Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun Margaret J. Filardo skrifar 7. júní 2023 08:00 Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Þrátt fyrir margs konar tæknilegar lausnir til að auka líkur á að fiskar lifi af, og kostnað frá árinu 1980 upp á jafnvirði um þrjú þúsund milljarða íslenskra króna (20 milljarða bandaríkjadala) til að endurheimta laxastofna, er laxinn í Kólumbíufljóti enn í útrýmingarhættu og líkur á að hann deyi út. Í raun er það að fjarlægja stíflur í stórum stíl talin eina lausnin til verndar laxastofninum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Svo hvað er það sem fær stjórnendur Landsvirkjunar til að halda að fyrirtækið geti byggt Hvammsvirkjun án þess að hafa áhrif á fiskistofna Þjórsár? Hundruð þúsunda Atlantshafslaxa gengu áður úr Atlantshafinu upp ár Norður-Ameríku. Nú ganga aðeins fáeinir upp í ríkinu Maine og austurhluta Kanada og stofnarnir eru í útrýmingarhættu. Svipað er uppi á teningnum hjá öllum náttúrulegum Atlantshafsstofnum laxa, þeim sem hrygna á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku, staða þeirra allra er viðsjárverð. Vandamál þeirra ágerast með loftslagsbreytingum. Hækkandi hitastig, sem leiðir til aukins vatnsrennslis og breyttra rennslishátta, getur haft afgerandi áhrif á laxastofna þegar afleiðingar hlýnunar sjávar bætast við. Íslenskir laxastofnar marka nyrstu útbreiðslu laxastofna Atlantshafsins og hafa þeir því líklega aðlagað sig sérstaklega að einstakri jarðfræði Íslands. Ólíklegt þykir að hver og einn laxastofn sé algjörlega einangraður, heldur tengjast þeir innbyrðis með flakki einstaklinga á milli svæða. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og því munu ógnir sem að honum steðja samtímis ógna laxastofnum annars staðar á landinu og líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra þeirra gagnvart loftslagsbreytingum. Þá gæti álag á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi utan Íslands í hættu. Virkjun vatnsafls blómstraði á heimsvísu á síðari hluta 20. aldar, þegar vitneskja um hin gríðarlegu neikvæðu áhrif lá enn ekki fyrir. Í dag höfum við fulla vissu fyrir að vandamál tengd byggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana eru stórfelld og víðtæk. Áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum snúa ekki aðeins að laxastofni Þjórsár heldur einnig að vistkerfum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins í heild. Áform um Hvammsvirkjun verður að taka til alvarlegrar og gagngerrar endurskoðunar vegna áhættunnar sem hún skapar fyrir hina mikilvægu laxastofna. Margaret J. Filardo, Ph.D. Doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur (Supervisory Fish Biologist) við Fish Passage Center í Oregon Höfundur er sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum, þar sem gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska á vatnasvæðum Kólumbíufljótsins eru vaktaðar og rannsakaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Þrátt fyrir margs konar tæknilegar lausnir til að auka líkur á að fiskar lifi af, og kostnað frá árinu 1980 upp á jafnvirði um þrjú þúsund milljarða íslenskra króna (20 milljarða bandaríkjadala) til að endurheimta laxastofna, er laxinn í Kólumbíufljóti enn í útrýmingarhættu og líkur á að hann deyi út. Í raun er það að fjarlægja stíflur í stórum stíl talin eina lausnin til verndar laxastofninum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Svo hvað er það sem fær stjórnendur Landsvirkjunar til að halda að fyrirtækið geti byggt Hvammsvirkjun án þess að hafa áhrif á fiskistofna Þjórsár? Hundruð þúsunda Atlantshafslaxa gengu áður úr Atlantshafinu upp ár Norður-Ameríku. Nú ganga aðeins fáeinir upp í ríkinu Maine og austurhluta Kanada og stofnarnir eru í útrýmingarhættu. Svipað er uppi á teningnum hjá öllum náttúrulegum Atlantshafsstofnum laxa, þeim sem hrygna á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku, staða þeirra allra er viðsjárverð. Vandamál þeirra ágerast með loftslagsbreytingum. Hækkandi hitastig, sem leiðir til aukins vatnsrennslis og breyttra rennslishátta, getur haft afgerandi áhrif á laxastofna þegar afleiðingar hlýnunar sjávar bætast við. Íslenskir laxastofnar marka nyrstu útbreiðslu laxastofna Atlantshafsins og hafa þeir því líklega aðlagað sig sérstaklega að einstakri jarðfræði Íslands. Ólíklegt þykir að hver og einn laxastofn sé algjörlega einangraður, heldur tengjast þeir innbyrðis með flakki einstaklinga á milli svæða. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og því munu ógnir sem að honum steðja samtímis ógna laxastofnum annars staðar á landinu og líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra þeirra gagnvart loftslagsbreytingum. Þá gæti álag á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi utan Íslands í hættu. Virkjun vatnsafls blómstraði á heimsvísu á síðari hluta 20. aldar, þegar vitneskja um hin gríðarlegu neikvæðu áhrif lá enn ekki fyrir. Í dag höfum við fulla vissu fyrir að vandamál tengd byggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana eru stórfelld og víðtæk. Áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum snúa ekki aðeins að laxastofni Þjórsár heldur einnig að vistkerfum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins í heild. Áform um Hvammsvirkjun verður að taka til alvarlegrar og gagngerrar endurskoðunar vegna áhættunnar sem hún skapar fyrir hina mikilvægu laxastofna. Margaret J. Filardo, Ph.D. Doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur (Supervisory Fish Biologist) við Fish Passage Center í Oregon Höfundur er sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum, þar sem gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska á vatnasvæðum Kólumbíufljótsins eru vaktaðar og rannsakaðar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun