Þjóðin vaknaði og nú er komið að stjórnvöldum Ellen Kristjánsdóttir skrifar 23. júní 2023 11:30 Flest þekkjum við einhvern sem hefur orðið fíkn að bráð. Fíknin fer ekki í manngreinarálit og því er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Sum ánetjast ung og önnur jafnvel á gamalsaldri. Þau sem leita sér meðferðar hafa oftast einlægan vilja til að snúa við blaðinu en því miður er málið ekki alltaf svo einfalt. Í samfélaginu er nokkuð almenn sátt um nauðsyn þess að styðja við meðferðarúrræði og hjálpa sjúklingum að komast aftur inn í samfélagið. Hins vegar hefur verið talsverður vandræðagangur í málefnum sem varða þau sem ekki ná bata og festast í hinum harða heimi neyslunnar. Enginn ætlar sér að fara þangað. Þar snýst allt um næsta skammt því fráhvörfin eru óbærileg og allt er reynt til að forðast þau. Í mörgum tilfellum kemur sprautan til sögunnar, með allri þeirri auknu hættu sem slíkri neyslu fylgir. Skaðaminnkunarstarfsemi Rauða krossins hefur undanfarin ár verið ómetanlegt ljós í tilveru þeirra verst settu í þessum hópi. Grundvallarmarkmið skaðaminnkunar er að halda fólki á lífi og koma í veg fyrir óafturkræfan skaða sem hlotist getur af vímuefnanotkun, en ekki að koma í veg fyrir notkunina sjálfa. Þetta felst t.d. í eftirliti með notkun vímuefnanna og viðbrögðum ef hættuleg einkenni gera vart við sig. Boðið er upp á hreinar sprautur og nálar og þjálfað starfsfólk mætir skjólstæðingum með hlýlegu og fordómalausu viðmóti. Nefúðinn Naloxone fæst líka án endurgjalds, en hann bjargar lífi þeirra sem hafa tekið of stóran skammt af ópíóíðalyfjum, sem og strimlar til að athuga styrkleika lyfjanna eða hvort óvænt efni leynist í þeim. Skjólstæðingar geta líka fengið næringu, sálrænan stuðning, hlý föt og fleira. Í mars 2022 opnaði Rauði krossinn nýtt neyslurými, Ylju. Um tilraunaverkefni til eins árs var að ræða og það lokaði í mars á þessu ári. Tryggð hefur verið áframhaldandi fjármögnun fyrir rekstur rýmisins, en það skortir húsnæði. Síðan rýminu var lokað hafa sýkingar af völdum vímuefnanotknunar í æð rokið upp, með tilheyrandi álagi og kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Sömu þróun má sjá í nágrannalöndum okkar. Dæmin sanna að þar sem dregið er úr skaðaminnkandi þjónustu eykst álag á aðra þætti heilbrigðiskerfisins og dauðsföllum fjölgar. Neyslurými koma ekki í stað meðferðar. Í draumaheimi myndu öll fara í meðferð og læknast, en því miður er það ekki svo. Sum geta ekki hætt, sama hversu djúpt sem þau virðast sokkin og þurfa bara björgunarhring til að halda lífi og eiga von. Meðferð og skaðaminnkun eru ekki andstæður. Skaðaminnkun hvetur ekki til aukinnar neyslu heldur bætir lísgæði þeirra sem lifa með fíkn og dregur þar með úr ýmsum samfélagslegum skaða. Mannslíf eru í húfi. Á hverju strandar? Tónleikarnir „Vaknaðu!“ voru nýlega haldnir í Hörpu og sendir út á RÚV til þess að vekja athygli á þeirri hræðilegu staðreynd að fjöldi ungs fólks hefur látist af völdum ópíóíðalyfja á undanförnum mánuðum. Í tengslum við tónleikana var efnt til söfnunar til styrktar Rauða krossinum og starfsemi hans á sviði forvarna og skaðaminnkunar. Árangurinn fór fram úr björtustu vonum. Þjóðin vaknaði svo sannarlega og fylkti sér á bak við þetta þarfa málefni. Rauði krossinn hefur þar með fengið fjármagn til að sinna áfram sínu góða starfi um sinn en til þess að hægt verði að halda áfram af fullum krafti vantar aðeins staðsetningu fyrir 200 fermetra neyslurými. Húsnæðið er þegar fyrir hendi (í formi gáma) og fjármagnið er til staðar, en nú bíðum við öll eftir viðbrögðum stjórnvalda, sem enn hafa ekki brugðist við óskum um heppilega staðsetningu. Stungið hefur verið upp á ýmsum stöðum sem ekki þarfnast grenndarkynningar, til dæmis auðri lóð við Skúlagötu þar sem engar framkvæmdir eru ráðgerðar fyrr en 2028. Engin svör hafa borist, enn sem komið er. Mannslíf eru í húfi. Á hverju strandar? Höfundur er söngkona og einn skipuleggjenda tónleikanna Vaknaðu!. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Flest þekkjum við einhvern sem hefur orðið fíkn að bráð. Fíknin fer ekki í manngreinarálit og því er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Sum ánetjast ung og önnur jafnvel á gamalsaldri. Þau sem leita sér meðferðar hafa oftast einlægan vilja til að snúa við blaðinu en því miður er málið ekki alltaf svo einfalt. Í samfélaginu er nokkuð almenn sátt um nauðsyn þess að styðja við meðferðarúrræði og hjálpa sjúklingum að komast aftur inn í samfélagið. Hins vegar hefur verið talsverður vandræðagangur í málefnum sem varða þau sem ekki ná bata og festast í hinum harða heimi neyslunnar. Enginn ætlar sér að fara þangað. Þar snýst allt um næsta skammt því fráhvörfin eru óbærileg og allt er reynt til að forðast þau. Í mörgum tilfellum kemur sprautan til sögunnar, með allri þeirri auknu hættu sem slíkri neyslu fylgir. Skaðaminnkunarstarfsemi Rauða krossins hefur undanfarin ár verið ómetanlegt ljós í tilveru þeirra verst settu í þessum hópi. Grundvallarmarkmið skaðaminnkunar er að halda fólki á lífi og koma í veg fyrir óafturkræfan skaða sem hlotist getur af vímuefnanotkun, en ekki að koma í veg fyrir notkunina sjálfa. Þetta felst t.d. í eftirliti með notkun vímuefnanna og viðbrögðum ef hættuleg einkenni gera vart við sig. Boðið er upp á hreinar sprautur og nálar og þjálfað starfsfólk mætir skjólstæðingum með hlýlegu og fordómalausu viðmóti. Nefúðinn Naloxone fæst líka án endurgjalds, en hann bjargar lífi þeirra sem hafa tekið of stóran skammt af ópíóíðalyfjum, sem og strimlar til að athuga styrkleika lyfjanna eða hvort óvænt efni leynist í þeim. Skjólstæðingar geta líka fengið næringu, sálrænan stuðning, hlý föt og fleira. Í mars 2022 opnaði Rauði krossinn nýtt neyslurými, Ylju. Um tilraunaverkefni til eins árs var að ræða og það lokaði í mars á þessu ári. Tryggð hefur verið áframhaldandi fjármögnun fyrir rekstur rýmisins, en það skortir húsnæði. Síðan rýminu var lokað hafa sýkingar af völdum vímuefnanotknunar í æð rokið upp, með tilheyrandi álagi og kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Sömu þróun má sjá í nágrannalöndum okkar. Dæmin sanna að þar sem dregið er úr skaðaminnkandi þjónustu eykst álag á aðra þætti heilbrigðiskerfisins og dauðsföllum fjölgar. Neyslurými koma ekki í stað meðferðar. Í draumaheimi myndu öll fara í meðferð og læknast, en því miður er það ekki svo. Sum geta ekki hætt, sama hversu djúpt sem þau virðast sokkin og þurfa bara björgunarhring til að halda lífi og eiga von. Meðferð og skaðaminnkun eru ekki andstæður. Skaðaminnkun hvetur ekki til aukinnar neyslu heldur bætir lísgæði þeirra sem lifa með fíkn og dregur þar með úr ýmsum samfélagslegum skaða. Mannslíf eru í húfi. Á hverju strandar? Tónleikarnir „Vaknaðu!“ voru nýlega haldnir í Hörpu og sendir út á RÚV til þess að vekja athygli á þeirri hræðilegu staðreynd að fjöldi ungs fólks hefur látist af völdum ópíóíðalyfja á undanförnum mánuðum. Í tengslum við tónleikana var efnt til söfnunar til styrktar Rauða krossinum og starfsemi hans á sviði forvarna og skaðaminnkunar. Árangurinn fór fram úr björtustu vonum. Þjóðin vaknaði svo sannarlega og fylkti sér á bak við þetta þarfa málefni. Rauði krossinn hefur þar með fengið fjármagn til að sinna áfram sínu góða starfi um sinn en til þess að hægt verði að halda áfram af fullum krafti vantar aðeins staðsetningu fyrir 200 fermetra neyslurými. Húsnæðið er þegar fyrir hendi (í formi gáma) og fjármagnið er til staðar, en nú bíðum við öll eftir viðbrögðum stjórnvalda, sem enn hafa ekki brugðist við óskum um heppilega staðsetningu. Stungið hefur verið upp á ýmsum stöðum sem ekki þarfnast grenndarkynningar, til dæmis auðri lóð við Skúlagötu þar sem engar framkvæmdir eru ráðgerðar fyrr en 2028. Engin svör hafa borist, enn sem komið er. Mannslíf eru í húfi. Á hverju strandar? Höfundur er söngkona og einn skipuleggjenda tónleikanna Vaknaðu!.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun