Enn ein áætlunin í skúffuna Grímur Atlason skrifar 16. júní 2023 11:01 Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætluninni. Það sorglega er að allir vissu að nær engir peningar yrðu settir í þessa áætlun. Bara hrein og tær sýndarmennska. Þetta er auðvitað afleitt en sýnir forgangsröðunina svart á hvítu: Geðheilbrigðismál eru því miður afgangsstærð og hafa verið um langt árabil - það þarf ekki annað en að horfa til aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum 2016 til 2020 til að finna sambærilegar vanefndir. Áætlanir í geðheilbrigðismálum virðast fyrst og fremst vera tímasóun og vanvirðing við okkur öll og ekki síst þau sem þurfa að takast á við geðrænar áskoranir. Afleiðingar geðrænna áskoranna eru allt um kring í samfélaginu: Fíkn, örorka, vanvirkni, skólaforðun, atvinnuleysi, fordómar, sambandsslit, brottfall úr skólum, fátækt, einangrun, jaðarsetning, ofbeldi, sjálfsskaði, ótímabær dauðsföll og svo mætti lengi telja. Nær öll okkar orka og fjármagn í geðheilbrigðismálum fer því miður í að kljást við þessar afleiðingar en nær ekkert er sett í orsakirnar. Aðgerðaáætlunin, sem samþykkt var í þinginu í síðustu viku, var skref í þá átt að vinna meira með orsakaþætti en áður hefur verið gert. Það eru því enn meiri vonbrigði að enn og aftur samþykki Alþingi ófjármagnaðar aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Fyrir nokkrum vikum var bent á nöturlegar staðreyndir í tengslum við ótímabær dauðaföll vegna sjálfskaða. Voru dauðsföll barna og ungs fólks vegna sjálfsvíga og ofskömmtunar lyfja alveg sérstaklega sláandi. Tugir einstaklinga hafa fallið fyrir eigin hendi eða vegna ofskömmtunar lyfja það sem af er ári. Til samanburðar hefur á sama tíma einn einstaklingur látist í bílslysi. Aðrar staðreyndir sem benda til þess að við séum á rangri leið er geðlyfjanotkun. Hér eru nokkur dæmi um þá uppgjöf og ráðaleysi sem virðist einkenna geðheilbrigðismálin á Íslandi: 15,7% þjóðarinnar tekur þunglyndislyf. 47% fleiri en í Svíþjóð og 127% fleiri en í Noregi. 3,5% barna á aldrinum 0 til 14 ára tekur þunglyndislyf en það er 1740% fleiri en í Danmörku og 2400% fleiri en í Noregi. 16,2% ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára tekur þunglyndislyf en það er 318% fleiri en í Noregi og 305% fleiri en í Danmörku. Árið 2013 tóku 0,95% barna á aldrinum 6 til 17 ára svefn og róandi lyf, árið 2022 var hlutfallið 6,2%. Það er aukning upp á 551%. Árið 2013 tóku 2,5% barna á aldrinum 6 til 17 ára þunglyndislyf, árið 2022 var hlutfallið 5,3%. Það er aukning upp á 110%. Það er kominn tími á að geðheilbrigðismál verði raunverulega sett á oddinn. Að ríkisstjórn, Alþingi og sveitarstjórnir færi málaflokkinn úr afgangsflokki í forgangsflokk. Afleiðingar þess að gera ekkert og slá hlutunum endalaust á frest eru svo sannarlega farnar að bíta fast. Við verðum að bregðast við! Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætluninni. Það sorglega er að allir vissu að nær engir peningar yrðu settir í þessa áætlun. Bara hrein og tær sýndarmennska. Þetta er auðvitað afleitt en sýnir forgangsröðunina svart á hvítu: Geðheilbrigðismál eru því miður afgangsstærð og hafa verið um langt árabil - það þarf ekki annað en að horfa til aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum 2016 til 2020 til að finna sambærilegar vanefndir. Áætlanir í geðheilbrigðismálum virðast fyrst og fremst vera tímasóun og vanvirðing við okkur öll og ekki síst þau sem þurfa að takast á við geðrænar áskoranir. Afleiðingar geðrænna áskoranna eru allt um kring í samfélaginu: Fíkn, örorka, vanvirkni, skólaforðun, atvinnuleysi, fordómar, sambandsslit, brottfall úr skólum, fátækt, einangrun, jaðarsetning, ofbeldi, sjálfsskaði, ótímabær dauðsföll og svo mætti lengi telja. Nær öll okkar orka og fjármagn í geðheilbrigðismálum fer því miður í að kljást við þessar afleiðingar en nær ekkert er sett í orsakirnar. Aðgerðaáætlunin, sem samþykkt var í þinginu í síðustu viku, var skref í þá átt að vinna meira með orsakaþætti en áður hefur verið gert. Það eru því enn meiri vonbrigði að enn og aftur samþykki Alþingi ófjármagnaðar aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Fyrir nokkrum vikum var bent á nöturlegar staðreyndir í tengslum við ótímabær dauðaföll vegna sjálfskaða. Voru dauðsföll barna og ungs fólks vegna sjálfsvíga og ofskömmtunar lyfja alveg sérstaklega sláandi. Tugir einstaklinga hafa fallið fyrir eigin hendi eða vegna ofskömmtunar lyfja það sem af er ári. Til samanburðar hefur á sama tíma einn einstaklingur látist í bílslysi. Aðrar staðreyndir sem benda til þess að við séum á rangri leið er geðlyfjanotkun. Hér eru nokkur dæmi um þá uppgjöf og ráðaleysi sem virðist einkenna geðheilbrigðismálin á Íslandi: 15,7% þjóðarinnar tekur þunglyndislyf. 47% fleiri en í Svíþjóð og 127% fleiri en í Noregi. 3,5% barna á aldrinum 0 til 14 ára tekur þunglyndislyf en það er 1740% fleiri en í Danmörku og 2400% fleiri en í Noregi. 16,2% ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára tekur þunglyndislyf en það er 318% fleiri en í Noregi og 305% fleiri en í Danmörku. Árið 2013 tóku 0,95% barna á aldrinum 6 til 17 ára svefn og róandi lyf, árið 2022 var hlutfallið 6,2%. Það er aukning upp á 551%. Árið 2013 tóku 2,5% barna á aldrinum 6 til 17 ára þunglyndislyf, árið 2022 var hlutfallið 5,3%. Það er aukning upp á 110%. Það er kominn tími á að geðheilbrigðismál verði raunverulega sett á oddinn. Að ríkisstjórn, Alþingi og sveitarstjórnir færi málaflokkinn úr afgangsflokki í forgangsflokk. Afleiðingar þess að gera ekkert og slá hlutunum endalaust á frest eru svo sannarlega farnar að bíta fast. Við verðum að bregðast við! Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun