Evrópumet í vaxtahækkunum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. maí 2023 16:31 Áhugaverðasta hliðin á starfi stjórnmálamannsins er að hitta fólk og hlusta á það sem það hefur að segja. Fyrir um ári síðan heyrði ég sögu margra sem lýstu stöðu sinni á húsnæðismarkaði. Áhyggjur þessa fólks hafa bara vaxið síðan þá. Tugþúsundir Íslendinga finna nú fyrir því að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað upp úr öllu valdi og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðisláns hækkar þrátt fyrir að skilvíslega sé borgað af láninu mánaðarlega. Og enn aðrir hafa áhyggjur af því hvernig stálpuð börn þeirra eigi að geta eignast íbúð, hvort þau munu komast inn á húsnæðismarkaðinn. Og þegar hinn jákvæði og létti tónlistarmaður Jón Ólafsson er opinberlega farinn að kalla eftir kosningum má ljóst vera að staðan er ekki góð. Á liðnum dögum hækkuðu stýrivextir um 1,25%. Það var hraustleg hækkun og sú þrettánda í röð. Þessi vaxtahækkun kemur hart niður á heimilum, ekki síst yngra fólki og barnafjölskyldum. Á þessu ári munu svo enn fleiri heimili bætast í hópinn sem finna fyrir vaxtahækkunum þegar 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta óverðtryggðra lána. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi? Vextir á húsnæðislánum eru mun hærri hérlendis en í löndunum í kringum okkur, enda staðreynd að á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og ytra. Það hefur með veruleika hins sér íslenska gjaldmiðils að gera. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Ríkisstjórnin talar núna um að verðbólga sé stærsti óvinur almennings en viðbrögðin gegn verðbólgunni eru þrátt fyrir það lítil sem engin. Ríkisstjórnin fór raunar þá leið að hella frekar bensíni á bálið með því að hækka öll gjöld um áramótin sem jók verðbólgu og um leið útgjöld heimila og fyrirtækja. Það er mikilvægt að bregðast við þessu verðbólguástandi til skemmri tíma. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur og að farið yrði í að greiða niður skuldir á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur til að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslur barnabóta. Þeim tillögum var hafnað. Enn eitt rauða flaggið er hverjar afleiðingar stöðugra vaxtahækkana verða en byggingabransinn er á leið í frost. Eftirspurnin er horfin því fyrstu kaupendur geta ekki keypt. Næstu árgangar komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn. Ungu fólki er í dag ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi eða mamma geta ekki hjálpað. Það er alltaf að verða skýrara og skýrara að almenni markaðurinn leysir vandamálin ekki einn og sér. Það þarf félagslegt kerfi af hálfu sem tekur á þeirri þörf sem bætist við á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda en á ekki að vera málaflokkur átaksverkefna. Staðan að þyngjast Stóra myndin er þessi. Við heyrum á fólki að staðan er tekin að þyngjast og við vitum um leið að afleiðingar af verðbólgu og vaxtahækkunum eru ójafnar. Þar þarf að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Við vitum að verðbólgan bitnar alltaf harðast á þeim sem minnst eiga fyrir og að vaxtahækkanir bitna harðast á ungu fólki og barnafjölskyldum. Það er vel hægt að kæla verðbólgu með aðgerðum stjórnvalda, en ríkisstjórnin hefur af óskiljanlegum ástæðum ákveðið að taka sér frí frá þessu mikilvæga verkefni. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að vakna og taka þátt í því með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu og lækka með því reikninga í heimilisbókhaldi fólks. Og búa þannig um hnútana að fleiri en ungir erfingjar eigi möguleika á húsnæðismarkaði. Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu efnahagsmála og óskandi að þar birtist einhver sýn hjá ríkisstjórninni um næstu skref, í stað þess að tala í þátíð um góða stöðu heimila. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Húsnæðismál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Áhugaverðasta hliðin á starfi stjórnmálamannsins er að hitta fólk og hlusta á það sem það hefur að segja. Fyrir um ári síðan heyrði ég sögu margra sem lýstu stöðu sinni á húsnæðismarkaði. Áhyggjur þessa fólks hafa bara vaxið síðan þá. Tugþúsundir Íslendinga finna nú fyrir því að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað upp úr öllu valdi og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðisláns hækkar þrátt fyrir að skilvíslega sé borgað af láninu mánaðarlega. Og enn aðrir hafa áhyggjur af því hvernig stálpuð börn þeirra eigi að geta eignast íbúð, hvort þau munu komast inn á húsnæðismarkaðinn. Og þegar hinn jákvæði og létti tónlistarmaður Jón Ólafsson er opinberlega farinn að kalla eftir kosningum má ljóst vera að staðan er ekki góð. Á liðnum dögum hækkuðu stýrivextir um 1,25%. Það var hraustleg hækkun og sú þrettánda í röð. Þessi vaxtahækkun kemur hart niður á heimilum, ekki síst yngra fólki og barnafjölskyldum. Á þessu ári munu svo enn fleiri heimili bætast í hópinn sem finna fyrir vaxtahækkunum þegar 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta óverðtryggðra lána. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi? Vextir á húsnæðislánum eru mun hærri hérlendis en í löndunum í kringum okkur, enda staðreynd að á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og ytra. Það hefur með veruleika hins sér íslenska gjaldmiðils að gera. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Ríkisstjórnin talar núna um að verðbólga sé stærsti óvinur almennings en viðbrögðin gegn verðbólgunni eru þrátt fyrir það lítil sem engin. Ríkisstjórnin fór raunar þá leið að hella frekar bensíni á bálið með því að hækka öll gjöld um áramótin sem jók verðbólgu og um leið útgjöld heimila og fyrirtækja. Það er mikilvægt að bregðast við þessu verðbólguástandi til skemmri tíma. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur og að farið yrði í að greiða niður skuldir á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur til að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslur barnabóta. Þeim tillögum var hafnað. Enn eitt rauða flaggið er hverjar afleiðingar stöðugra vaxtahækkana verða en byggingabransinn er á leið í frost. Eftirspurnin er horfin því fyrstu kaupendur geta ekki keypt. Næstu árgangar komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn. Ungu fólki er í dag ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi eða mamma geta ekki hjálpað. Það er alltaf að verða skýrara og skýrara að almenni markaðurinn leysir vandamálin ekki einn og sér. Það þarf félagslegt kerfi af hálfu sem tekur á þeirri þörf sem bætist við á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda en á ekki að vera málaflokkur átaksverkefna. Staðan að þyngjast Stóra myndin er þessi. Við heyrum á fólki að staðan er tekin að þyngjast og við vitum um leið að afleiðingar af verðbólgu og vaxtahækkunum eru ójafnar. Þar þarf að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Við vitum að verðbólgan bitnar alltaf harðast á þeim sem minnst eiga fyrir og að vaxtahækkanir bitna harðast á ungu fólki og barnafjölskyldum. Það er vel hægt að kæla verðbólgu með aðgerðum stjórnvalda, en ríkisstjórnin hefur af óskiljanlegum ástæðum ákveðið að taka sér frí frá þessu mikilvæga verkefni. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að vakna og taka þátt í því með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu og lækka með því reikninga í heimilisbókhaldi fólks. Og búa þannig um hnútana að fleiri en ungir erfingjar eigi möguleika á húsnæðismarkaði. Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu efnahagsmála og óskandi að þar birtist einhver sýn hjá ríkisstjórninni um næstu skref, í stað þess að tala í þátíð um góða stöðu heimila. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar