Hvert fer útsvarið mitt? Sandra Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2023 10:31 Okkur hjónin hafði lengi dreymt um að komast í sveitakyrrðina og svo árið 2016 létum við vaða. Við seldum íbúðina í bænum og fluttum í frístundahúsið okkar. Leiðin var löng. Það þurfti að finna lóð, byggja, huga að fjármálum við starfslok og fleira. En á endanum tókst þetta og nú erum við búin að vera hér í Grímsnes og Grafningshreppi í 7 ár. Þó við höfum talið okkur vera vel undirbúin þá vissum við í raun ekkert hvað við vorum að fara út í. Hvað með lögheimili, póst, tryggingar og ýmislegt annað. Fyrstu árin áttum við lögheimili hjá ættingjum í bænum og borguðum því útsvar til annars sveitarfélags en við búum í. Var það sanngjarnt að útsvarið okkar væri nýtt annars staðar, alls ekki í okkar þágu? En hvað annað var í boði? Eftir flutninginn fórum við að kynnast fólki í sömu stöðu og við, dásamlegum hópi fólks sem býr í frístundahúsum sínum hér í fallegu sveitinni okkar og eiga lögheimili hér. Lögheimili segi ég því þau eru skráð ,,ótilgreint“ vegna þess að ekki er heimilt að eiga lögheimili í frístundahúsi. Þegar við komumst að því að það væri löglegt að skrá lögheimili hér í sveit vorum við fljót að breyta skráningunni hjá Þjóðskrás. Þá loksins nýtist útsvarið okkur á réttum stað. Eða hvað? Eldri borgarar sem eru ,,ótilgreindir“ njóta jú sömu réttinda og aðrir íbúar í sveitinni. Við fáum afslátt í sund eins og aðrir löglegir íbúar hreppsins. En hvað fleira? Sorpþjónusta, snjómokstur, skólaakstur, póstþjónusta. Við sem búum í frístundahúsum okkar fáum ekkert af þessu þó við greiðum sama útsvar og aðrir í hreppnum. Við hjónin flokkum allt rusl og förum með á grenndarstöðvarnar sem eru á nokkrum stöðum í hreppnum á meðan aðrir íbúar fá sorpþjónustu heim að dyrum. Við þurfum að greiða sjálf fyrir snjómokstur. Þeir sem eiga börn á skólaaldri þurfa að keyra þau í skólann. Við fáum ekki póstinn heim eins og aðrir íbúar. Við getum hins vegar fengið biðpóstsþjónustu sem kostar nú 14.400 kr fyrir árið. Við þurfum að borga fyrir þetta og keyra á Selfoss til að sækja póstinn á meðan aðrir íbúar fá þessa þjónustu án auka útgjalda. Ég er ekki að kvarta, mér finnst dásamlegt að búa hér í sveitinni minni, er í kvenfélaginu, stunda leikfimi og sund, nýti mér alla þjónustu sem ég get hér og nýt þess að vera í náttúrunni. Við höfum líka kynnst dásamlegu fólki hér, bæði þeim sem búa í frístundahúsum og öðrum. Ég er í stjórn frístundahúsafélagsins á okkar svæði og í stjórn Búsetufrelsis, sem eru samtök íbúa sem eiga fasta búsetu í Grímsnes og Grafningshreppi. En stóra spurningin er hvar eru mannréttindin þarna? Á ekki að gæta jafnræðis þegnanna eins og kveðið er á um í Stjórnarskránni. Af hverju borgum við fullt útsvar en fáum ekki sömu þjónustu og aðrir? Erum við annars flokks fólk? Höfundur er stjórnarmaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes og Grafningshrepp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Okkur hjónin hafði lengi dreymt um að komast í sveitakyrrðina og svo árið 2016 létum við vaða. Við seldum íbúðina í bænum og fluttum í frístundahúsið okkar. Leiðin var löng. Það þurfti að finna lóð, byggja, huga að fjármálum við starfslok og fleira. En á endanum tókst þetta og nú erum við búin að vera hér í Grímsnes og Grafningshreppi í 7 ár. Þó við höfum talið okkur vera vel undirbúin þá vissum við í raun ekkert hvað við vorum að fara út í. Hvað með lögheimili, póst, tryggingar og ýmislegt annað. Fyrstu árin áttum við lögheimili hjá ættingjum í bænum og borguðum því útsvar til annars sveitarfélags en við búum í. Var það sanngjarnt að útsvarið okkar væri nýtt annars staðar, alls ekki í okkar þágu? En hvað annað var í boði? Eftir flutninginn fórum við að kynnast fólki í sömu stöðu og við, dásamlegum hópi fólks sem býr í frístundahúsum sínum hér í fallegu sveitinni okkar og eiga lögheimili hér. Lögheimili segi ég því þau eru skráð ,,ótilgreint“ vegna þess að ekki er heimilt að eiga lögheimili í frístundahúsi. Þegar við komumst að því að það væri löglegt að skrá lögheimili hér í sveit vorum við fljót að breyta skráningunni hjá Þjóðskrás. Þá loksins nýtist útsvarið okkur á réttum stað. Eða hvað? Eldri borgarar sem eru ,,ótilgreindir“ njóta jú sömu réttinda og aðrir íbúar í sveitinni. Við fáum afslátt í sund eins og aðrir löglegir íbúar hreppsins. En hvað fleira? Sorpþjónusta, snjómokstur, skólaakstur, póstþjónusta. Við sem búum í frístundahúsum okkar fáum ekkert af þessu þó við greiðum sama útsvar og aðrir í hreppnum. Við hjónin flokkum allt rusl og förum með á grenndarstöðvarnar sem eru á nokkrum stöðum í hreppnum á meðan aðrir íbúar fá sorpþjónustu heim að dyrum. Við þurfum að greiða sjálf fyrir snjómokstur. Þeir sem eiga börn á skólaaldri þurfa að keyra þau í skólann. Við fáum ekki póstinn heim eins og aðrir íbúar. Við getum hins vegar fengið biðpóstsþjónustu sem kostar nú 14.400 kr fyrir árið. Við þurfum að borga fyrir þetta og keyra á Selfoss til að sækja póstinn á meðan aðrir íbúar fá þessa þjónustu án auka útgjalda. Ég er ekki að kvarta, mér finnst dásamlegt að búa hér í sveitinni minni, er í kvenfélaginu, stunda leikfimi og sund, nýti mér alla þjónustu sem ég get hér og nýt þess að vera í náttúrunni. Við höfum líka kynnst dásamlegu fólki hér, bæði þeim sem búa í frístundahúsum og öðrum. Ég er í stjórn frístundahúsafélagsins á okkar svæði og í stjórn Búsetufrelsis, sem eru samtök íbúa sem eiga fasta búsetu í Grímsnes og Grafningshreppi. En stóra spurningin er hvar eru mannréttindin þarna? Á ekki að gæta jafnræðis þegnanna eins og kveðið er á um í Stjórnarskránni. Af hverju borgum við fullt útsvar en fáum ekki sömu þjónustu og aðrir? Erum við annars flokks fólk? Höfundur er stjórnarmaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes og Grafningshrepp.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun