Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið Alexandra Briem skrifar 16. júní 2023 15:00 Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu. Þetta hlaðborð er liður í því að gera gögn borgarinnar aðgengilegri og auka þannig gagnsæi og möguleika íbúa á að taka þátt í umræðunni og kynna sér málefni borgarinnar. En því er auðvitað líka ætlað að gefa lifandi upplýsingar um það sem er að gerast. Til dæmis er hægt að fylgjast með því í gegnum Gagnahlaðborðið hversu margir gestir eru í sundlaugum hverju sinni, hvað er langt í næsta kjörstað, eða hver sé íbúafjöldinn í mismunandi hverfum. Með þessu er verið að skapa mikilvægt virði fyrir íbúa og einfalda fólki lífið um leið. Þetta er líka stuðningur við lýðræðislegt eftirlitshlutverk fjölmiðla. Þarna er líka hægt að sjá opin fjármál borgarinnar og setja í samhengi, t.d. er hægt að bera saman hvaða sundlaugar skili mestum sölutekjum, hversu mikið fé fari í greiðslur vegna fjárhagsstuðning til framfærslu milli ára eða bera saman kolefnislosun í borginni milli ára. Píratar leggja alla áherslu á lýðræði og gagnsæi og undanfarin ár hefur borgin verið á þeirri vegferð að gera gögn borgarinnar aðgengilegri, skiljanlegri og uppflettanleg.Gagnahlaðborðið er stór partur af þeirri vegferð. Til þess hefur verið lyft grettistaki í uppfærslu stafrænna innviða og kerfa í sviðum borgarinnar og þeim verið gert kleift að tala saman og lesa gögn hvers annars. Það er líka mikilvægt að í þessu kerfi er hægt að sækja gögnin og nýta þau, til dæmis við rannsóknir eða nýsköpun. Upplýsingagjöf til almennings er lykilatriði í upplýstu samtali og virku lýðræði. Það er einn af meginþáttum lýðræðisstefnu borgarinnar. Gagnahlaðborðið er ekki lokapunktur, en það er sannarlega bæði stórt og mikilvægt skref, og hér er hægt að skoða það. Höfundur er formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Borgarstjórn Reykjavík Stafræn þróun Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu. Þetta hlaðborð er liður í því að gera gögn borgarinnar aðgengilegri og auka þannig gagnsæi og möguleika íbúa á að taka þátt í umræðunni og kynna sér málefni borgarinnar. En því er auðvitað líka ætlað að gefa lifandi upplýsingar um það sem er að gerast. Til dæmis er hægt að fylgjast með því í gegnum Gagnahlaðborðið hversu margir gestir eru í sundlaugum hverju sinni, hvað er langt í næsta kjörstað, eða hver sé íbúafjöldinn í mismunandi hverfum. Með þessu er verið að skapa mikilvægt virði fyrir íbúa og einfalda fólki lífið um leið. Þetta er líka stuðningur við lýðræðislegt eftirlitshlutverk fjölmiðla. Þarna er líka hægt að sjá opin fjármál borgarinnar og setja í samhengi, t.d. er hægt að bera saman hvaða sundlaugar skili mestum sölutekjum, hversu mikið fé fari í greiðslur vegna fjárhagsstuðning til framfærslu milli ára eða bera saman kolefnislosun í borginni milli ára. Píratar leggja alla áherslu á lýðræði og gagnsæi og undanfarin ár hefur borgin verið á þeirri vegferð að gera gögn borgarinnar aðgengilegri, skiljanlegri og uppflettanleg.Gagnahlaðborðið er stór partur af þeirri vegferð. Til þess hefur verið lyft grettistaki í uppfærslu stafrænna innviða og kerfa í sviðum borgarinnar og þeim verið gert kleift að tala saman og lesa gögn hvers annars. Það er líka mikilvægt að í þessu kerfi er hægt að sækja gögnin og nýta þau, til dæmis við rannsóknir eða nýsköpun. Upplýsingagjöf til almennings er lykilatriði í upplýstu samtali og virku lýðræði. Það er einn af meginþáttum lýðræðisstefnu borgarinnar. Gagnahlaðborðið er ekki lokapunktur, en það er sannarlega bæði stórt og mikilvægt skref, og hér er hægt að skoða það. Höfundur er formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun