Lýst eftir fjármálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 20. maí 2023 12:00 Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er. Skilaboðin þaðan er að það sé nauðsynlegt sé að auka aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis að verja stöðu þeirra sem lakast standa. Allir umsagnaraðilar um fjármálaáætlun fjármálaráðherra segja það sama en fjármálaráðherra virðist vera í fríi frá þessu verkefni. Frá Seðlabankanum sjálfum er gagnrýnin eins skýr og getur orðið. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri nefnir að of lítið aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankinn beri þyngri byrði í baráttunni við verðbólguna en eðlilegt væri. Baráttan við verðbólgu væri auðveldari ef það væri í forgangi hjá ríkissjóði að auka aðhald í ríkisfjármálum. Í síðasta fjárlagafrumvarpi blasti við að fjármálaráðherra ætlaði ekki að bregðast við verðbólgu að neinu marki. Viðreisn lagði fram tillögur með það að markmiði að bregðast við, m.a. að skuldir ríkisins yrðu lækkaðar um 20 milljarða á árinu. Tillögur um fækkun ráðuneyta, hækkun veiðigjalda og hækkun kolefnisgjalds. Allar voru þessar tillögur felldar og fjárlögin enduðu í 120 milljarða halla. Leikþreyta í hópnum Í nýrri fjármálaáætlun eru síðan enn engin merki um að ríkisstjórnin ætli að taka sér neitt hlutverk um það að ná árangri gegn verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta að greiða niður skuldir og ná niður vaxtabyrði íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Í nýrri fjármálaáætlun er hins vegar fjallað um að vond vaxtakjör ríkisins. Fá Evrópuríki eru reyndar með þyngri vaxtabyrði en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Ríkið er þar í svipaðri stöðu og heimilin. Lánin eru dýrari. Ríkisstjórnin sem er haldin leikþreytu talar bara um að „halda skuldavexti í lágmarki.” Stærri eru markmiðin ekki. Hallarekstur ríkissjóðs verður áfram staðreynd að minnsta kosti út árið 2027 og hefur þá varað í tæp 10 ár. Lengra tímabil og hærri vextir Þessi leikþreyta í ríkisfjármálum eru vondar fréttir fyrir þjóðina einfaldlega vegna þess að leikþreytan þýðir lengra verðbólgutímabil og fleiri vaxtahækkanir. Fólk er eðlilega með hugann við heimilisbókhaldið sitt þessa dagana, í mikilli verðbólgu og ástandi þar sem vextir hækka ótt og títt. Húsnæðislán verða áfram mjög dýr en í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021 þegar vextir voru sögulega lágir. Sömuleiðis á að hafa í huga að um 27% lántakenda hafa tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga. Þetta er ungt fólk og barnafjölskyldur. Við þennan hóp bætast 4500 heimili í ár. Fasteignamarkaðurinn og byggingamarkaðurinn eru á leið í frost. Fólk sem ekki hefur keypt sér fyrstu íbúð kemst svo ekki inn á markaðinn. Betra bókhald seinna Vegna þess að ekkert er tekið til í útgjöldum ríkisins þarf að afla tekna og nú ætlar ríkisstjórnin að leggja 1% skattahækkun á fyrirtæki landsins. Það þarf pólitíska hugmyndafræði þegar stefna er mótuð um útgjöld, tekjur og heildarafkomu. Hana vantar sem og reyndar grunnforsendur um að tekjur verða að duga fyrir útgjöldum. Allar óvæntar tekjur fara í ný útgjöld en ekki í að borga skuldir. Fjármálaráð gaukar einmitt því heilræði að fjármálaráðherra, að skynsamlegra hefði verið nýta tekjuauka ríkissjóðs til að bæta afkomu ríkissjóðs í staðinn fyrir að auka bara útgjöld. Hagfræðingar eru sammála um að ekki sé verið að bregðast við verðbólgunni heldur sé fjármálaáætlunin full af óljósum fyrirætlunum um betra bókhald seinna. Og hvort sem litið er til BHM, ASÍ, Samtaka atvinnulífsins eða Viðskiptaráðs þá ganga þessir aðilar nú hönd í hönd um það að lýsa eftir fjármálaráðherra. En ríkisstjórn sem ekki er sammála um hugmyndafræði og ekki er sammála um leikskipulag bregst aftur og aftur við á sama hátt: með því að gera ekki neitt. Á Íslandi búa núna tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Sífelldar vaxtahækkanir hafa þess vegna ekki áhrif á þessi fyrirtæki en mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru eftir inni í krónuhagkerfinu. Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Óbreytt ástand mun sömuleiðis þýða þungt högg fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og fyrstu kaupendur. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er. Skilaboðin þaðan er að það sé nauðsynlegt sé að auka aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis að verja stöðu þeirra sem lakast standa. Allir umsagnaraðilar um fjármálaáætlun fjármálaráðherra segja það sama en fjármálaráðherra virðist vera í fríi frá þessu verkefni. Frá Seðlabankanum sjálfum er gagnrýnin eins skýr og getur orðið. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri nefnir að of lítið aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankinn beri þyngri byrði í baráttunni við verðbólguna en eðlilegt væri. Baráttan við verðbólgu væri auðveldari ef það væri í forgangi hjá ríkissjóði að auka aðhald í ríkisfjármálum. Í síðasta fjárlagafrumvarpi blasti við að fjármálaráðherra ætlaði ekki að bregðast við verðbólgu að neinu marki. Viðreisn lagði fram tillögur með það að markmiði að bregðast við, m.a. að skuldir ríkisins yrðu lækkaðar um 20 milljarða á árinu. Tillögur um fækkun ráðuneyta, hækkun veiðigjalda og hækkun kolefnisgjalds. Allar voru þessar tillögur felldar og fjárlögin enduðu í 120 milljarða halla. Leikþreyta í hópnum Í nýrri fjármálaáætlun eru síðan enn engin merki um að ríkisstjórnin ætli að taka sér neitt hlutverk um það að ná árangri gegn verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta að greiða niður skuldir og ná niður vaxtabyrði íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Í nýrri fjármálaáætlun er hins vegar fjallað um að vond vaxtakjör ríkisins. Fá Evrópuríki eru reyndar með þyngri vaxtabyrði en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Ríkið er þar í svipaðri stöðu og heimilin. Lánin eru dýrari. Ríkisstjórnin sem er haldin leikþreytu talar bara um að „halda skuldavexti í lágmarki.” Stærri eru markmiðin ekki. Hallarekstur ríkissjóðs verður áfram staðreynd að minnsta kosti út árið 2027 og hefur þá varað í tæp 10 ár. Lengra tímabil og hærri vextir Þessi leikþreyta í ríkisfjármálum eru vondar fréttir fyrir þjóðina einfaldlega vegna þess að leikþreytan þýðir lengra verðbólgutímabil og fleiri vaxtahækkanir. Fólk er eðlilega með hugann við heimilisbókhaldið sitt þessa dagana, í mikilli verðbólgu og ástandi þar sem vextir hækka ótt og títt. Húsnæðislán verða áfram mjög dýr en í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021 þegar vextir voru sögulega lágir. Sömuleiðis á að hafa í huga að um 27% lántakenda hafa tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga. Þetta er ungt fólk og barnafjölskyldur. Við þennan hóp bætast 4500 heimili í ár. Fasteignamarkaðurinn og byggingamarkaðurinn eru á leið í frost. Fólk sem ekki hefur keypt sér fyrstu íbúð kemst svo ekki inn á markaðinn. Betra bókhald seinna Vegna þess að ekkert er tekið til í útgjöldum ríkisins þarf að afla tekna og nú ætlar ríkisstjórnin að leggja 1% skattahækkun á fyrirtæki landsins. Það þarf pólitíska hugmyndafræði þegar stefna er mótuð um útgjöld, tekjur og heildarafkomu. Hana vantar sem og reyndar grunnforsendur um að tekjur verða að duga fyrir útgjöldum. Allar óvæntar tekjur fara í ný útgjöld en ekki í að borga skuldir. Fjármálaráð gaukar einmitt því heilræði að fjármálaráðherra, að skynsamlegra hefði verið nýta tekjuauka ríkissjóðs til að bæta afkomu ríkissjóðs í staðinn fyrir að auka bara útgjöld. Hagfræðingar eru sammála um að ekki sé verið að bregðast við verðbólgunni heldur sé fjármálaáætlunin full af óljósum fyrirætlunum um betra bókhald seinna. Og hvort sem litið er til BHM, ASÍ, Samtaka atvinnulífsins eða Viðskiptaráðs þá ganga þessir aðilar nú hönd í hönd um það að lýsa eftir fjármálaráðherra. En ríkisstjórn sem ekki er sammála um hugmyndafræði og ekki er sammála um leikskipulag bregst aftur og aftur við á sama hátt: með því að gera ekki neitt. Á Íslandi búa núna tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Sífelldar vaxtahækkanir hafa þess vegna ekki áhrif á þessi fyrirtæki en mikil áhrif á venjulegt fólk með húsnæðislán og þau fyrirtæki sem eru eftir inni í krónuhagkerfinu. Þetta eru litlu og meðalstóru fyrirtækin og fólkið sem er að reyna að eignast heimili. Fyrir venjulegt fólk er ekkert sem mælir með krónunni. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Óbreytt ástand mun sömuleiðis þýða þungt högg fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og fyrstu kaupendur. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun