Clark hélt McIlroy í skefjum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 07:30 Wyndham Clark fagnaði sigri á risamóti í fyrsta sinn. Richard Heathcote/Getty Images Wyndham Clark tryggði sér sigur á Opna bandaríska risamótinu í golfi, US Open, í nótt. Hann kláraði fjórða og seinasta hringinn á pari og endaði því samtals á tíu höggum undir pari, einu höggi á undan Norður-Íranum Rory McIlroy sem hafnaði í öðru sæti. McIlroy, sem situr æi þriðja sæti heimslistans í golfi, var að leita að sínum fyrsta sigri á risamóti síðan árið 2014, en Clark hafði ekki enn fagnað sigri á risamóti. Bandaríkjamaðurinn Clark var með þriggja högga forystu á McIlroy að 14 holum loknum á lokahringnum sem hófst í gær, en tveir skollar í röð á 15. og 16. holu hleyptu spennu í leikinn. Clark hélt þó haus á seinustu tveim holum mótsins, náði pari á þeim báðum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti á ferlinum. A major breakthrough! 🏆@Wyndham_Clark is the 123rd #USOpen champion! pic.twitter.com/1ufXwSAU7D— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2023 Clark kláraði hringina fjóra á samtals 270 höggum, tíu höggum undir pari vallarins. Eins og áður segir varð McIlroy annar á níu höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hafnaði þriðji á sjö höggum undir pari. Methafarnir Ricky Fowler og Xander Schauffele náðu ekki að halda flugi eftir fyrsta hring mótsins þar sem þeir kláruðu holurnar 18 á nýju mótsmeti þegar þeir léku báðir á 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler lék fjórða hringinn í gær á 75 höggum og endar á fimm höggum undir pari í fimmta sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Scauffele og þrír aðrir kylfingar enda í tíunda sæti á samtals þremur höggum undir pari. Opna bandaríska Golf Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira
McIlroy, sem situr æi þriðja sæti heimslistans í golfi, var að leita að sínum fyrsta sigri á risamóti síðan árið 2014, en Clark hafði ekki enn fagnað sigri á risamóti. Bandaríkjamaðurinn Clark var með þriggja högga forystu á McIlroy að 14 holum loknum á lokahringnum sem hófst í gær, en tveir skollar í röð á 15. og 16. holu hleyptu spennu í leikinn. Clark hélt þó haus á seinustu tveim holum mótsins, náði pari á þeim báðum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti á ferlinum. A major breakthrough! 🏆@Wyndham_Clark is the 123rd #USOpen champion! pic.twitter.com/1ufXwSAU7D— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2023 Clark kláraði hringina fjóra á samtals 270 höggum, tíu höggum undir pari vallarins. Eins og áður segir varð McIlroy annar á níu höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hafnaði þriðji á sjö höggum undir pari. Methafarnir Ricky Fowler og Xander Schauffele náðu ekki að halda flugi eftir fyrsta hring mótsins þar sem þeir kláruðu holurnar 18 á nýju mótsmeti þegar þeir léku báðir á 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler lék fjórða hringinn í gær á 75 höggum og endar á fimm höggum undir pari í fimmta sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Scauffele og þrír aðrir kylfingar enda í tíunda sæti á samtals þremur höggum undir pari.
Opna bandaríska Golf Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira