Siðferðinu kastað á bálið Þórarinn Eyfjörð skrifar 9. júní 2023 11:30 Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og starfsfólk sveitarfélaganna utan Reykjavíkur er nú í verkfalli um land allt og krefst sömu launa fyrir sömu störf – eðlilega. Enda er ekki nema sjálfsagt að starfsfélagar sem vinna sömu störf, oft hlið við hlið á sama vinnustaðnum, fái jafn mikið greitt fyrir sína vinnu. Það væri efni í margar greinar ef rekja ætti allar lagasetningarnar, samþykktir jafnréttisþinga ráðherra, átaksverkefnin og stefnumið stjórnmálaflokka sem fjalla um þá afdráttarlausu jafnréttiskröfu sem gerð er þegar kemur að réttindum á vinnumarkaði. Maður skyldi spyrja sig hvers vegna svo er komið, að Samband íslenskra sveitarfélaga vilji mismuna starfsfólki bæjar- og sveitarfélaga í launum? Af hverju horfast bæjar- og sveitarfélög ekki í augu við að það er ekki einungis óréttlátt og beinlínis heimskulegt að beita sér gegn sínu eigin starfsfólki með þessum hætti, heldur er það einnig siðferðilega rangt? „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra“ Gott siðferði gagnvart starfsfólki sínu felst í að tryggja jafnrétti í launum og að ekki séu teknar ákvarðanir sem framkalla ójafnrétti og mismunun í launum eins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gert gagnvart opinberum starfsmönnum sem halda uppi almannaþjónustunni hjá sveitarfélögunum. Óbilgirni er gott orð sem nær yfir þessa nauðhyggju. Það er vel hægt að breyta nútíðinni með því að leiðrétta mistök fortíðar. Í samfélagi manna hefur það oft verið talið styrkleikamerki að geta leiðrétt mistök, bætt fyrir misgjörðir sínar eða heimskulegar ákvarðanir – og finnast það sjálfsagt. Bæta fyrir það sem aflaga hefur farið með heiðarleika og velferð starfsfólksins að leiðarljósi. Það er hvorki umburðarlyndi né umhyggja sem fylgir þeim viðhorfum að mismuna fólki á lægstu laununum sem starfar í grunnþjónustu sveitarfélaganna, í þessu tilfelli utan Reykjavíkurborgar. Það er engin skynsemi í að segja blákalt við starfsfólk sitt: „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra. Nú skalt þú vera á lægri launum og okkur dettur ekki í hug að leiðrétta það.“ Slíkum viðhorfum fylgir ekki hár siðferðisþröskuldur, hvað þá aðrar dyggðir eins og sanngirni, umhyggja og heiðarleiki. Starfsmatið urðað Önnur hlið á þeirri kjaradeilu sem nú er uppi snýst um launamyndunarkerfið sem aðilar hafa samið um og á alltaf að tryggja jafnræði í launum fyrir sömu störf. Þetta kerfi kallast Starfsmat og um það var á sínum tíma gert sérstakt samkomulag. Sveitarfélögin voru jafnframt fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp þetta samræmda starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði að framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafn krefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttarfélagi. Nú hafa sveitarfélögin í einu vetfangi eyðilagt þann sanngirnisgrunn sem kerfið byggir á og er það í sjálfu sér merkileg aðgerð. Í ljósi þess að bæjar- og sveitarfélögin hafa urðað Starfsmatið á ruslahaug tapaðra vitsmuna, þá er tímabært fyrir stéttarfélögin í landinu (væntanlega hvert fyrir sig) að hefja undirbúning næstu kjarasamninga sem eiga að vera komnir á gott skrið eftir 2–3 mánuði. Það er vel hægt að leysa þann hnút sem kjaradeila BSRB og bæjar- og sveitarfélaga er í. Hnúturinn er í raun auðleysanlegur og liggur í svarinu við hvort siðferðið sé á réttum stað. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að starfsfólk bæjar- og sveitarfélaga getur ekki sætt sig við lægri laun fyrir sömu störf og vinnufélagar þeirra gegna. Krafa BSRB er í alla staði réttmæt, sanngjörn og siðleg. Kallað er eftir að þeir aðilar sem sannarlega eru í þeirri stöðu að geta látið gott af sér leiða, setji nú upp jafnréttisgleraugun og hafi velferð allra starfsmanna sinna að leiðarljósi. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og starfsfólk sveitarfélaganna utan Reykjavíkur er nú í verkfalli um land allt og krefst sömu launa fyrir sömu störf – eðlilega. Enda er ekki nema sjálfsagt að starfsfélagar sem vinna sömu störf, oft hlið við hlið á sama vinnustaðnum, fái jafn mikið greitt fyrir sína vinnu. Það væri efni í margar greinar ef rekja ætti allar lagasetningarnar, samþykktir jafnréttisþinga ráðherra, átaksverkefnin og stefnumið stjórnmálaflokka sem fjalla um þá afdráttarlausu jafnréttiskröfu sem gerð er þegar kemur að réttindum á vinnumarkaði. Maður skyldi spyrja sig hvers vegna svo er komið, að Samband íslenskra sveitarfélaga vilji mismuna starfsfólki bæjar- og sveitarfélaga í launum? Af hverju horfast bæjar- og sveitarfélög ekki í augu við að það er ekki einungis óréttlátt og beinlínis heimskulegt að beita sér gegn sínu eigin starfsfólki með þessum hætti, heldur er það einnig siðferðilega rangt? „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra“ Gott siðferði gagnvart starfsfólki sínu felst í að tryggja jafnrétti í launum og að ekki séu teknar ákvarðanir sem framkalla ójafnrétti og mismunun í launum eins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gert gagnvart opinberum starfsmönnum sem halda uppi almannaþjónustunni hjá sveitarfélögunum. Óbilgirni er gott orð sem nær yfir þessa nauðhyggju. Það er vel hægt að breyta nútíðinni með því að leiðrétta mistök fortíðar. Í samfélagi manna hefur það oft verið talið styrkleikamerki að geta leiðrétt mistök, bætt fyrir misgjörðir sínar eða heimskulegar ákvarðanir – og finnast það sjálfsagt. Bæta fyrir það sem aflaga hefur farið með heiðarleika og velferð starfsfólksins að leiðarljósi. Það er hvorki umburðarlyndi né umhyggja sem fylgir þeim viðhorfum að mismuna fólki á lægstu laununum sem starfar í grunnþjónustu sveitarfélaganna, í þessu tilfelli utan Reykjavíkurborgar. Það er engin skynsemi í að segja blákalt við starfsfólk sitt: „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra. Nú skalt þú vera á lægri launum og okkur dettur ekki í hug að leiðrétta það.“ Slíkum viðhorfum fylgir ekki hár siðferðisþröskuldur, hvað þá aðrar dyggðir eins og sanngirni, umhyggja og heiðarleiki. Starfsmatið urðað Önnur hlið á þeirri kjaradeilu sem nú er uppi snýst um launamyndunarkerfið sem aðilar hafa samið um og á alltaf að tryggja jafnræði í launum fyrir sömu störf. Þetta kerfi kallast Starfsmat og um það var á sínum tíma gert sérstakt samkomulag. Sveitarfélögin voru jafnframt fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp þetta samræmda starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði að framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafn krefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttarfélagi. Nú hafa sveitarfélögin í einu vetfangi eyðilagt þann sanngirnisgrunn sem kerfið byggir á og er það í sjálfu sér merkileg aðgerð. Í ljósi þess að bæjar- og sveitarfélögin hafa urðað Starfsmatið á ruslahaug tapaðra vitsmuna, þá er tímabært fyrir stéttarfélögin í landinu (væntanlega hvert fyrir sig) að hefja undirbúning næstu kjarasamninga sem eiga að vera komnir á gott skrið eftir 2–3 mánuði. Það er vel hægt að leysa þann hnút sem kjaradeila BSRB og bæjar- og sveitarfélaga er í. Hnúturinn er í raun auðleysanlegur og liggur í svarinu við hvort siðferðið sé á réttum stað. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að starfsfólk bæjar- og sveitarfélaga getur ekki sætt sig við lægri laun fyrir sömu störf og vinnufélagar þeirra gegna. Krafa BSRB er í alla staði réttmæt, sanngjörn og siðleg. Kallað er eftir að þeir aðilar sem sannarlega eru í þeirri stöðu að geta látið gott af sér leiða, setji nú upp jafnréttisgleraugun og hafi velferð allra starfsmanna sinna að leiðarljósi. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun