Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun Margaret J. Filardo skrifar 7. júní 2023 08:00 Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Þrátt fyrir margs konar tæknilegar lausnir til að auka líkur á að fiskar lifi af, og kostnað frá árinu 1980 upp á jafnvirði um þrjú þúsund milljarða íslenskra króna (20 milljarða bandaríkjadala) til að endurheimta laxastofna, er laxinn í Kólumbíufljóti enn í útrýmingarhættu og líkur á að hann deyi út. Í raun er það að fjarlægja stíflur í stórum stíl talin eina lausnin til verndar laxastofninum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Svo hvað er það sem fær stjórnendur Landsvirkjunar til að halda að fyrirtækið geti byggt Hvammsvirkjun án þess að hafa áhrif á fiskistofna Þjórsár? Hundruð þúsunda Atlantshafslaxa gengu áður úr Atlantshafinu upp ár Norður-Ameríku. Nú ganga aðeins fáeinir upp í ríkinu Maine og austurhluta Kanada og stofnarnir eru í útrýmingarhættu. Svipað er uppi á teningnum hjá öllum náttúrulegum Atlantshafsstofnum laxa, þeim sem hrygna á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku, staða þeirra allra er viðsjárverð. Vandamál þeirra ágerast með loftslagsbreytingum. Hækkandi hitastig, sem leiðir til aukins vatnsrennslis og breyttra rennslishátta, getur haft afgerandi áhrif á laxastofna þegar afleiðingar hlýnunar sjávar bætast við. Íslenskir laxastofnar marka nyrstu útbreiðslu laxastofna Atlantshafsins og hafa þeir því líklega aðlagað sig sérstaklega að einstakri jarðfræði Íslands. Ólíklegt þykir að hver og einn laxastofn sé algjörlega einangraður, heldur tengjast þeir innbyrðis með flakki einstaklinga á milli svæða. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og því munu ógnir sem að honum steðja samtímis ógna laxastofnum annars staðar á landinu og líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra þeirra gagnvart loftslagsbreytingum. Þá gæti álag á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi utan Íslands í hættu. Virkjun vatnsafls blómstraði á heimsvísu á síðari hluta 20. aldar, þegar vitneskja um hin gríðarlegu neikvæðu áhrif lá enn ekki fyrir. Í dag höfum við fulla vissu fyrir að vandamál tengd byggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana eru stórfelld og víðtæk. Áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum snúa ekki aðeins að laxastofni Þjórsár heldur einnig að vistkerfum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins í heild. Áform um Hvammsvirkjun verður að taka til alvarlegrar og gagngerrar endurskoðunar vegna áhættunnar sem hún skapar fyrir hina mikilvægu laxastofna. Margaret J. Filardo, Ph.D. Doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur (Supervisory Fish Biologist) við Fish Passage Center í Oregon Höfundur er sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum, þar sem gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska á vatnasvæðum Kólumbíufljótsins eru vaktaðar og rannsakaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Þrátt fyrir margs konar tæknilegar lausnir til að auka líkur á að fiskar lifi af, og kostnað frá árinu 1980 upp á jafnvirði um þrjú þúsund milljarða íslenskra króna (20 milljarða bandaríkjadala) til að endurheimta laxastofna, er laxinn í Kólumbíufljóti enn í útrýmingarhættu og líkur á að hann deyi út. Í raun er það að fjarlægja stíflur í stórum stíl talin eina lausnin til verndar laxastofninum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Svo hvað er það sem fær stjórnendur Landsvirkjunar til að halda að fyrirtækið geti byggt Hvammsvirkjun án þess að hafa áhrif á fiskistofna Þjórsár? Hundruð þúsunda Atlantshafslaxa gengu áður úr Atlantshafinu upp ár Norður-Ameríku. Nú ganga aðeins fáeinir upp í ríkinu Maine og austurhluta Kanada og stofnarnir eru í útrýmingarhættu. Svipað er uppi á teningnum hjá öllum náttúrulegum Atlantshafsstofnum laxa, þeim sem hrygna á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku, staða þeirra allra er viðsjárverð. Vandamál þeirra ágerast með loftslagsbreytingum. Hækkandi hitastig, sem leiðir til aukins vatnsrennslis og breyttra rennslishátta, getur haft afgerandi áhrif á laxastofna þegar afleiðingar hlýnunar sjávar bætast við. Íslenskir laxastofnar marka nyrstu útbreiðslu laxastofna Atlantshafsins og hafa þeir því líklega aðlagað sig sérstaklega að einstakri jarðfræði Íslands. Ólíklegt þykir að hver og einn laxastofn sé algjörlega einangraður, heldur tengjast þeir innbyrðis með flakki einstaklinga á milli svæða. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og því munu ógnir sem að honum steðja samtímis ógna laxastofnum annars staðar á landinu og líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra þeirra gagnvart loftslagsbreytingum. Þá gæti álag á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi utan Íslands í hættu. Virkjun vatnsafls blómstraði á heimsvísu á síðari hluta 20. aldar, þegar vitneskja um hin gríðarlegu neikvæðu áhrif lá enn ekki fyrir. Í dag höfum við fulla vissu fyrir að vandamál tengd byggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana eru stórfelld og víðtæk. Áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum snúa ekki aðeins að laxastofni Þjórsár heldur einnig að vistkerfum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins í heild. Áform um Hvammsvirkjun verður að taka til alvarlegrar og gagngerrar endurskoðunar vegna áhættunnar sem hún skapar fyrir hina mikilvægu laxastofna. Margaret J. Filardo, Ph.D. Doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur (Supervisory Fish Biologist) við Fish Passage Center í Oregon Höfundur er sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum, þar sem gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska á vatnasvæðum Kólumbíufljótsins eru vaktaðar og rannsakaðar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun