Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar 28. maí 2023 07:01 Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Vísindamenn á Íslandi eru hluti af vísindasamfélagi á heimsvísu sem sinnir fjölbreyttum rannsóknum á vettvangi krabbameina. Vísindamenn beita margvíslegum aðferðum til að betri árangur náist; að krabbameinstilfellum fækki, að dauðsföllum af völdum krabbameina fækki og unnt sé að bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Störf íslenska vísindafólksins eru mikilvæg, bæði sem hluti af uppbyggingu þekkingar á alþjóðavettvangi og einnig svo þekkja megi og vinna út frá innlendum upplýsingum sem varða t.d. útbreiðslu krabbameina hérlendis og árangur meðferða. Á síðustu áratugum hafa orðið stórkostlegar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna. Enn er þó langt í land. Stofnframlag Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var 250 milljónir og samanstóð af framlagi Krabbameinsfélagsins sjálfs, framlaga frá aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins auk þess sem minningarsjóðir Kristínar Björnsdóttur og Ingibjargar Johnsen runnu inn í sjóðinn. Frá stofnun sjóðsins hefur Krabbameinsfélagið, með öflugum stuðningi frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, styrkt sjóðinn um 229 milljónir til viðbótar. Stofnun Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var mikið heillaskref og Krabbameinsfélagið, með fólkinu í landinu, getur verið stolt af því að leggja lið því öfluga vísindafólki sem er að finna hér á landi og stuðla að frekari framförum, landsmönnum til heilla. Ragnheiður Haraldsdóttir er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Vísindamenn á Íslandi eru hluti af vísindasamfélagi á heimsvísu sem sinnir fjölbreyttum rannsóknum á vettvangi krabbameina. Vísindamenn beita margvíslegum aðferðum til að betri árangur náist; að krabbameinstilfellum fækki, að dauðsföllum af völdum krabbameina fækki og unnt sé að bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Störf íslenska vísindafólksins eru mikilvæg, bæði sem hluti af uppbyggingu þekkingar á alþjóðavettvangi og einnig svo þekkja megi og vinna út frá innlendum upplýsingum sem varða t.d. útbreiðslu krabbameina hérlendis og árangur meðferða. Á síðustu áratugum hafa orðið stórkostlegar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna. Enn er þó langt í land. Stofnframlag Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var 250 milljónir og samanstóð af framlagi Krabbameinsfélagsins sjálfs, framlaga frá aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins auk þess sem minningarsjóðir Kristínar Björnsdóttur og Ingibjargar Johnsen runnu inn í sjóðinn. Frá stofnun sjóðsins hefur Krabbameinsfélagið, með öflugum stuðningi frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, styrkt sjóðinn um 229 milljónir til viðbótar. Stofnun Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var mikið heillaskref og Krabbameinsfélagið, með fólkinu í landinu, getur verið stolt af því að leggja lið því öfluga vísindafólki sem er að finna hér á landi og stuðla að frekari framförum, landsmönnum til heilla. Ragnheiður Haraldsdóttir er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar