Friðlýsa ætti Kvennaskólann í Reykjavík Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skrifar 18. maí 2023 06:30 Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason tók við stjórn skólans árið 1906 af Þóru Melsteð og stýrði honum til dauðadags haustið 1941. Hún var fyrsta konan sem sat á Alþingi Íslendinga og fallega styttan fyrir utan Alþingishúsið er af henni. Lífshlaup Frk. Ingibjargar er rakið í Kvennaskólabókinni. Hún fór til náms í Kaupmannahöfn og lærði þar m.a. leikfimi fyrst íslenskra kvenna. Kennslugreinar hennar voru leikfimi, dans, teiknun, danska og heilsufræði. Hún lét byggja yfir skólann að Fríkirkjuvegi 9. Hún stóð ásamt fleiri konum að stofnun Hins íslenska heimilisiðnaðarfélags 1913 og í tilefni þess að íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915 voru stofnaðir að frumkvæði hennar tveir sjóðir, Landspítalasjóður til að hrinda byggingu Landsspítala í framkvæmd og Minningargjafasjóður Landspítala Íslands varð einnig til 1916. Hans hlutverk var til að styrkja sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stjórn Minningargjafasjóðsins hefur til skamms tíma fundað í Kvennaskólanum. Frk. Ingibjörg arfleiddi Kvennaskólann að flestum eigum sínum. Í skólanum er fín og virðuleg stofa búin gömlum húsgögnum, m.a. fyrsta skólaborðinu. Stofan er safn gamalla muna úr sögu skólans. Þessi stofa er oft notuð sem viðtalsherbergi sem virkar mjög vel á viðmælendur. Flestir verða mjög hissa sem koma þarna inn og þar er erfitt að vera með ágreining uppi. Skólinn hefur alltaf verið i miðborginni og er með elsta, óbreytta skólanafnið á Íslandi. Ég starfaði í Kvennaskólanum í Reykjavík frá haustinu 1973 til áramóta 2016 Ég var lengi aðstoðarskólameistari og svo skólameistari í 17 ár. Kvennaskólinn var grunnskóli fyrir stúlkur 13-16 ára þegar ég réðist þar til starfa sem raungreinakennari 1973. Stuttu síðar var skólinn opnaður fyrir pilta (1977), færður á framhaldsskólastig (1979) og hefur alla tíð verið tilbúinn í þróunarstarf og breytingar í takt við tímann og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Skólinn var, undir forystu Aðalsteins Eiríkssonar skólameistara (1982-1998), brautryðjandi við innleiðingu samningsstjórnunar 1994 og hlaut fyrst ríkisstofnana Áttavitann sem Ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 1996. Eftir setningu nýrra laga um framhaldsskóla 2008 tók skólinn að sér að þróa styttingu náms til stúdentsprófs í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og Menntamálaráðuneytið. Kennsla á þriggja ára námsbrautum hófst haustið 2009 og gekk að mínum dómi og úttektaraðila mjög vel. Um þetta má lesa í mörgum skýrslum á heimasíðu skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/stefnur-og-aaetlanir-1/mat-a-skolastarfi-1 Skólamenningin í Kvennaskólanum er mjög sterk og einkennist af umhyggju, virðingu, vináttu, hefðum, sem sumar eru meira en aldargamlar eins og Peysufatadagurinn, og síðast en ekki síst metnaði til góðra verka. Starfsfólkið er faglega mjög sterkt og gott og skólinn nýtur góðrar aðsóknar. Brottfallið í skólanum er mjög lítið og útskriftarhlutfallið eftir 3 ár er mjög hátt. Um áramótin 2015-16 var meðalnámstími nemenda til stúdentsprófs við skólann 3,1 ár sem þýðir að langflestir nemendur luku stúdentsprófi á 3 árum, nokkrir á 3,5 og örfáir á 4 árum. Mikil ánægja nemenda er með skólann sinn, þau syngja stolt „Kvennaskólinn minn, Kvennaskólinn minn“. Ég tel að núverandi stærð skólans sé hæfileg. Nemendur töluðu oft um að þau nytu þess að starfsfólkið þekkti þau og bæru fyrir þeim umhyggju. Það gjörbreytti allri aðstöðu skólans þegar hann fékk Miðbæjarskólann til afnota 2011. Það bætti mjög úr húsnæðisþörf hans og gerði rekstrareininguna býsna hagkvæma. Skólinn er nú í þremur húsum, þar af tveimur mjög gömlum sem hefur verið vel við haldið af Framkvæmdasýslunni eftir að húsaleigufyrirkomulagið var innleitt. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir húsunum og gangi vel um þau sem þeir gera. Skólinn verður 150 ára 1. október á næsta ári. Af því tilefni ætti að friðlýsa Kvennaskólann í Reykjavík sem framsækna menningar- og menntastofnun sem býr yfir merkilegri sögu og ræktar góð gildi hjá nemendum sínum í friðlýstum húsum. Þetta hef ég þegar lagt til við mennta- og barnamálaráðherra. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður á heimili hjónanna Þóru og Páls Melsteð við Austurvöll árið 1874 og síðar var byggt yfir hann húsið sem flestir þekkja nú sem Nasa. Þar var skólinn til ársins 1909 að hann flutti í núverandi aðalbyggingu að Fríkirkjuvegi 9. Á aldarafmæli skólans 1. október 1974 var gefin út mjög merkileg bók, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974, um sögu skólans sem jafnframt er saga réttindabaráttu kvenna til náms á Íslandi. Árið 1874 áttu konur ekki kost á neinni menntun eftir barnaskólann og fengu ekki inngöngu í Lærða skólann. Frk. Ingibjörg H. Bjarnason tók við stjórn skólans árið 1906 af Þóru Melsteð og stýrði honum til dauðadags haustið 1941. Hún var fyrsta konan sem sat á Alþingi Íslendinga og fallega styttan fyrir utan Alþingishúsið er af henni. Lífshlaup Frk. Ingibjargar er rakið í Kvennaskólabókinni. Hún fór til náms í Kaupmannahöfn og lærði þar m.a. leikfimi fyrst íslenskra kvenna. Kennslugreinar hennar voru leikfimi, dans, teiknun, danska og heilsufræði. Hún lét byggja yfir skólann að Fríkirkjuvegi 9. Hún stóð ásamt fleiri konum að stofnun Hins íslenska heimilisiðnaðarfélags 1913 og í tilefni þess að íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915 voru stofnaðir að frumkvæði hennar tveir sjóðir, Landspítalasjóður til að hrinda byggingu Landsspítala í framkvæmd og Minningargjafasjóður Landspítala Íslands varð einnig til 1916. Hans hlutverk var til að styrkja sjúklinga og aðstandendur þeirra. Stjórn Minningargjafasjóðsins hefur til skamms tíma fundað í Kvennaskólanum. Frk. Ingibjörg arfleiddi Kvennaskólann að flestum eigum sínum. Í skólanum er fín og virðuleg stofa búin gömlum húsgögnum, m.a. fyrsta skólaborðinu. Stofan er safn gamalla muna úr sögu skólans. Þessi stofa er oft notuð sem viðtalsherbergi sem virkar mjög vel á viðmælendur. Flestir verða mjög hissa sem koma þarna inn og þar er erfitt að vera með ágreining uppi. Skólinn hefur alltaf verið i miðborginni og er með elsta, óbreytta skólanafnið á Íslandi. Ég starfaði í Kvennaskólanum í Reykjavík frá haustinu 1973 til áramóta 2016 Ég var lengi aðstoðarskólameistari og svo skólameistari í 17 ár. Kvennaskólinn var grunnskóli fyrir stúlkur 13-16 ára þegar ég réðist þar til starfa sem raungreinakennari 1973. Stuttu síðar var skólinn opnaður fyrir pilta (1977), færður á framhaldsskólastig (1979) og hefur alla tíð verið tilbúinn í þróunarstarf og breytingar í takt við tímann og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Skólinn var, undir forystu Aðalsteins Eiríkssonar skólameistara (1982-1998), brautryðjandi við innleiðingu samningsstjórnunar 1994 og hlaut fyrst ríkisstofnana Áttavitann sem Ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 1996. Eftir setningu nýrra laga um framhaldsskóla 2008 tók skólinn að sér að þróa styttingu náms til stúdentsprófs í samstarfi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og Menntamálaráðuneytið. Kennsla á þriggja ára námsbrautum hófst haustið 2009 og gekk að mínum dómi og úttektaraðila mjög vel. Um þetta má lesa í mörgum skýrslum á heimasíðu skólans: https://www.kvenno.is/is/skolinn/stefnur-og-aaetlanir-1/mat-a-skolastarfi-1 Skólamenningin í Kvennaskólanum er mjög sterk og einkennist af umhyggju, virðingu, vináttu, hefðum, sem sumar eru meira en aldargamlar eins og Peysufatadagurinn, og síðast en ekki síst metnaði til góðra verka. Starfsfólkið er faglega mjög sterkt og gott og skólinn nýtur góðrar aðsóknar. Brottfallið í skólanum er mjög lítið og útskriftarhlutfallið eftir 3 ár er mjög hátt. Um áramótin 2015-16 var meðalnámstími nemenda til stúdentsprófs við skólann 3,1 ár sem þýðir að langflestir nemendur luku stúdentsprófi á 3 árum, nokkrir á 3,5 og örfáir á 4 árum. Mikil ánægja nemenda er með skólann sinn, þau syngja stolt „Kvennaskólinn minn, Kvennaskólinn minn“. Ég tel að núverandi stærð skólans sé hæfileg. Nemendur töluðu oft um að þau nytu þess að starfsfólkið þekkti þau og bæru fyrir þeim umhyggju. Það gjörbreytti allri aðstöðu skólans þegar hann fékk Miðbæjarskólann til afnota 2011. Það bætti mjög úr húsnæðisþörf hans og gerði rekstrareininguna býsna hagkvæma. Skólinn er nú í þremur húsum, þar af tveimur mjög gömlum sem hefur verið vel við haldið af Framkvæmdasýslunni eftir að húsaleigufyrirkomulagið var innleitt. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir húsunum og gangi vel um þau sem þeir gera. Skólinn verður 150 ára 1. október á næsta ári. Af því tilefni ætti að friðlýsa Kvennaskólann í Reykjavík sem framsækna menningar- og menntastofnun sem býr yfir merkilegri sögu og ræktar góð gildi hjá nemendum sínum í friðlýstum húsum. Þetta hef ég þegar lagt til við mennta- og barnamálaráðherra. Höfundur er fyrrverandi skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun