Refsivöndurinn hefur engu skilað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2023 07:00 Engum dyljast ömurlegar afleiðingar neyslu löglegra og ólöglegra vímuefna fyrir fólk og fjölskyldur. Flest okkar hafa kynnst fíknivanda nálægt sér og jafnvel glímt við slíkan vanda sjálf. Undanfarið hefur faraldur ópíóðalyfja fært okkur heim sanninn um skaðsemi þessara efna og hve lítið þarf til að ánetjast þeim. Sérfræðingar sem vinna með fólk í fíknivanda, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem ánetjast hefur efnunum hefur með réttu náð að beina sviðsljósinu að þessum veruleika undanfarið auk tónleika sem haldnir voru í Hörpu undir yfirskriftinni Vaknið. Og það eru orð að sönnu. Samfélagið þarf að vakna. Við heyrum sögur af ólöglegum efnum sem ungt fólk tekur, blandað dauðaskammti af löglegu læknadópi, án vitundar fórnarlambsins. Afleiðingarnar eru ömurlegar; ungmenni í blóma lífsins er fyrirvaralaust hrifsað frá sínum nánustu allt of snemma. Þetta eru ömurlegar fórnir. En hvað er til ráða? Reynsla annarra landa bendir til að faraldrinum haldi engin bönd. Gömlu ráðin virka ekki. Lyfin sem ráða þessum ömurlegu örlögum fólks í blóma lífsins eru lögleg sum hver, en önnur ekki. Meðferðarstofnanir eru sprungnar og úrræðin standa ekki til boða. Og fólk er eðlilega farið að grípa til sinna ráða. Á för minni um miðbæinn á dögunum sá ég fyrirtæki auglýsa starfsemi sína líkt og eðlilegt er. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á vímuefnaprófum til einkanota. Prófin eru ekki til þess að skima fyrir því hvort fólk hafi notað vímuefni heldur eru þau ætluð til að prófa sjálf efnin. Prófin skima fyrir virkum efnum, íblöndunarefnum og styrkleika efna. Sala og dreifing á forræði ískaldra undirheima Framtak þessa fyrirtækis endurspeglar blindgötuna sem við stöndum frammi fyrir. Sala og dreifing þessara efna fer fram í myrkri - í ísköldum undirheimum þar sem hvorki er hirt um innihaldslýsingar né hefðbundin lögmál um ábyrgð söluaðila. Fyrirtækið býður upp á þjónustu sem þörf er á. Smá ljóstýru í myrkrinu. Eins konar gæðaeftirlit með eitri undirheimanna sem forðar fólki frá banvænni neyslu. Fræðsla um notkun ólöglegra og löglegra vímuefna þarf líka að vera meiri og í þróun. Ný efni bætast við og þekking okkar og nálgun á fíknivanda breytist líka eftir því sem við lærum meira. Ef til vill kann einhverjum að finnast skjóta skökku við að þingmaður setji á dagskrá umræðu um hvernig öruggast er að neyta fíkniefna. En hvað ef framtak á borð við þjónustu þessa fyrirtækis bjargar mannslífum? Við notkun vímuefna skiptir einfaldlega máli að sá sem neytir þeirra viti hvað hann er að taka. Að berja höfðinu við steininn Það er kominn tími til að við sem setjum reglurnar í samfélaginu horfumst í augu við veruleikann. Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 gekk nefnilega ekki eftir. Stríðið gegn fíkniefnum hefur bara aukið á vandann og ýtt fólki sem áður var á jaðrinum enn lengra í þá átt. Hverjar eru leiðirnar til að draga úr þeirri óáran sem við okkur blasir? Hvernig ætlum við að passa upp á unga fólkið okkar? Ætlum við ekki að horfast í augu við vandann heldur halda áfram að láta eins og hann sé ekki til staðar? Ef vímuefnaprófanir bjarga mannslífum, skal ég glöð tala fyrir þeim hvar sem er. Samtalið þarf að snúast um það hvernig við minnkum skaðann. Stefna Viðreisnar er að fólk með fíknivanda verði meðhöndlað í heilbrigðiskerfinu, en ekki sem glæpamenn. Fyrst útvegun nála, góð aðhlynning, boðlegar vistarverur, spjall og fræðsla bjarga fólki er engin ástæða til að hika. Framtak á borð við Frú Ragnheiði er ómetanlegt í baráttunni. Hugmyndafræði skaðaminnkunar sem þar er unnið eftir, á að vera fyrirmynd annarra. Og svo þarf meira til. Að taka ranga ákvörðun, missa tökin eða jafnvel sýna ítrekaðan dómgreindarbrest er hluti af því að vera mannlegur. En samfélagið hefur ýtt fólki í fíknivanda beinlínis út á glæpabrautina. Fyrst illa gengur að lækna sjúkdóminn hlýtur svarið að felast í því að breyta lögunum. Minnka skaðann, fremur en að taka upp refsivöndinn. Mætum fólki þar sem það er statt. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að draga það aftur inn í ljósið fremur en að horfa á eftir því hverfa endanlega í myrkrið. