Að hafa skilning á öryggissjónarmiðum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2023 10:01 Í svari við fyrirspurn minni á þingi í vikunni var Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, ómyrkur í máli um það að pöntuð hefðu verið ógrynnin öll af allskyns vopnum og vígbúnaði fyrir lögregluna í tilefni komu mikilvægra Evrópuleiðtoga til landsins í vikunni á undan. Ekki stæði til að fækka neitt í vopnabúrinu, þó fundurinn—og sú ægilega ógn sem honum fylgdi—væri yfirstaðin. Fannst honum ekki mikið koma til þessarar fyrirspurnar frá „einhverjum Pírataþingmanni“ þeir hefðu oft svo lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Lýðræði 101 Lýðræði er það stjórnarfyrirkomulag sem almennt er talið best til þess fallið að viðhalda friði, innan ríkja og þeirra í millum. „Í lýðræði felst að allt ríkisvald eigi uppsprettu hjá þjóðinni og að meðferð þess sæti eftirliti af hennar hálfu.“ - island.is Lýðræðið er ekki sjálfsagt. Það kom ekki til af sjálfu sér og því verður ekki viðhaldið af sjálfu sér. Dæmi eru um að lýðræðisríki breytist í alræðisríki á að því er virðist einni nóttu. Nærtækasta dæmið í hugum lesenda er eflaust umbreyting Þýskalands á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari. Kanslarinn þá var lýðræðislega kjörinn. Síðustu ár hefur lýðræðið einnig átt undir högg að sækja víðsvegar í Evrópu og á vesturlöndum, til dæmis í Tyrklandi, Ungverjalandi og jafnvel Bandaríkjunum. Lýðræðið er þess vegna ekki sjálfsagt. Og til þess að tryggja lýðræðið þurfum við að standa vörð um allar grundvallarreglur þess og stoðir. Það er ekki nóg að velja rétta fólkið til verka. Það skiptir máli að leikreglurnar séu skýrar, að þær séu virtar og að þeim sé viðhaldið. Það er líka viðbúið að þau sem fara með völd vilji gjarnan meiri völd. Það er eðlilegt að lögreglan kalli eftir frekari valdheimildum og jafnvel vopnum til þess að sýna vald sitt og beita því. Það er þess vegna ekki nægjanleg ástæða, ein og sér, til þess að veita henni það. Vald lögreglunnar verður að koma frá þjóðinni sjálfri, sem réði hana til starfa í sína þágu, og valdmörkin verða að vera skýr. Öryggissjónarmiðin Fjölgun lögreglumanna, aukin þjálfun þeirra og bætt starfsskilyrði almennt eru nokkuð sem þingmenn Pírata hafa margsinnis kallað eftir. Það er veruleg þörf á að styðja betur við lögregluna og hefur verið lengi. Á sama tíma hefur verið áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig sumir ráðamenn—dómsmálaráðherra þar fremstur í flokki—hafa sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar og gripið til þess hverjar þær réttlætingar og afsakanir sem þeim detta í hug, sem reynst hafa mistrúverðugar og stundum tóm della. Það væri sjálfsagt einfaldast fyrir valdhafa að leyfa lögreglunni bara að gera það sem henni sýnist og hafa til þess öll þau vopn og valdbeitingartæki sem hún óskar eftir. Vandinn er sá að slíkt fyrirkomulag er ósamrýmanlegt lýðræðisfyrirkomulaginu. Öryggið og lýðræðið Það eru góðar ástæður fyrir því að lögregluvaldi eru sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. Þær takmarkanir eru ekki settar til höfuðs öryggissjónarmiðum, heldur þvert á móti, til öryggis. Til verndar borgurunum gegn ægivaldi ríkisins. Til að draga úr hættunni á misbeitingu valds. Vopnvæðing lögreglunnar og auknar valdheimildir hennar eru þannig ákvarðanir sem eiga heima á lýðræðislegum vettvangi og ber að taka með opin augun. Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi. Þar sem ráðherra hafði svörin ekki á reiðu hef ég óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera. Öryggi og traust Það er ekki nema von að ráðherra treysti lögreglunni og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Nú, hvers vegna? Jú, því ráðherra tilheyrir þeim hópi sem ólíklegt er, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra. Þetta á ráðherra ef til vill erfitt með að skilja, þar sem hann er valdhafinn í þessari mynd. Hann er ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður, heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning. Höfundur er þessi Pírataþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Lögreglan Skotvopn Alþingi Öryggis- og varnarmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í svari við fyrirspurn minni á þingi í vikunni var Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, ómyrkur í máli um það að pöntuð hefðu verið ógrynnin öll af allskyns vopnum og vígbúnaði fyrir lögregluna í tilefni komu mikilvægra Evrópuleiðtoga til landsins í vikunni á undan. Ekki stæði til að fækka neitt í vopnabúrinu, þó fundurinn—og sú ægilega ógn sem honum fylgdi—væri yfirstaðin. Fannst honum ekki mikið koma til þessarar fyrirspurnar frá „einhverjum Pírataþingmanni“ þeir hefðu oft svo lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Lýðræði 101 Lýðræði er það stjórnarfyrirkomulag sem almennt er talið best til þess fallið að viðhalda friði, innan ríkja og þeirra í millum. „Í lýðræði felst að allt ríkisvald eigi uppsprettu hjá þjóðinni og að meðferð þess sæti eftirliti af hennar hálfu.“ - island.is Lýðræðið er ekki sjálfsagt. Það kom ekki til af sjálfu sér og því verður ekki viðhaldið af sjálfu sér. Dæmi eru um að lýðræðisríki breytist í alræðisríki á að því er virðist einni nóttu. Nærtækasta dæmið í hugum lesenda er eflaust umbreyting Þýskalands á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari. Kanslarinn þá var lýðræðislega kjörinn. Síðustu ár hefur lýðræðið einnig átt undir högg að sækja víðsvegar í Evrópu og á vesturlöndum, til dæmis í Tyrklandi, Ungverjalandi og jafnvel Bandaríkjunum. Lýðræðið er þess vegna ekki sjálfsagt. Og til þess að tryggja lýðræðið þurfum við að standa vörð um allar grundvallarreglur þess og stoðir. Það er ekki nóg að velja rétta fólkið til verka. Það skiptir máli að leikreglurnar séu skýrar, að þær séu virtar og að þeim sé viðhaldið. Það er líka viðbúið að þau sem fara með völd vilji gjarnan meiri völd. Það er eðlilegt að lögreglan kalli eftir frekari valdheimildum og jafnvel vopnum til þess að sýna vald sitt og beita því. Það er þess vegna ekki nægjanleg ástæða, ein og sér, til þess að veita henni það. Vald lögreglunnar verður að koma frá þjóðinni sjálfri, sem réði hana til starfa í sína þágu, og valdmörkin verða að vera skýr. Öryggissjónarmiðin Fjölgun lögreglumanna, aukin þjálfun þeirra og bætt starfsskilyrði almennt eru nokkuð sem þingmenn Pírata hafa margsinnis kallað eftir. Það er veruleg þörf á að styðja betur við lögregluna og hefur verið lengi. Á sama tíma hefur verið áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig sumir ráðamenn—dómsmálaráðherra þar fremstur í flokki—hafa sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar og gripið til þess hverjar þær réttlætingar og afsakanir sem þeim detta í hug, sem reynst hafa mistrúverðugar og stundum tóm della. Það væri sjálfsagt einfaldast fyrir valdhafa að leyfa lögreglunni bara að gera það sem henni sýnist og hafa til þess öll þau vopn og valdbeitingartæki sem hún óskar eftir. Vandinn er sá að slíkt fyrirkomulag er ósamrýmanlegt lýðræðisfyrirkomulaginu. Öryggið og lýðræðið Það eru góðar ástæður fyrir því að lögregluvaldi eru sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. Þær takmarkanir eru ekki settar til höfuðs öryggissjónarmiðum, heldur þvert á móti, til öryggis. Til verndar borgurunum gegn ægivaldi ríkisins. Til að draga úr hættunni á misbeitingu valds. Vopnvæðing lögreglunnar og auknar valdheimildir hennar eru þannig ákvarðanir sem eiga heima á lýðræðislegum vettvangi og ber að taka með opin augun. Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi. Þar sem ráðherra hafði svörin ekki á reiðu hef ég óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera. Öryggi og traust Það er ekki nema von að ráðherra treysti lögreglunni og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Nú, hvers vegna? Jú, því ráðherra tilheyrir þeim hópi sem ólíklegt er, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra. Þetta á ráðherra ef til vill erfitt með að skilja, þar sem hann er valdhafinn í þessari mynd. Hann er ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður, heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning. Höfundur er þessi Pírataþingmaður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar