Vissulega lítið vit í slíkum samningi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. júní 2023 11:01 „Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Tilefni greinarskrifa Ólafs var hömlur á innflutningi á landbúnaðarvörum frá öðrum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), þá fyrst og fremst ríkjum Evrópusambandsins. Enn verri eru þó þær hömlur sem samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland ekki innan tollamúra Evrópusambandsins líkt og raunin væri innan þess. Hins vegar er landið innan regluverksmúra sambandsins en regluverk hefur í vaxandi mæli leyst tolla af hólmi sem helzta verkfærið til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur kostnaður og hátt flækjustig Fjölmörg dæmi eru um slíkar hömlur. Til að mynda kom þannig fram í máli Lovísu Jennýar Sigurðardóttur, markaðsstjóra hjá Innnes, á fundi á vegum Amerísk-íslenzka viðskiptaráðsins um árið að verulegur samdráttur hefði orðið á innflutningi fyrirtækisins á vörum frá Bandaríkjunum og færi minnkandi. Þannig hefði Innnes, sem á aðild að FA, til dæmis þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum ekki sízt vegna verulegs kostnaðar við aðkeypta ráðgjöf vegna þess að vörumerkingar í Evrópusambandinu, sem gilda hér á landi vegna aðildarinnar að EES, væru afar ólíkar því sem gerðist í Bandaríkjunum. Flækjustigið væri hátt að sögn Lovísu. Til að mynda væru dæmi um það að vörur væru bannaðar hér á landi samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem þó væri leyfilegt í öðrum vörum. Mikil vinna færi í að kanna slíkt og eins að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglurnar. Þegar Costco rak sig á EES-samninginn Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á aðild Íslands að EES-samningnum var ákveðið að verzlunin hér á landi yrði þess í stað útibú frá Bretland sem var enn innan Evrópusambandsins þegar ákvörðunin var tekin. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Ástæðan er ekki sízt regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Sem sagt minna vöruúrval og líklega dýrari vörur en ella. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Þar sem markmiðið með regluverki Evrópusambandsins er gjarnan að vernda framleiðslu innan þess fyrir samkeppni frá ríkjum utan þess í nafni meintrar neytendaverndar er það, líkt og markaðsstjóri Innnes kom réttilega inn á, oft innbyrðis órökrétt. Fríverzlun við Bandaríkin líklega útilokuð Við þetta má bæta að telja verður fríverzlunarsamning við Bandaríkin svo gott sem útilokaðan á meðan landið er aðili að EES-samningnum. Seint verður líklega fallizt á það í Washington að þarlendar vörur þurfi að uppfylla regluverk Evrópusambandsins, sem í gildi er hér á landi vegna hans, óbreytt. Með öðrum orðum er þannig vissulega lítið vit í samningi sem fyrir utan annað dregur úr aðgangi íslenzkra neytenda að matvörum og öðrum vörum á hagstæðu verði líkt og EES-samningurinn þó FA virðist einungis hafa áhyggjur af því í tilfelli EES en ekki þess mikla fjölda ríkja sem standa utan svæðisins. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið. Leið sem ríki heimsins fara allajafna þegar samið er um milliríkjaviðskipti og felur, ólíkt EES-samningnum, ekki í sér vaxandi framsal valds yfir eigin málum og hindranir í viðskiptum við aðra heimshluta. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skattar og tollar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Tilefni greinarskrifa Ólafs var hömlur á innflutningi á landbúnaðarvörum frá öðrum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), þá fyrst og fremst ríkjum Evrópusambandsins. Enn verri eru þó þær hömlur sem samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland ekki innan tollamúra Evrópusambandsins líkt og raunin væri innan þess. Hins vegar er landið innan regluverksmúra sambandsins en regluverk hefur í vaxandi mæli leyst tolla af hólmi sem helzta verkfærið til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur kostnaður og hátt flækjustig Fjölmörg dæmi eru um slíkar hömlur. Til að mynda kom þannig fram í máli Lovísu Jennýar Sigurðardóttur, markaðsstjóra hjá Innnes, á fundi á vegum Amerísk-íslenzka viðskiptaráðsins um árið að verulegur samdráttur hefði orðið á innflutningi fyrirtækisins á vörum frá Bandaríkjunum og færi minnkandi. Þannig hefði Innnes, sem á aðild að FA, til dæmis þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum ekki sízt vegna verulegs kostnaðar við aðkeypta ráðgjöf vegna þess að vörumerkingar í Evrópusambandinu, sem gilda hér á landi vegna aðildarinnar að EES, væru afar ólíkar því sem gerðist í Bandaríkjunum. Flækjustigið væri hátt að sögn Lovísu. Til að mynda væru dæmi um það að vörur væru bannaðar hér á landi samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem þó væri leyfilegt í öðrum vörum. Mikil vinna færi í að kanna slíkt og eins að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglurnar. Þegar Costco rak sig á EES-samninginn Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á aðild Íslands að EES-samningnum var ákveðið að verzlunin hér á landi yrði þess í stað útibú frá Bretland sem var enn innan Evrópusambandsins þegar ákvörðunin var tekin. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Ástæðan er ekki sízt regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Sem sagt minna vöruúrval og líklega dýrari vörur en ella. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Þar sem markmiðið með regluverki Evrópusambandsins er gjarnan að vernda framleiðslu innan þess fyrir samkeppni frá ríkjum utan þess í nafni meintrar neytendaverndar er það, líkt og markaðsstjóri Innnes kom réttilega inn á, oft innbyrðis órökrétt. Fríverzlun við Bandaríkin líklega útilokuð Við þetta má bæta að telja verður fríverzlunarsamning við Bandaríkin svo gott sem útilokaðan á meðan landið er aðili að EES-samningnum. Seint verður líklega fallizt á það í Washington að þarlendar vörur þurfi að uppfylla regluverk Evrópusambandsins, sem í gildi er hér á landi vegna hans, óbreytt. Með öðrum orðum er þannig vissulega lítið vit í samningi sem fyrir utan annað dregur úr aðgangi íslenzkra neytenda að matvörum og öðrum vörum á hagstæðu verði líkt og EES-samningurinn þó FA virðist einungis hafa áhyggjur af því í tilfelli EES en ekki þess mikla fjölda ríkja sem standa utan svæðisins. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið. Leið sem ríki heimsins fara allajafna þegar samið er um milliríkjaviðskipti og felur, ólíkt EES-samningnum, ekki í sér vaxandi framsal valds yfir eigin málum og hindranir í viðskiptum við aðra heimshluta. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar