Látið Kvennaskólann í friði Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 16. maí 2023 08:31 Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður af Þóru Melsteð (1823-1919) og eiginmanni hennar Páli þann 1. október 1874 og var fyrsti íslenski kvennaskólinn. Kvennaskólinn var gagnfræðaskóli og útskrifuðust nemendur þaðan sem gagnfræðingar eftir 4 ára nám. Þá var MR eini skólinn sem útskrifaði stúdenta til háskólanáms. Nemendur þar voru eingöngu piltar þar sem skólinn var lokaður stúlkum til ársins 1904. Kvennaskólinn varð framhaldsskóli árið 1979 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið 1982. Forstöðukonur og síðar skólameistarar Kvennaskólans hafa alla tíð haldið hinni háleitu stefnu og markmiðum sem Þóra Melsteð setti skóla sínum. Kvennaskólastúlkur voru og eru frambærilegir fulltrúar nýrrar kynslóðar hverju sinni og er Peysufatadagurinn þeirra merkisdagur enn þann dag í dag. Það sama gildir auðvitað um alla þá góðu pilta sem þar hafa stundað nám. Kvennaskólinn var fyrst til húsa á heimili Melsteð-hjónanna við Thorvaldsenstræti og byggðu þau nýtt hús við Austurvöll árið 1878. Þar var skólinn til ársins 1909 þegar hann flutti í eigið húsnæði við Fríkirkjuveg 9 og er þar enn. Hið gamla heimili Þóru og Páls var síðan sett inn í hótel við Austurvöll og er því horfið þannig séð. Það er ekki verðugt verkefni hjá yfirvöldum að umbreyta eina kvennaskóla landsins með þessum hætti sem fyrirhugað er. Þvílík afmælisgjöf á nær 150 ára afmæli skólans. Konur þurfa því að sameinast um hinn merka og sögulega arf formæðra okkar í námi barna og ungmenna og hindra þennan vanhugsaða gerning. Þessi fyrirhugaða sameining hefur ekkert með eflingu verknáms að gera. Því til viðbótar skiptir fjölbreytileikinn máli á framhaldsskólastigi en nemendahópurinn sem sækir þessa tvo skóla sem fyrirhugað er að sameina, hefur verið ólíkur. Kvennaskólinn hefur ætíð verið í fararbroddi í kennslu og nýjungum og telst meðal bestu og vinsælustu framhaldsskóla landsins. Reksturinn er fjárhagslega í góðu lagi eins og annað sem konur stjórna. Látið þennan góða skóla í friði. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður af Þóru Melsteð (1823-1919) og eiginmanni hennar Páli þann 1. október 1874 og var fyrsti íslenski kvennaskólinn. Kvennaskólinn var gagnfræðaskóli og útskrifuðust nemendur þaðan sem gagnfræðingar eftir 4 ára nám. Þá var MR eini skólinn sem útskrifaði stúdenta til háskólanáms. Nemendur þar voru eingöngu piltar þar sem skólinn var lokaður stúlkum til ársins 1904. Kvennaskólinn varð framhaldsskóli árið 1979 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið 1982. Forstöðukonur og síðar skólameistarar Kvennaskólans hafa alla tíð haldið hinni háleitu stefnu og markmiðum sem Þóra Melsteð setti skóla sínum. Kvennaskólastúlkur voru og eru frambærilegir fulltrúar nýrrar kynslóðar hverju sinni og er Peysufatadagurinn þeirra merkisdagur enn þann dag í dag. Það sama gildir auðvitað um alla þá góðu pilta sem þar hafa stundað nám. Kvennaskólinn var fyrst til húsa á heimili Melsteð-hjónanna við Thorvaldsenstræti og byggðu þau nýtt hús við Austurvöll árið 1878. Þar var skólinn til ársins 1909 þegar hann flutti í eigið húsnæði við Fríkirkjuveg 9 og er þar enn. Hið gamla heimili Þóru og Páls var síðan sett inn í hótel við Austurvöll og er því horfið þannig séð. Það er ekki verðugt verkefni hjá yfirvöldum að umbreyta eina kvennaskóla landsins með þessum hætti sem fyrirhugað er. Þvílík afmælisgjöf á nær 150 ára afmæli skólans. Konur þurfa því að sameinast um hinn merka og sögulega arf formæðra okkar í námi barna og ungmenna og hindra þennan vanhugsaða gerning. Þessi fyrirhugaða sameining hefur ekkert með eflingu verknáms að gera. Því til viðbótar skiptir fjölbreytileikinn máli á framhaldsskólastigi en nemendahópurinn sem sækir þessa tvo skóla sem fyrirhugað er að sameina, hefur verið ólíkur. Kvennaskólinn hefur ætíð verið í fararbroddi í kennslu og nýjungum og telst meðal bestu og vinsælustu framhaldsskóla landsins. Reksturinn er fjárhagslega í góðu lagi eins og annað sem konur stjórna. Látið þennan góða skóla í friði. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun