Bætum líf kvenna og stúlkna í Síerra Leóne Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Stella Samúelsdóttir skrifa 1. júní 2023 12:00 Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur kvenna í landinu er talinn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið. Eftir að þessum hræðilega hildarleik lauk tók við tímabil langrar og strangrar uppbyggingar. Mörg sár þurfti að græða, bæði andleg og líkamleg. UN Women hefur tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu í Síerra Leóne. Verkefni UN Women miða að því að auka kynjajöfnuð í landinu, auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og veita þjónustu til þolenda kynbundins ofbeldis. Um leið hefur fræðsla um skaðsemi ofbeldis verið efld, því við vitum að fræðsla er undirstaða varanlegra breytinga. Árið 2018 urðu þau tímamót í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands að samstarf hófst við Síerra Leóne. Ísland hefur meðal annars stutt við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem miða að því að bæta lífskjör kvenna og stúlkna sem þjást af fæðingarfistli, sjúkdómi sem veldur örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn. UN Women hefur um árabil verið ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og eiga verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne ríka samleið með áherslum Íslands í landinu. Ísland beitir svonefndri héraðsnálgun í samstarfslöndum sínum en hún felst í náinni samvinnu við heimafólk. Í Síerra Leóne vinnur UN Women náið með héraðs- og þorpshöfðingjum að verkefnum sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi, þar með talið limlestingum á kynfærum stúlkna. Talið er að um 83 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum 10 til 14 ára. Stuðningur utanríkisráðuneytisins við útrýmingu fæðingarfistils og verkefni UN Women við upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna haldast í hendur, þar sem fæðingarfistill er oftar en ekki afleiðing kynfæralimlestinga. FO-herferð UN Women á Íslandi árið 2023 styður við verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Það er augljóst að þörfin er afar mikil. Við þetta tilefni viljum við benda á að rödd Íslands er ætíð sterk þegar jafnrétti kynjanna og baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er rædd á alþjóðavettvangi. Það er því mikilvægt að halda áfram að beita henni við hvert tækifæri sem gefst og fylgja henni eftir í verki. Samstarf íslenskra stjórnvalda og UN Women á Íslandi er gott dæmi þar um. Höfundar eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Stella Samúelsdóttir Síerra Leóne Kynferðisofbeldi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur kvenna í landinu er talinn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið. Eftir að þessum hræðilega hildarleik lauk tók við tímabil langrar og strangrar uppbyggingar. Mörg sár þurfti að græða, bæði andleg og líkamleg. UN Women hefur tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu í Síerra Leóne. Verkefni UN Women miða að því að auka kynjajöfnuð í landinu, auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og veita þjónustu til þolenda kynbundins ofbeldis. Um leið hefur fræðsla um skaðsemi ofbeldis verið efld, því við vitum að fræðsla er undirstaða varanlegra breytinga. Árið 2018 urðu þau tímamót í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands að samstarf hófst við Síerra Leóne. Ísland hefur meðal annars stutt við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem miða að því að bæta lífskjör kvenna og stúlkna sem þjást af fæðingarfistli, sjúkdómi sem veldur örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn. UN Women hefur um árabil verið ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og eiga verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne ríka samleið með áherslum Íslands í landinu. Ísland beitir svonefndri héraðsnálgun í samstarfslöndum sínum en hún felst í náinni samvinnu við heimafólk. Í Síerra Leóne vinnur UN Women náið með héraðs- og þorpshöfðingjum að verkefnum sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi, þar með talið limlestingum á kynfærum stúlkna. Talið er að um 83 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum 10 til 14 ára. Stuðningur utanríkisráðuneytisins við útrýmingu fæðingarfistils og verkefni UN Women við upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna haldast í hendur, þar sem fæðingarfistill er oftar en ekki afleiðing kynfæralimlestinga. FO-herferð UN Women á Íslandi árið 2023 styður við verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Það er augljóst að þörfin er afar mikil. Við þetta tilefni viljum við benda á að rödd Íslands er ætíð sterk þegar jafnrétti kynjanna og baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er rædd á alþjóðavettvangi. Það er því mikilvægt að halda áfram að beita henni við hvert tækifæri sem gefst og fylgja henni eftir í verki. Samstarf íslenskra stjórnvalda og UN Women á Íslandi er gott dæmi þar um. Höfundar eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar