Markvörðurinn lagði hanskana á hilluna í september á síðasta ári eftir langan feril þar sem hann lék meðal annars með liðum á borð við Manchester United, West Bomwich Albion og Watford. Hann dustaði þó rykið af hönskunum í mars á þessu ári þegar símtalið frá Wrexham barst eftir að Rob Lainton, markvörður liðsins, meiddist.
Foster sló til og lék seinustu átta leiki tímabilsins með Wrexham þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu í gríðarlega mikilvægum 3-2 sigri gegn Notts County í toppslag utandeildarinnar. Með sigrinum náði Wrexham þriggja stiga forskoti á toppnum og tryggði sér í kjölfarið sæti í ensku D-deildinni.
Flestir gerðu svo ráð fyrir því að Foster myndi leggja hanskana aftur á hilluna góðu eftir tímabilið, en nú er orðið ljóst að hann ætlar að taka í það minnsta eitt tímabil í viðbót með liðinu sem hann var á láni hjá árið 2005, þá 22 ára gamall.
SIGNED | Ben Foster signs new one-year contract with Wrexham AFC
— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) June 9, 2023
🔴⚪ #WxmAFC | #OneMoreYear
Foster hefur sem áður segir leikið með liðum á borð við Manchester United, West Bromwich Albion og Watford, en hann á einnig að baki átta leiki fyrir enska landsliðið.