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Fíkn Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Engum dyljast ömurlegar afleiðingar neyslu löglegra og ólöglegra vímuefna fyrir fólk og fjölskyldur. Flest okkar hafa kynnst fíknivanda nálægt sér og jafnvel glímt við slíkan vanda sjálf. Undanfarið hefur faraldur ópíóðalyfja fært okkur heim sanninn um skaðsemi þessara efna og hve lítið þarf til að ánetjast þeim. Sérfræðingar sem vinna með fólk í fíknivanda, heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem ánetjast hefur efnunum hefur með réttu náð að beina sviðsljósinu að þessum veruleika undanfarið auk tónleika sem haldnir voru í Hörpu undir yfirskriftinni Vaknið. Og það eru orð að sönnu. Samfélagið þarf að vakna. Við heyrum sögur af ólöglegum efnum sem ungt fólk tekur, blandað dauðaskammti af löglegu læknadópi, án vitundar fórnarlambsins. Afleiðingarnar eru ömurlegar; ungmenni í blóma lífsins er fyrirvaralaust hrifsað frá sínum nánustu allt of snemma. Þetta eru ömurlegar fórnir. En hvað er til ráða? Reynsla annarra landa bendir til að faraldrinum haldi engin bönd. Gömlu ráðin virka ekki. Lyfin sem ráða þessum ömurlegu örlögum fólks í blóma lífsins eru lögleg sum hver, en önnur ekki. Meðferðarstofnanir eru sprungnar og úrræðin standa ekki til boða. Og fólk er eðlilega farið að grípa til sinna ráða. Á för minni um miðbæinn á dögunum sá ég fyrirtæki auglýsa starfsemi sína líkt og eðlilegt er. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á vímuefnaprófum til einkanota. Prófin eru ekki til þess að skima fyrir því hvort fólk hafi notað vímuefni heldur eru þau ætluð til að prófa sjálf efnin. Prófin skima fyrir virkum efnum, íblöndunarefnum og styrkleika efna. Sala og dreifing á forræði ískaldra undirheima Framtak þessa fyrirtækis endurspeglar blindgötuna sem við stöndum frammi fyrir. Sala og dreifing þessara efna fer fram í myrkri - í ísköldum undirheimum þar sem hvorki er hirt um innihaldslýsingar né hefðbundin lögmál um ábyrgð söluaðila. Fyrirtækið býður upp á þjónustu sem þörf er á. Smá ljóstýru í myrkrinu. Eins konar gæðaeftirlit með eitri undirheimanna sem forðar fólki frá banvænni neyslu. Fræðsla um notkun ólöglegra og löglegra vímuefna þarf líka að vera meiri og í þróun. Ný efni bætast við og þekking okkar og nálgun á fíknivanda breytist líka eftir því sem við lærum meira. Ef til vill kann einhverjum að finnast skjóta skökku við að þingmaður setji á dagskrá umræðu um hvernig öruggast er að neyta fíkniefna. En hvað ef framtak á borð við þjónustu þessa fyrirtækis bjargar mannslífum? Við notkun vímuefna skiptir einfaldlega máli að sá sem neytir þeirra viti hvað hann er að taka. Að berja höfðinu við steininn Það er kominn tími til að við sem setjum reglurnar í samfélaginu horfumst í augu við veruleikann. Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 gekk nefnilega ekki eftir. Stríðið gegn fíkniefnum hefur bara aukið á vandann og ýtt fólki sem áður var á jaðrinum enn lengra í þá átt. Hverjar eru leiðirnar til að draga úr þeirri óáran sem við okkur blasir? Hvernig ætlum við að passa upp á unga fólkið okkar? Ætlum við ekki að horfast í augu við vandann heldur halda áfram að láta eins og hann sé ekki til staðar? Ef vímuefnaprófanir bjarga mannslífum, skal ég glöð tala fyrir þeim hvar sem er. Samtalið þarf að snúast um það hvernig við minnkum skaðann. Stefna Viðreisnar er að fólk með fíknivanda verði meðhöndlað í heilbrigðiskerfinu, en ekki sem glæpamenn. Fyrst útvegun nála, góð aðhlynning, boðlegar vistarverur, spjall og fræðsla bjarga fólki er engin ástæða til að hika. Framtak á borð við Frú Ragnheiði er ómetanlegt í baráttunni. Hugmyndafræði skaðaminnkunar sem þar er unnið eftir, á að vera fyrirmynd annarra. Og svo þarf meira til. Að taka ranga ákvörðun, missa tökin eða jafnvel sýna ítrekaðan dómgreindarbrest er hluti af því að vera mannlegur. En samfélagið hefur ýtt fólki í fíknivanda beinlínis út á glæpabrautina. Fyrst illa gengur að lækna sjúkdóminn hlýtur svarið að felast í því að breyta lögunum. Minnka skaðann, fremur en að taka upp refsivöndinn. Mætum fólki þar sem það er statt. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að draga það aftur inn í ljósið fremur en að horfa á eftir því hverfa endanlega í myrkrið. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun