Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. maí 2023 13:01 Samkvæmt fjárlögum 2013, síðustu fjárlögum hinnar norrænu velferðarstjórnar, ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru framlög til heilbrigðismála 137.220.000.000. kr. eða 426.383 kr. pr. landsmann. Samkvæmt núgildandi fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði 342.979.000.000. kr. eða 884.518. pr landsmann. Hvort miðað sé við hækkun heildarframlaga til heilbrigðismála á þessu tímabili eða framlaga pr. landmann að það ljóst að framlögin hafa hækkað töluvert um fram verðlag. Hefðu heildarframlögin hækkað samkvæmt verðlagi frá 2013 þá væru þau um 200 milljarðar króna en ekki tæplega 343 milljarðar líkt og fjárlög yfirstandandi árs kveða á um. Framlög til landsmanns væru um 600 þúsund krónur pr. landsmann. Af upptalningunni hér að ofan, má glögglega sjá, að ríkisstjórnir síðustu tíu ára hafa alls ekki verið að fjársvelta heilbrigðiskerfið, líkt og stjórnarandstaðan hefur básúnað við hvert tækifæri sem henni er réttur mikrófónn. Öðru nær þá hafa fjárframlögin stóraukist, bæði samkvæmt verðlagi og í takti við fólksfjölgun. Það breytir því ekki, að eflaust má gera betur. Það á reyndar alltaf við í jafn mikilvægum málaflokki og heilbrigðismál eru. En er það bara á fjármögnunarhliðinni sem gera má betur? Formanni Samfylkingarinnar er það, að eigin sögn, mikið hjartans mál að fullfjármagna heilbrigðiskerfið. Hvað þýðir það? Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Hefur það einhvern verðmiða? Eða er „fullfjármögnun heilbrigðiskerfisins” enn einn frasinn sem reyndar lætur ekki svo illa í eyrum, en samt álíka marklaus og margir aðrir frasar er úr þeirri átt koma. Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi? Heilbrigðiskerfið er nefnilega allt annað og miklu meira en það sem ríkið starfrækir. Ágætis byrjun í átt að fullnýtingu heilbrigðiskerfisins væri að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi lækna. Síðan mætti fara í vinnu við að skilgreina enn frekar hlutverk Landspítalans háskólasjúkrahúss. Hvort að ekki væri hægt að draga úr nánast ómannlegu álagi á starfsemi spítalans með því að draga verulega úr umfangi valkvæðra aðgerða sem framkvæmdar eru á spítalanum með því að semja við einkareknar læknastofur um framkvæmd þeirra. Slíkt myndi draga verulega úr álagi á spítalann og jafnvel í einhverjum tilfellum kosta minna fjármagn, líkt og nýlegt útboð á liðaskiptiaðgerðum ber glöggt vitni. Það er löngu ljóst að í stærstu þéttbýliskjörnum landsins er verulegur skortur á heilsugæsluþjónustu. Fjölga þarf með útboðum heilsugæslustöðvum á þeim svæðum hið fyrsta. Annars mun markmiðið um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu nást. Auk þess þarf að efla heilsugæslu og greiningargetu heilbrigðisstofnana landsbyggðinni. Bætt sjúkraflug og rekstur sjúkraþyrlu myndi svo enn frekar bæta öryggi þeirra sem á landsbyggðinni búa eða eiga þar leið um. Gera þarf verulegt átak í menntamálum heilbrigðisstarfsfólks og búa til hvata sem laða fólk heim aftur að loknu sérfræðinámi erlendis. Bæta þarf verulega í nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Þá kannski helst að þeim hluta sem lýtur að skráningu innan kerfisins. En sá hluti er mörgu heilbrigðisstarfsfólki verulega íþyngjandi í dag. Aukin nýsköpun í fjarlækningum og öðru í þeim dúr væri svo auðvitað alltaf til bóta. Lausnirnar eiga ekki og mega ekki alltaf vera, aukið fjármagn sem týnist svo í þeirri óreiðu sem einsleitt heilbrigðiskerfi, líkt og vinstri flokkarnir, þar með talin Samfylkingin stefna ótrauð að. Lausnin verður ætíð að vera að nýta það betur sem til er. Hvort sem um er að ræða fjármagn eða þann mannauð sem við búum yfir. Hvort sem hann sé á sviði heilbrigðismála eða í öðrum tengdum og samhangandi geirum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlögum 2013, síðustu fjárlögum hinnar norrænu velferðarstjórnar, ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru framlög til heilbrigðismála 137.220.000.000. kr. eða 426.383 kr. pr. landsmann. Samkvæmt núgildandi fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði 342.979.000.000. kr. eða 884.518. pr landsmann. Hvort miðað sé við hækkun heildarframlaga til heilbrigðismála á þessu tímabili eða framlaga pr. landmann að það ljóst að framlögin hafa hækkað töluvert um fram verðlag. Hefðu heildarframlögin hækkað samkvæmt verðlagi frá 2013 þá væru þau um 200 milljarðar króna en ekki tæplega 343 milljarðar líkt og fjárlög yfirstandandi árs kveða á um. Framlög til landsmanns væru um 600 þúsund krónur pr. landsmann. Af upptalningunni hér að ofan, má glögglega sjá, að ríkisstjórnir síðustu tíu ára hafa alls ekki verið að fjársvelta heilbrigðiskerfið, líkt og stjórnarandstaðan hefur básúnað við hvert tækifæri sem henni er réttur mikrófónn. Öðru nær þá hafa fjárframlögin stóraukist, bæði samkvæmt verðlagi og í takti við fólksfjölgun. Það breytir því ekki, að eflaust má gera betur. Það á reyndar alltaf við í jafn mikilvægum málaflokki og heilbrigðismál eru. En er það bara á fjármögnunarhliðinni sem gera má betur? Formanni Samfylkingarinnar er það, að eigin sögn, mikið hjartans mál að fullfjármagna heilbrigðiskerfið. Hvað þýðir það? Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Hefur það einhvern verðmiða? Eða er „fullfjármögnun heilbrigðiskerfisins” enn einn frasinn sem reyndar lætur ekki svo illa í eyrum, en samt álíka marklaus og margir aðrir frasar er úr þeirri átt koma. Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi? Heilbrigðiskerfið er nefnilega allt annað og miklu meira en það sem ríkið starfrækir. Ágætis byrjun í átt að fullnýtingu heilbrigðiskerfisins væri að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi lækna. Síðan mætti fara í vinnu við að skilgreina enn frekar hlutverk Landspítalans háskólasjúkrahúss. Hvort að ekki væri hægt að draga úr nánast ómannlegu álagi á starfsemi spítalans með því að draga verulega úr umfangi valkvæðra aðgerða sem framkvæmdar eru á spítalanum með því að semja við einkareknar læknastofur um framkvæmd þeirra. Slíkt myndi draga verulega úr álagi á spítalann og jafnvel í einhverjum tilfellum kosta minna fjármagn, líkt og nýlegt útboð á liðaskiptiaðgerðum ber glöggt vitni. Það er löngu ljóst að í stærstu þéttbýliskjörnum landsins er verulegur skortur á heilsugæsluþjónustu. Fjölga þarf með útboðum heilsugæslustöðvum á þeim svæðum hið fyrsta. Annars mun markmiðið um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu nást. Auk þess þarf að efla heilsugæslu og greiningargetu heilbrigðisstofnana landsbyggðinni. Bætt sjúkraflug og rekstur sjúkraþyrlu myndi svo enn frekar bæta öryggi þeirra sem á landsbyggðinni búa eða eiga þar leið um. Gera þarf verulegt átak í menntamálum heilbrigðisstarfsfólks og búa til hvata sem laða fólk heim aftur að loknu sérfræðinámi erlendis. Bæta þarf verulega í nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Þá kannski helst að þeim hluta sem lýtur að skráningu innan kerfisins. En sá hluti er mörgu heilbrigðisstarfsfólki verulega íþyngjandi í dag. Aukin nýsköpun í fjarlækningum og öðru í þeim dúr væri svo auðvitað alltaf til bóta. Lausnirnar eiga ekki og mega ekki alltaf vera, aukið fjármagn sem týnist svo í þeirri óreiðu sem einsleitt heilbrigðiskerfi, líkt og vinstri flokkarnir, þar með talin Samfylkingin stefna ótrauð að. Lausnin verður ætíð að vera að nýta það betur sem til er. Hvort sem um er að ræða fjármagn eða þann mannauð sem við búum yfir. Hvort sem hann sé á sviði heilbrigðismála eða í öðrum tengdum og samhangandi geirum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar