Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Meike Witt og Birta Flókadóttir skrifa 23. júní 2023 16:31 Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. Við gerðum okkur svo sem grein fyrir því að þetta yrði enginn „gentilmen“ fundur en um leið og í salinn var komið fann maður fyrir því hvað andrúmsloft var þrungið og beinlínis hatursfull. Áður en matvælaráðherra gekk í fyrsta skiptið í pontu var byrjað að baula á hana. Einn „fyndinn“ fundarmaður ætlaði að rétta henni beinlínis „pokann sinn“. Þótt fundarstjórinn hefði beðið um að fólk sýndi kurteisa framkomu, þurfti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ekki mikið að gefa tóninn til að setja stemminguna. Greinilegt var að það átti að „kenna kerlingunni“ hver ræður hér! En fundurinn fór nú á annan veg. Svandis stóð rökföst, örugg og skýr á sínu máli. Útskýrði lögin, allar tafir á afgreiðslu og áframhaldandi vinnu innan ráðuneytisins á meðan hvalveiðum er frestað. Hún hækkaði aldrei róminn sama hvaða dónaskap hún þyrfti að mæta. Hún svaraði öllum spurningum með kurteisi þó að henni væri sagt að pakka saman og fara heim. Það var svo greinilegt að fundarmenn ætluðu að beinlinis þvinga hana að afturkalla þessa frestun veiða. Þetta var ekki umræða þar sem skipast átti á rökum og sjónarmiðum – nei hér átti bara að „berja konu sem veit ekkert“ til hlýðni. Hér var „freki karlinn“ mættur sem er vanur að fá sínu framgengt, að fá bara reglugerðum breytt til að sinna sínu grimma hobbý, að veiða hvali - bara af því bara. Staðreyndir eru þannig: Skýrsla Mast sem var unnin af beiðni Matvælaráðuneytis sýnir að hvalveiðar eru ómannúðlegar. Fagráð um velferð dýra sem hefur lögbundið hlutverk að veita umsókn í málum dýravelferða kemur að þeirri niðurstöður að ekki sé hægt að framkvæma hvalveiðar á þann hátt að þær standist lög um velferð dýra. Dýralæknafélag Íslands taldi að þau gögn sem koma fram í skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum við Ísland 2022, sýna svo ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax. Skýrsla Dr Eddu Elisabetar Magúsdóttur sýnir hvað hvalir eru mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar. Fyrir okkur sem sátum fundinn var svo greinilegt að hér var ekki bara dýravelferð sett á oddinn. Hér var mættur her karla með hnefann á lofti að verja hagsmuna Kristjáns Loftssonar sem fjármagnar tap hvalaveiða með öðru af því að hann getur það. Af því að hann hefur komist upp með það. Af því að hann hefur stjórnmálamenn í vasanum. Af því að hann er karlmaður sem gerir bara það sem honum sýnist. Á móti stóð Svandís og varði dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Sem varði málleysingja með lögum. Sem lagði fram rök og vísindi á móti framiköllum og dónaskap. Það er augljóst að fast verði sótt að Svandísi núna. Við skorum hér með á konur (og alla karla sem þora!) sama hvaða flokk þær kjósa eða styðja að standa með Svandísi í þessari baráttu sem hún stendur nú í. Því þetta snýst ekki bara um dýravelferð. Þetta snýst líka um að standa upp fyrir grunngildi sín þó að stormur blási á móti. Að standa upp fyrir þá sem kunna ekki að verja sig sjálf, að standa með málleysingjum sem eiga sér ekki annan málsvara en stjórnvöld. Svandís Svavarsdóttir er hugrakkur matvælarráðherra og löggjafinn hefur falið henni að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hún hefur. Þegar ríkur karl ætlaði að virkja Gullfoss stóð ung bóndakona að nafni Sigríður Tómasdóttir upp á móti peningaveldinu. Á sínum tíma var hún álitin skrýtin og að standa á móti uppbyggingu. Mörgum árum seinna reisti kvenfélag á heimasklóðum hennar minnisvarða um hana. Það eru ekki bara dómstólar sem dæma, tíminn gerir það líka. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. Við gerðum okkur svo sem grein fyrir því að þetta yrði enginn „gentilmen“ fundur en um leið og í salinn var komið fann maður fyrir því hvað andrúmsloft var þrungið og beinlínis hatursfull. Áður en matvælaráðherra gekk í fyrsta skiptið í pontu var byrjað að baula á hana. Einn „fyndinn“ fundarmaður ætlaði að rétta henni beinlínis „pokann sinn“. Þótt fundarstjórinn hefði beðið um að fólk sýndi kurteisa framkomu, þurfti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ekki mikið að gefa tóninn til að setja stemminguna. Greinilegt var að það átti að „kenna kerlingunni“ hver ræður hér! En fundurinn fór nú á annan veg. Svandis stóð rökföst, örugg og skýr á sínu máli. Útskýrði lögin, allar tafir á afgreiðslu og áframhaldandi vinnu innan ráðuneytisins á meðan hvalveiðum er frestað. Hún hækkaði aldrei róminn sama hvaða dónaskap hún þyrfti að mæta. Hún svaraði öllum spurningum með kurteisi þó að henni væri sagt að pakka saman og fara heim. Það var svo greinilegt að fundarmenn ætluðu að beinlinis þvinga hana að afturkalla þessa frestun veiða. Þetta var ekki umræða þar sem skipast átti á rökum og sjónarmiðum – nei hér átti bara að „berja konu sem veit ekkert“ til hlýðni. Hér var „freki karlinn“ mættur sem er vanur að fá sínu framgengt, að fá bara reglugerðum breytt til að sinna sínu grimma hobbý, að veiða hvali - bara af því bara. Staðreyndir eru þannig: Skýrsla Mast sem var unnin af beiðni Matvælaráðuneytis sýnir að hvalveiðar eru ómannúðlegar. Fagráð um velferð dýra sem hefur lögbundið hlutverk að veita umsókn í málum dýravelferða kemur að þeirri niðurstöður að ekki sé hægt að framkvæma hvalveiðar á þann hátt að þær standist lög um velferð dýra. Dýralæknafélag Íslands taldi að þau gögn sem koma fram í skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum við Ísland 2022, sýna svo ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax. Skýrsla Dr Eddu Elisabetar Magúsdóttur sýnir hvað hvalir eru mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar. Fyrir okkur sem sátum fundinn var svo greinilegt að hér var ekki bara dýravelferð sett á oddinn. Hér var mættur her karla með hnefann á lofti að verja hagsmuna Kristjáns Loftssonar sem fjármagnar tap hvalaveiða með öðru af því að hann getur það. Af því að hann hefur komist upp með það. Af því að hann hefur stjórnmálamenn í vasanum. Af því að hann er karlmaður sem gerir bara það sem honum sýnist. Á móti stóð Svandís og varði dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Sem varði málleysingja með lögum. Sem lagði fram rök og vísindi á móti framiköllum og dónaskap. Það er augljóst að fast verði sótt að Svandísi núna. Við skorum hér með á konur (og alla karla sem þora!) sama hvaða flokk þær kjósa eða styðja að standa með Svandísi í þessari baráttu sem hún stendur nú í. Því þetta snýst ekki bara um dýravelferð. Þetta snýst líka um að standa upp fyrir grunngildi sín þó að stormur blási á móti. Að standa upp fyrir þá sem kunna ekki að verja sig sjálf, að standa með málleysingjum sem eiga sér ekki annan málsvara en stjórnvöld. Svandís Svavarsdóttir er hugrakkur matvælarráðherra og löggjafinn hefur falið henni að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hún hefur. Þegar ríkur karl ætlaði að virkja Gullfoss stóð ung bóndakona að nafni Sigríður Tómasdóttir upp á móti peningaveldinu. Á sínum tíma var hún álitin skrýtin og að standa á móti uppbyggingu. Mörgum árum seinna reisti kvenfélag á heimasklóðum hennar minnisvarða um hana. Það eru ekki bara dómstólar sem dæma, tíminn gerir það líka. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ).
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun