Pæling um lokaeinkunnir Ragnar Þór Pétursson skrifar 9. júní 2023 16:00 Í skólum á að ástunda fjölbreytt námsmat. Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku). Þessi bókstafur hefur fjölmargar merkingar. Samkvæmt námskrá (sem á að ráða) á hann að tákna tiltekna lýsingu á námsmanni - og munurinn á B nemanda og C nemanda er afskaplega óljós (yfirleitt bara eitt atviks- eða lýsingarorð). Hugsunin var líka sú að bókstafurinn raðaði nemendum í tilgreindan fjölda flokka, jafn marga og nemendum er raðað í á Pisa-prófunum og á samræmdu prófunum (RIP). Loks á bókstafurinn að tákna mat á því hvort nemandi skuli fara í viðkomandi fag á fyrsta eða öðru hæfniþrepi í framhaldsskóla. Fari hann á fyrsta þrep er hann eins og við flest, sem fórum í fjögurra ára framhaldsskóla, en fari hann á annað hæfniþrep hoppar hann yfir fyrsta áfanga viðkomandi fags. Til að tákna að nemandinn ráði við það á að gefa honum B. B+ og A er svo einungis hægt að skilja á annan af tveimur háttum. Með því að sauma fleiri atviks- og lýsingarorðum í lýsinguna á nemandanum (Hann les rosa, svaka, ofsalega lipurt) eða með því að segja að hann sé svo miklu betri en allir aðrir nemendur að rétt sé að sérmerkja hann. En það breytir samt engu um það að hann fer að fást við sömu áfanga og sá sem fær B. Síðast – og allra síst – nota nokkrir framhaldsskólar bókstafina til að fleyta rjómann af nemendahópnum til þess að tryggja að nemendahópurinn þeirra sé örugglega nógu stórkostlegur. Er þá yfirleitt ekki litið við C nemendum nema í algjörum undantekningatilfellum og A er það sem öllu skiptir. Allan tíunda bekk er síðan nánast allur bráðgeri hluti árgangsins í okkar landshluta meira og minna sturlaður af áhyggjum yfir því hvort hann komist í hóp útvalinna – hvort ekki sé öruggt að nógu margir verði lélegri en þeir til þess að þeir hljóti náð fyrir vali vinsælustu framhaldsskólanna. Þannig verður einn skitinn bókstafur að verðmætri vöru. Tíu ára nám er niðursoðið í eina tilviljanakennda lýsingu og tilgangur náms horast niður í ómerkilegasta hismi.Þessu þarf að hætta. Þessir örfáu skólar sem treysta sér helst ekki til að kenna venjulegu fólki þurfa að átta sig á því að þeir eru að skaða samfélag sitt - og fletja úr nám í landinu. Þannig hamla þeir þroskamöguleikum nemenda sinna og vinna gegn frumskyldu skóla. Réttast væri að leggja niður B+ og A. Láta nægja að sýna hvort nemandi uppfylli inntökuskilyrði framhaldsskólans. Ef það er ekki nóg fyrir einhverja skóla og þeir vilja ólmir fleyta einhvern rjóma ofan af ættu þeir að sjá um það sjálfir, halda inntökupróf eða nota inntökuferli þar sem þeir nemendur sem vilja geta sýnt sín spil. Það ferli ætti að vera gegnsætt og sanngjarnt og ólíkt núverandi kerfi ættu drengir ekki að fá þar afslátt út á kynferði sitt. Það ætti samt að athuga í slíku ferli hvað er á bak við bókstafinn. Reyna að kynnast gítarsnillingnum sem situr heima og plokkar upp Pink Floyd af hljómplötum, unga eldhuganum sem í uppreisn neitar að skrifa ufsilon - og er frumlegri hugsuður en við öll, lesblinda dugnaðarforrkinum sem bítur í skjaldarrendur og ræðst stöðugt á fjallið og er svo listrænn að það mætti halda að það rynni olíumálning í æðum hans, unga fiðlusnillingnum sem í laumi leggur Bach á hilluna og spilar þungarokk. Það þarf ekki alltaf að reyna að troða úlfaldanum gegnum nálaraugu. Þá á enginn sérstakt erindi gegnum slík augu og það er engin sérstök dyggð að passa þar í gegn. Við eigum að hætta þessu rugli - og leyfa börnum að útskrifast úr grunnskóla án þess að tilvist þeirra sé smættuð niður í yfirborðskennda stafrófsröð – sem segir sáralítið um það hvað þau geta eða munu gera í framtíðinni. Höfundur er kennari. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í skólum á að ástunda fjölbreytt námsmat. Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku). Þessi bókstafur hefur fjölmargar merkingar. Samkvæmt námskrá (sem á að ráða) á hann að tákna tiltekna lýsingu á námsmanni - og munurinn á B nemanda og C nemanda er afskaplega óljós (yfirleitt bara eitt atviks- eða lýsingarorð). Hugsunin var líka sú að bókstafurinn raðaði nemendum í tilgreindan fjölda flokka, jafn marga og nemendum er raðað í á Pisa-prófunum og á samræmdu prófunum (RIP). Loks á bókstafurinn að tákna mat á því hvort nemandi skuli fara í viðkomandi fag á fyrsta eða öðru hæfniþrepi í framhaldsskóla. Fari hann á fyrsta þrep er hann eins og við flest, sem fórum í fjögurra ára framhaldsskóla, en fari hann á annað hæfniþrep hoppar hann yfir fyrsta áfanga viðkomandi fags. Til að tákna að nemandinn ráði við það á að gefa honum B. B+ og A er svo einungis hægt að skilja á annan af tveimur háttum. Með því að sauma fleiri atviks- og lýsingarorðum í lýsinguna á nemandanum (Hann les rosa, svaka, ofsalega lipurt) eða með því að segja að hann sé svo miklu betri en allir aðrir nemendur að rétt sé að sérmerkja hann. En það breytir samt engu um það að hann fer að fást við sömu áfanga og sá sem fær B. Síðast – og allra síst – nota nokkrir framhaldsskólar bókstafina til að fleyta rjómann af nemendahópnum til þess að tryggja að nemendahópurinn þeirra sé örugglega nógu stórkostlegur. Er þá yfirleitt ekki litið við C nemendum nema í algjörum undantekningatilfellum og A er það sem öllu skiptir. Allan tíunda bekk er síðan nánast allur bráðgeri hluti árgangsins í okkar landshluta meira og minna sturlaður af áhyggjum yfir því hvort hann komist í hóp útvalinna – hvort ekki sé öruggt að nógu margir verði lélegri en þeir til þess að þeir hljóti náð fyrir vali vinsælustu framhaldsskólanna. Þannig verður einn skitinn bókstafur að verðmætri vöru. Tíu ára nám er niðursoðið í eina tilviljanakennda lýsingu og tilgangur náms horast niður í ómerkilegasta hismi.Þessu þarf að hætta. Þessir örfáu skólar sem treysta sér helst ekki til að kenna venjulegu fólki þurfa að átta sig á því að þeir eru að skaða samfélag sitt - og fletja úr nám í landinu. Þannig hamla þeir þroskamöguleikum nemenda sinna og vinna gegn frumskyldu skóla. Réttast væri að leggja niður B+ og A. Láta nægja að sýna hvort nemandi uppfylli inntökuskilyrði framhaldsskólans. Ef það er ekki nóg fyrir einhverja skóla og þeir vilja ólmir fleyta einhvern rjóma ofan af ættu þeir að sjá um það sjálfir, halda inntökupróf eða nota inntökuferli þar sem þeir nemendur sem vilja geta sýnt sín spil. Það ferli ætti að vera gegnsætt og sanngjarnt og ólíkt núverandi kerfi ættu drengir ekki að fá þar afslátt út á kynferði sitt. Það ætti samt að athuga í slíku ferli hvað er á bak við bókstafinn. Reyna að kynnast gítarsnillingnum sem situr heima og plokkar upp Pink Floyd af hljómplötum, unga eldhuganum sem í uppreisn neitar að skrifa ufsilon - og er frumlegri hugsuður en við öll, lesblinda dugnaðarforrkinum sem bítur í skjaldarrendur og ræðst stöðugt á fjallið og er svo listrænn að það mætti halda að það rynni olíumálning í æðum hans, unga fiðlusnillingnum sem í laumi leggur Bach á hilluna og spilar þungarokk. Það þarf ekki alltaf að reyna að troða úlfaldanum gegnum nálaraugu. Þá á enginn sérstakt erindi gegnum slík augu og það er engin sérstök dyggð að passa þar í gegn. Við eigum að hætta þessu rugli - og leyfa börnum að útskrifast úr grunnskóla án þess að tilvist þeirra sé smættuð niður í yfirborðskennda stafrófsröð – sem segir sáralítið um það hvað þau geta eða munu gera í framtíðinni. Höfundur er kennari. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar