Fötluð ungmenni og tækifærin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. júní 2023 11:01 Væntingarnar Undanfarin misseri hefur sannarlega verið tilefni til að fyllast bjartsýni um að okkur ætli að takast að rétta af óréttlætið sem fötluð ungmenni eru beitt endurtekið ár eftir ár. Háskólaráðherra hefur talað hátt og skýrt fyrir bættum tækifærum fatlaðs fólks til menntunar og velsæld er sett í forgang í störfum menntamálaráðherra. Velsæld allra og bætt aðgengi að námi fyrir öll hefur verið mantran sem mörg voru farin að leyfa sér að treysta. Allt er þetta hvetjandi og peppandi fyrir okkur sem störfum við það alla daga að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks. En ekki síður er hið svo kallaða pepp að ná til fötluðu ungmennanna sem eyja von í hjarta um að nú þurfi ekkert að óttast því öll fái loksins tækifæri sem vilja til að velja sér framhaldsskóla eða velja að halda áfram að mennta sig að honum loknum innan Háskóla Íslands sem hingað til hefur verið settar þær skorður að þurfa að velja og hafna úr þó fámennum hópi umsækjenda sem stíga það skref að ætla að sækja sér frekari menntun. Og svo kom vorið og vonbrigðin Í kringum 40 ungmenni voru sett í þá stöðu að fá svarið við skólavist í framhaldsskóla þetta vorið að því miður væri ekki hægt að verða við óskum um val 1 né val 2 um skóla. Því miður var ekki gert ráð fyrir þér innan menntakerfisins okkar sem lögum samkvæmt skal vera fyrir öll. Tugir ungmenna fengu ekkert val og bíða enn úrlausna sinna mála þrátt fyrir að þeim sé gert að sækja um mikið fyrr en önnur ungmenni að maður skyldi ætla til þess að tryggja skólavist í tíma. 16 ungmenni sóttu um starfstengt diplómanám sem Háskóli Ísland býður fötluðum ungmennum með þroskaskerðingar upp á. Allt tal ráðherra háskólanna bauð á endanum upp á tækifæri fyrir 8 ungmenni í það eftirsótta og eina nám sem í boði er á háskólastigi fyrir fatlað fólk með þroskaskerðingar. 8 ungmenni sitja eftir með sárt ennið með brostnar vonir og úrræðaleysi kerfisins í fanginu. Tækifærin þetta árið voru ekki þeirra. Á sama tíma og öll önnur ungmenni hafa valið og endalaus tækifæri til að sækja sér menntun eru skilaboðin til þeirra sem sitja eftir einfaldlega að ekki þótti mikilvægt að fjárfesta, eins og það er kallað, í þeirra framtíð. Höfundur er verkefnastjóri við samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Væntingarnar Undanfarin misseri hefur sannarlega verið tilefni til að fyllast bjartsýni um að okkur ætli að takast að rétta af óréttlætið sem fötluð ungmenni eru beitt endurtekið ár eftir ár. Háskólaráðherra hefur talað hátt og skýrt fyrir bættum tækifærum fatlaðs fólks til menntunar og velsæld er sett í forgang í störfum menntamálaráðherra. Velsæld allra og bætt aðgengi að námi fyrir öll hefur verið mantran sem mörg voru farin að leyfa sér að treysta. Allt er þetta hvetjandi og peppandi fyrir okkur sem störfum við það alla daga að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks. En ekki síður er hið svo kallaða pepp að ná til fötluðu ungmennanna sem eyja von í hjarta um að nú þurfi ekkert að óttast því öll fái loksins tækifæri sem vilja til að velja sér framhaldsskóla eða velja að halda áfram að mennta sig að honum loknum innan Háskóla Íslands sem hingað til hefur verið settar þær skorður að þurfa að velja og hafna úr þó fámennum hópi umsækjenda sem stíga það skref að ætla að sækja sér frekari menntun. Og svo kom vorið og vonbrigðin Í kringum 40 ungmenni voru sett í þá stöðu að fá svarið við skólavist í framhaldsskóla þetta vorið að því miður væri ekki hægt að verða við óskum um val 1 né val 2 um skóla. Því miður var ekki gert ráð fyrir þér innan menntakerfisins okkar sem lögum samkvæmt skal vera fyrir öll. Tugir ungmenna fengu ekkert val og bíða enn úrlausna sinna mála þrátt fyrir að þeim sé gert að sækja um mikið fyrr en önnur ungmenni að maður skyldi ætla til þess að tryggja skólavist í tíma. 16 ungmenni sóttu um starfstengt diplómanám sem Háskóli Ísland býður fötluðum ungmennum með þroskaskerðingar upp á. Allt tal ráðherra háskólanna bauð á endanum upp á tækifæri fyrir 8 ungmenni í það eftirsótta og eina nám sem í boði er á háskólastigi fyrir fatlað fólk með þroskaskerðingar. 8 ungmenni sitja eftir með sárt ennið með brostnar vonir og úrræðaleysi kerfisins í fanginu. Tækifærin þetta árið voru ekki þeirra. Á sama tíma og öll önnur ungmenni hafa valið og endalaus tækifæri til að sækja sér menntun eru skilaboðin til þeirra sem sitja eftir einfaldlega að ekki þótti mikilvægt að fjárfesta, eins og það er kallað, í þeirra framtíð. Höfundur er verkefnastjóri við samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun