Aston Villa er það lið sem græddi mest á Varsjánni en liðið fékk tíu aukastig eftir aðkomu mannanna í Stockley Park. Vill hefði annars endað í tíunda sæti.
Staðan væri líka talsvert önnur hjá Liverpool án VAR því bæði Brighton og Tottenham hefðu endað fyrir ofan Liverpool án myndabandadómgæslunnar. Liverpool hefði því ekki einu sinni komist í Evrópudeildina án VAR.
Premier League Without VAR: The final table
— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) June 1, 2023
- Man City champs by 11 points
- Aston Villa drop to 10th, miss Europe
- Liverpool 7th, into UECL
- Spurs get Europa League football
- Nottingham Forest relegated
- Leicester stay up
THE STORY OF HOW IT WORKS: https://t.co/QetixEUf3G pic.twitter.com/Edf43BVqEp
Tottenham hefði hoppað upp um tvö sæti og upp í sjötta sætið. ESPN tók þetta saman og má finna niðurstöðurnar hér.
Efstu fjögur sætin breyttust ekkert og Manchester City hefði unnið ensku úrvalsdeildina með ellefu stigum.
Leicester City hefði ekki fallið ef Varsjáin hefði ekki verið á verðinum því í stað liðsins hefði Nottingham Forest fallið. Forest hefði endað þremur sætum neðar án VAR.
Crystal Palace og Bournemoth hefðu bæði endað tveimur sætum neðra en Everton hefði eins og Leicester verið tveimur sætum ofar.
Brentford, Fulham and Liverpool benefitted more from VAR calls than any other clubs this season, while Brighton and Man City lost out https://t.co/nBOaL0A8ow
— MailOnline Sport (@MailSport) May 31, 2023