„Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2023 22:53 Agnar Sverrisson, yfirmatreiðslumeistari á Moss í Bláa lóninu, er stoltur af því að veitingastaðurinn Moss sé nú kominn með Michelin-stjörnu. Veitingastaðirnir Dill og Óx fá að halda sínum Michelin-stjörnum og á verðlaunahátíð Michelin í Finnlandi í gærkvöldi fékk veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu stjörnuna eftirsóttu í fyrsta sinn. Agnar Sverrisson yfirmatreiðslumeistari á Moss var nýlentur á Íslandi þegar fréttastofa fékk að hitta á hann á veitingastaðnum og kom hann beint frá Keflavík. Hann sótti verðlaunahátíðina í Turku, elstu borg Finnlands, þar sem meðal annars Íslendingar elduðu og reiddu fram mat fyrir hátíðargesti. Agnar hefur áður fengið Michelin-stjörnu en aldrei fyrir veitingastað á Íslandi fyrr en nú. Hann var á sínum tíma fyrsti Íslendingurinn sem fékk þann heiður að hljóta stjörnuna eftirsóttu. „Ég var með Michelin-stjörnu í tíu ár úti í Bretlandi og síðan kom ég hingað heim 2020 og er að fá hana núna aftur og í þetta sinn fyrir fyrir Bláa lónið, sem er frábært fyrir alla.“ Agnar sagði að stjarnan hefði mikla þýðingu fyrir hann en líka allt teymið á veitingastaðnum enda væri starfsfólkið fagmenn fram í fingurgóma. Breytir þetta einhverju fyrir staðinn? Sérðu fyrir þér að það verði aukin aðsókn? „Það er nú yfirleitt alltaf fullt hérna hvort eð er en auðvitað breytir þetta heilmiklu. Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu. Það er náttúrulega gríðarleg viðurkenning; öll umgjörðin og allt en auðvitað er þetta mér heiður. Þetta er bara frábært.“ Nú ertu kominn með stjörnuna og þá þarf að halda henni. Er það ekkert kvíðvænlegt? „Jú,jú það er kvíðvænlegt en við getum þetta alveg sko. Við gerum bara það sem við erum búin að vera að gera og reynum að gera það enn betur og þá hlýtur þetta að verða í lagi.“ Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides. En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt? „Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“ Matur Menning Veitingastaðir Íslendingar erlendis Michelin Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02 Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Agnar Sverrisson yfirmatreiðslumeistari á Moss var nýlentur á Íslandi þegar fréttastofa fékk að hitta á hann á veitingastaðnum og kom hann beint frá Keflavík. Hann sótti verðlaunahátíðina í Turku, elstu borg Finnlands, þar sem meðal annars Íslendingar elduðu og reiddu fram mat fyrir hátíðargesti. Agnar hefur áður fengið Michelin-stjörnu en aldrei fyrir veitingastað á Íslandi fyrr en nú. Hann var á sínum tíma fyrsti Íslendingurinn sem fékk þann heiður að hljóta stjörnuna eftirsóttu. „Ég var með Michelin-stjörnu í tíu ár úti í Bretlandi og síðan kom ég hingað heim 2020 og er að fá hana núna aftur og í þetta sinn fyrir fyrir Bláa lónið, sem er frábært fyrir alla.“ Agnar sagði að stjarnan hefði mikla þýðingu fyrir hann en líka allt teymið á veitingastaðnum enda væri starfsfólkið fagmenn fram í fingurgóma. Breytir þetta einhverju fyrir staðinn? Sérðu fyrir þér að það verði aukin aðsókn? „Það er nú yfirleitt alltaf fullt hérna hvort eð er en auðvitað breytir þetta heilmiklu. Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu. Það er náttúrulega gríðarleg viðurkenning; öll umgjörðin og allt en auðvitað er þetta mér heiður. Þetta er bara frábært.“ Nú ertu kominn með stjörnuna og þá þarf að halda henni. Er það ekkert kvíðvænlegt? „Jú,jú það er kvíðvænlegt en við getum þetta alveg sko. Við gerum bara það sem við erum búin að vera að gera og reynum að gera það enn betur og þá hlýtur þetta að verða í lagi.“ Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides. En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt? „Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“
Matur Menning Veitingastaðir Íslendingar erlendis Michelin Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02 Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02
Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48