki líðast. Að því gefnu að meirihlutinn tæki í sama streng ákváðum við að sýna þeim liðleika og féllumst á að færa umræðuna í Borgarráð. Síðan hafa viðbrögð meirihlutans verið allt önnur en þau að vilja tækla rót vandans. Borgarfulltrúi Pírata svo gott sem afneitaði því að það væri eitthvað vandamál til staðar í tengslum við íbúaráðin og samkvæmt nýjustu fréttum var gengið svo langt í Borgarráði að ritskoða bókanir minnihlutans við umræðuna og reyna banna þær. Ég veit ekki hvað öskrar meira að þöggunarmenning ríki frá toppi til táar Reykjavíkurborgar en einmitt þessi viðbrögð. Því kemur ekki á óvart að þau skuli kasta þessum tveimur starfsmönnum algjörlega undir lestina frekar en að gangast við því að ekki sé allt með felldu. Sorglegar afleiðingar þöggunarmenningar Undanfarin ár hef ég sjálf og kollegar mínir fengið alls konar ábendingar frá fólki innan kerfisins um að það sé eins konar óskrifuð regla að reyna smætta eða ýta til hliðar málum sem kunna vera óþægileg fyrir meirihlutann. Góð kvörtun1 er gulls ígildi en það sorglega við þessi vinnubrögð er að í stað þess að nýta þessi mál til að knýja fram nauðsynlegar breytingar í þágu framfara og betri árangurs í hverjum málaflokki fyrir sig, þá eru þessi mál kæfð í þágu þess að halda ástandinu óbreyttu. Afleiðingin er stöðnun og glötuð tækifæri. Því hef ég í huga að gera að tillögu minni að þetta atvik og aðdragandi þess sé sendur til nánari skoðunar Innri endurskoðanda borgarinnar í þeirri viðleitni að bæta úr þessu. Vilji borgarfulltrúar meirihlutans raunverulega styðja við starfsfólkið sem á í hlut gangast þeir við að þessi vinnubrögð séu afsprengi stærri vanda innan borgarinnar. Allt annað gagnast einungis þeim stjórnmálamönnum sem sjá hag sinn í því að drepa málum á dreif.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun