Bætum líf kvenna og stúlkna í Síerra Leóne Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Stella Samúelsdóttir skrifa 1. júní 2023 12:00 Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur kvenna í landinu er talinn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið. Eftir að þessum hræðilega hildarleik lauk tók við tímabil langrar og strangrar uppbyggingar. Mörg sár þurfti að græða, bæði andleg og líkamleg. UN Women hefur tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu í Síerra Leóne. Verkefni UN Women miða að því að auka kynjajöfnuð í landinu, auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og veita þjónustu til þolenda kynbundins ofbeldis. Um leið hefur fræðsla um skaðsemi ofbeldis verið efld, því við vitum að fræðsla er undirstaða varanlegra breytinga. Árið 2018 urðu þau tímamót í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands að samstarf hófst við Síerra Leóne. Ísland hefur meðal annars stutt við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem miða að því að bæta lífskjör kvenna og stúlkna sem þjást af fæðingarfistli, sjúkdómi sem veldur örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn. UN Women hefur um árabil verið ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og eiga verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne ríka samleið með áherslum Íslands í landinu. Ísland beitir svonefndri héraðsnálgun í samstarfslöndum sínum en hún felst í náinni samvinnu við heimafólk. Í Síerra Leóne vinnur UN Women náið með héraðs- og þorpshöfðingjum að verkefnum sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi, þar með talið limlestingum á kynfærum stúlkna. Talið er að um 83 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum 10 til 14 ára. Stuðningur utanríkisráðuneytisins við útrýmingu fæðingarfistils og verkefni UN Women við upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna haldast í hendur, þar sem fæðingarfistill er oftar en ekki afleiðing kynfæralimlestinga. FO-herferð UN Women á Íslandi árið 2023 styður við verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Það er augljóst að þörfin er afar mikil. Við þetta tilefni viljum við benda á að rödd Íslands er ætíð sterk þegar jafnrétti kynjanna og baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er rædd á alþjóðavettvangi. Það er því mikilvægt að halda áfram að beita henni við hvert tækifæri sem gefst og fylgja henni eftir í verki. Samstarf íslenskra stjórnvalda og UN Women á Íslandi er gott dæmi þar um. Höfundar eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Stella Samúelsdóttir Síerra Leóne Kynferðisofbeldi Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur kvenna í landinu er talinn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið. Eftir að þessum hræðilega hildarleik lauk tók við tímabil langrar og strangrar uppbyggingar. Mörg sár þurfti að græða, bæði andleg og líkamleg. UN Women hefur tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu í Síerra Leóne. Verkefni UN Women miða að því að auka kynjajöfnuð í landinu, auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og veita þjónustu til þolenda kynbundins ofbeldis. Um leið hefur fræðsla um skaðsemi ofbeldis verið efld, því við vitum að fræðsla er undirstaða varanlegra breytinga. Árið 2018 urðu þau tímamót í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands að samstarf hófst við Síerra Leóne. Ísland hefur meðal annars stutt við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem miða að því að bæta lífskjör kvenna og stúlkna sem þjást af fæðingarfistli, sjúkdómi sem veldur örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn. UN Women hefur um árabil verið ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og eiga verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne ríka samleið með áherslum Íslands í landinu. Ísland beitir svonefndri héraðsnálgun í samstarfslöndum sínum en hún felst í náinni samvinnu við heimafólk. Í Síerra Leóne vinnur UN Women náið með héraðs- og þorpshöfðingjum að verkefnum sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi, þar með talið limlestingum á kynfærum stúlkna. Talið er að um 83 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum 10 til 14 ára. Stuðningur utanríkisráðuneytisins við útrýmingu fæðingarfistils og verkefni UN Women við upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna haldast í hendur, þar sem fæðingarfistill er oftar en ekki afleiðing kynfæralimlestinga. FO-herferð UN Women á Íslandi árið 2023 styður við verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Það er augljóst að þörfin er afar mikil. Við þetta tilefni viljum við benda á að rödd Íslands er ætíð sterk þegar jafnrétti kynjanna og baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er rædd á alþjóðavettvangi. Það er því mikilvægt að halda áfram að beita henni við hvert tækifæri sem gefst og fylgja henni eftir í verki. Samstarf íslenskra stjórnvalda og UN Women á Íslandi er gott dæmi þar um. Höfundar eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar