Afkomuviðvörun!!!! Jón Ingi Hákonarson skrifar 2. júní 2023 07:30 Þegar rúmlega 200 milljónir í plús breyttust í tæpar 2000 milljónir í mínus. Hvernig færir maður fólki slæmar fréttir? Með því að koma sér beint að efninu. Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á rúma tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld fyrirfram og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá íbúum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt fyrirfram krefjast framkvæmda á móti, þær framkvæmdir koma til sögunnar á þessu ári og því næsta. Þá munum við þurfa fjármagn, hvaðan það mun koma veit ég ekki. Þrjár leiðir eru færar, hækkun skatta, lántaka eða eignasala. Ef þér, kæri lesandi, finnst þetta ekki vera nógu slæmt þá vil ég benda á þá sturluðu staðreynd en, samkvæmt ársreikningi, þurfti bærinn að greiða með rekstrinum rúma 4 milljarða króna. Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé raunin. Innst inni vona ég að gerð hafi verið mistök og að þau verði leiðrétt. En handbært fé frá rekstri Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári voru 4 milljarðar í mínus. Með öðrum orðum þurfti að borga 4 milljarða með rekstrinum á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri segir okkur hvað reksturinn skilar miklum peningum til að greiða niður skuldir og til að fjárfesta. Til samanburðar þurfti Reykjavíkurborg að greiða 3 milljarða með sínum rekstri en Borgin er fjórum sinnum stærri en Hafnarfjörður. Ef Reykjavík hefði notast við sömu aðferðafræði og Hafnarfjörður, hefði niðurstaðan þar skánað um tæpa tvo milljarða. Þannig að ef fólk hefur verið að hneykslast á rekstri Reykjavíkurborgar, sem vissulega er mikið áhyggjuefni, þá þarf að hafa miklar áhyggjur af rekstri Hafnarfjarðar. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstrarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar rúmlega 200 milljónir í plús breyttust í tæpar 2000 milljónir í mínus. Hvernig færir maður fólki slæmar fréttir? Með því að koma sér beint að efninu. Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á rúma tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld fyrirfram og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá íbúum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt fyrirfram krefjast framkvæmda á móti, þær framkvæmdir koma til sögunnar á þessu ári og því næsta. Þá munum við þurfa fjármagn, hvaðan það mun koma veit ég ekki. Þrjár leiðir eru færar, hækkun skatta, lántaka eða eignasala. Ef þér, kæri lesandi, finnst þetta ekki vera nógu slæmt þá vil ég benda á þá sturluðu staðreynd en, samkvæmt ársreikningi, þurfti bærinn að greiða með rekstrinum rúma 4 milljarða króna. Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé raunin. Innst inni vona ég að gerð hafi verið mistök og að þau verði leiðrétt. En handbært fé frá rekstri Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári voru 4 milljarðar í mínus. Með öðrum orðum þurfti að borga 4 milljarða með rekstrinum á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri segir okkur hvað reksturinn skilar miklum peningum til að greiða niður skuldir og til að fjárfesta. Til samanburðar þurfti Reykjavíkurborg að greiða 3 milljarða með sínum rekstri en Borgin er fjórum sinnum stærri en Hafnarfjörður. Ef Reykjavík hefði notast við sömu aðferðafræði og Hafnarfjörður, hefði niðurstaðan þar skánað um tæpa tvo milljarða. Þannig að ef fólk hefur verið að hneykslast á rekstri Reykjavíkurborgar, sem vissulega er mikið áhyggjuefni, þá þarf að hafa miklar áhyggjur af rekstri Hafnarfjarðar. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstrarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun