Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skrifar 18. maí 2023 06:30 Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason tók við stjórn skólans árið 1906 af Þóru Melsteð og stýrði honum til dauðadags haustið 1941. Hún var fyrsta konan sem sat á Alþingi Íslendinga og fallega styttan fyrir utan Alþingishúsið er af henni. Lífshlaup Frk. Ingibjargar er rakið í Kvennaskólabókinni. Hún fór til náms í Kaupmannahöfn og lærði þar m.a. leikfimi fyrst íslenskra kvenna. Kennslugreinar hennar voru leikfimi, dans, teiknun, danska og heilsufræði. Hún lét byggja yfir skólann að Fríkirkjuvegi 9. Hún stóð ásamt fleiri konum að stofnun Hins íslenska heimilisiðnaðarfélags 1913 og í tilefni þess að íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915 voru stofnaðir að frumkvæði hennar tveir sjóðir, Landspítalasjóður til að hrinda byggingu Landsspítala í framkvæmd og Minningargjafasjóður Landspítala Íslands varð einnig til 1916. Hans hlutverk var til að styrkja sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stjórn Minningargjafasjóðsins hefur til skamms tíma fundað í Kvennaskólanum. Frk. Ingibjörg arfleiddi Kvennaskólann að flestum eigum sínum. Í skólanum er fín og virðuleg stofa búin gömlum húsgögnum, m.a. fyrsta skólaborðinu. Stofan er safn gamalla muna úr sögu skólans. Þessi stofa er oft notuð sem viðtalsherbergi sem virkar mjög vel á viðmælendur. Flestir verða mjög hissa sem koma þarna inn og þar er erfitt að vera með ágreining uppi. Skólinn hefur alltaf verið i miðborginni og er með elsta, óbreytta skólanafnið á Íslandi. Ég starfaði í Kvennaskólanum í Reykjavík frá haustinu 1973 til áramóta 2016 Ég var lengi aðstoðarskólameistari og svo skólameistari í 17 ár. Kvennaskólinn var grunnskóli fyrir stúlkur 13-16 ára þegar ég réðist þar til starfa sem raungreinakennari 1973. Stuttu síðar var skólinn opnaður fyrir pilta (1977), færður á framhaldsskólastig (1979) og hefur alla tíð verið tilbúinn í þróunarstarf og breytingar í takt við tímann og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Skólinn var, undir forystu Aðalsteins Eiríkssonar skólameistara (1982-1998), brautryðjandi við innleiðingu samningsstjórnunar 1994 og hlaut fyrst ríkisstofnana Áttavitann sem Ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 1996. Eftir setningu nýrra laga um framhaldsskóla 2008 tók skólinn að sér að þróa styttingu náms til stúdentsprófs í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og Menntamálaráðuneytið. Kennsla á þriggja ára námsbrautum hófst haustið 2009 og gekk að mínum dómi og úttektaraðila mjög vel. Um þetta má lesa í mörgum skýrslum á heimasíðu skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/stefnur-og-aaetlanir-1/mat-a-skolastarfi-1 Skólamenningin í Kvennaskólanum er mjög sterk og einkennist af umhyggju, virðingu, vináttu, hefðum, sem sumar eru meira en aldargamlar eins og Peysufatadagurinn, og síðast en ekki síst metnaði til góðra verka. Starfsfólkið er faglega mjög sterkt og gott og skólinn nýtur góðrar aðsóknar. Brottfallið í skólanum er mjög lítið og útskriftarhlutfallið eftir 3 ár er mjög hátt. Um áramótin 2015-16 var meðalnámstími nemenda til stúdentsprófs við skólann 3,1 ár sem þýðir að langflestir nemendur luku stúdentsprófi á 3 árum, nokkrir á 3,5 og örfáir á 4 árum. Mikil ánægja nemenda er með skólann sinn, þau syngja stolt „Kvennaskólinn minn, Kvennaskólinn minn“. Ég tel að núverandi stærð skólans sé hæfileg. Nemendur töluðu oft um að þau nytu þess að starfsfólkið þekkti þau og bæru fyrir þeim umhyggju. Það gjörbreytti allri aðstöðu skólans þegar hann fékk Miðbæjarskólann til afnota 2011. Það bætti mjög úr húsnæðisþörf hans og gerði rekstrareininguna býsna hagkvæma. Skólinn er nú í þremur húsum, þar af tveimur mjög gömlum sem hefur verið vel við haldið af Framkvæmdasýslunni eftir að húsaleigufyrirkomulagið var innleitt. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir húsunum og gangi vel um þau sem þeir gera. Skólinn verður 150 ára 1. október á næsta ári. Af því tilefni ætti að friðlýsa Kvennaskólann í Reykjavík sem framsækna menningar- og menntastofnun sem býr yfir merkilegri sögu og ræktar góð gildi hjá nemendum sínum í friðlýstum húsum. Þetta hef ég þegar lagt til við mennta- og barnamálaráðherra. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason tók við stjórn skólans árið 1906 af Þóru Melsteð og stýrði honum til dauðadags haustið 1941. Hún var fyrsta konan sem sat á Alþingi Íslendinga og fallega styttan fyrir utan Alþingishúsið er af henni. Lífshlaup Frk. Ingibjargar er rakið í Kvennaskólabókinni. Hún fór til náms í Kaupmannahöfn og lærði þar m.a. leikfimi fyrst íslenskra kvenna. Kennslugreinar hennar voru leikfimi, dans, teiknun, danska og heilsufræði. Hún lét byggja yfir skólann að Fríkirkjuvegi 9. Hún stóð ásamt fleiri konum að stofnun Hins íslenska heimilisiðnaðarfélags 1913 og í tilefni þess að íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915 voru stofnaðir að frumkvæði hennar tveir sjóðir, Landspítalasjóður til að hrinda byggingu Landsspítala í framkvæmd og Minningargjafasjóður Landspítala Íslands varð einnig til 1916. Hans hlutverk var til að styrkja sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stjórn Minningargjafasjóðsins hefur til skamms tíma fundað í Kvennaskólanum. Frk. Ingibjörg arfleiddi Kvennaskólann að flestum eigum sínum. Í skólanum er fín og virðuleg stofa búin gömlum húsgögnum, m.a. fyrsta skólaborðinu. Stofan er safn gamalla muna úr sögu skólans. Þessi stofa er oft notuð sem viðtalsherbergi sem virkar mjög vel á viðmælendur. Flestir verða mjög hissa sem koma þarna inn og þar er erfitt að vera með ágreining uppi. Skólinn hefur alltaf verið i miðborginni og er með elsta, óbreytta skólanafnið á Íslandi. Ég starfaði í Kvennaskólanum í Reykjavík frá haustinu 1973 til áramóta 2016 Ég var lengi aðstoðarskólameistari og svo skólameistari í 17 ár. Kvennaskólinn var grunnskóli fyrir stúlkur 13-16 ára þegar ég réðist þar til starfa sem raungreinakennari 1973. Stuttu síðar var skólinn opnaður fyrir pilta (1977), færður á framhaldsskólastig (1979) og hefur alla tíð verið tilbúinn í þróunarstarf og breytingar í takt við tímann og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Skólinn var, undir forystu Aðalsteins Eiríkssonar skólameistara (1982-1998), brautryðjandi við innleiðingu samningsstjórnunar 1994 og hlaut fyrst ríkisstofnana Áttavitann sem Ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 1996. Eftir setningu nýrra laga um framhaldsskóla 2008 tók skólinn að sér að þróa styttingu náms til stúdentsprófs í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og Menntamálaráðuneytið. Kennsla á þriggja ára námsbrautum hófst haustið 2009 og gekk að mínum dómi og úttektaraðila mjög vel. Um þetta má lesa í mörgum skýrslum á heimasíðu skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/stefnur-og-aaetlanir-1/mat-a-skolastarfi-1 Skólamenningin í Kvennaskólanum er mjög sterk og einkennist af umhyggju, virðingu, vináttu, hefðum, sem sumar eru meira en aldargamlar eins og Peysufatadagurinn, og síðast en ekki síst metnaði til góðra verka. Starfsfólkið er faglega mjög sterkt og gott og skólinn nýtur góðrar aðsóknar. Brottfallið í skólanum er mjög lítið og útskriftarhlutfallið eftir 3 ár er mjög hátt. Um áramótin 2015-16 var meðalnámstími nemenda til stúdentsprófs við skólann 3,1 ár sem þýðir að langflestir nemendur luku stúdentsprófi á 3 árum, nokkrir á 3,5 og örfáir á 4 árum. Mikil ánægja nemenda er með skólann sinn, þau syngja stolt „Kvennaskólinn minn, Kvennaskólinn minn“. Ég tel að núverandi stærð skólans sé hæfileg. Nemendur töluðu oft um að þau nytu þess að starfsfólkið þekkti þau og bæru fyrir þeim umhyggju. Það gjörbreytti allri aðstöðu skólans þegar hann fékk Miðbæjarskólann til afnota 2011. Það bætti mjög úr húsnæðisþörf hans og gerði rekstrareininguna býsna hagkvæma. Skólinn er nú í þremur húsum, þar af tveimur mjög gömlum sem hefur verið vel við haldið af Framkvæmdasýslunni eftir að húsaleigufyrirkomulagið var innleitt. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir húsunum og gangi vel um þau sem þeir gera. Skólinn verður 150 ára 1. október á næsta ári. Af því tilefni ætti að friðlýsa Kvennaskólann í Reykjavík sem framsækna menningar- og menntastofnun sem býr yfir merkilegri sögu og ræktar góð gildi hjá nemendum sínum í friðlýstum húsum. Þetta hef ég þegar lagt til við mennta- og barnamálaráðherra. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun