Golf

Fowler áfram í forystu á US Open

Siggeir Ævarsson skrifar
Fowler leiðir US Open, 11 undir pari þegar þetta er skrifað
Fowler leiðir US Open, 11 undir pari þegar þetta er skrifað vísir/getty

Rickie Fowler er enn í forystu á US Open, 11 undir pari þegar þetta er skrifað, en hann hefur spilað átta holur af öðrum hring sínum á mótinu. Wyndham Clark og Rory McIlroy gera sig þó líklega til að ógna honum.

Clark og McIlroy hafa báðir lokið leik í dag og fóru hringinn báðir á 67 höggum. Clark er í öðru sæti, níu höggum undir pari og McIlroy kemur í humátt á eftir, 8 höggum undir pari.

Það er nóg eftir af mótinu og staðan á toppnum gæti því breyst töluvert, en Rickie Fowler hefur farið virkilega vel af stað og er þessa stundina þremur undir pari, og búinn að fara fimm holur af átta á „birdie“. Ef hann heldur áfram á sömu braut mun hann leiða áfram í lok dags.

Í gær fór Matthieu Pavon holu í höggi og Matt Fitzpatrick lét ekki sitt eftir liggja og fór holu í höggi á 15. braut.

Stöðuna eins og hún er núna má sjá hér að neðan. Hún mun væntanlega taka einhverjum breytingum í nótt þegar kylfingarnir klára sína hringa hver á fætur öðrum.


Tengdar fréttir

128 ára met slegið tvisvar með 22 mínútna millibili á US Open

Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler átti sannkallaðan draumahring á US Open í kvöld þegar hann fór völlinn á 62 höggum. Var þetta í fyrsta sinn í 128 ára sögu mótsins sem kylfingi tekst að klára völlinn á færri en 63 höggum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×