Hver á að bera skaðann? Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar 13. maí 2023 08:00 Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara. Allt kemur þetta vegna síendurtekinna þrálátra árása og kærum frá fáum einstaklingum búsettum á Kjalarnesinu og Mosfellsbænum, nánar tiltekið þrenn pör búsett á Kjalarnesi og eitt úr Mosó. Alveg er það magnað að skipulagssvið og heilbrigðissvið Reykjavíkurborgar ásamt ráðuneyti Umhverfis og auðlindamála geti ekki með nokkru móti unnið vinnu sína svo vel sé. Nú hafa bæði skotfélögin á Álsnesi orðið fyrir miklu tjóni, líkt og áður hefur verið sagt, svo ekki sé nefnt allt skotíþróttasamfélagið í heild vegna þessara endalausu árása sem staðið hafa yfir í góðan áratug, nú er nóg komið. Íþróttaskotfimi er heimsþekkt íþróttagrein sem er stunduð í flestum löndum heimskringlunar í sátt og samlindi við nágranna og umhverfi. Íþróttin á sennilega hvað dýpstu rætur að rekja þegar kemur að aldri og hefðum innan íþrótta sem hafa verið stunduð í heiminum. Það er alveg til ólíkinda hvað þessari íþrótt hefur verið sýndur lítill skilningur og virðing í landi sem er upprunnið úr veiðisamfélagi. Ríki, borg, bæjarfélög um allt land og ÍSÍ hafa dregið lappirnar út í eitt við að veita þessari íþrótt brautargengi á íslandi með því að efla félögin með viðeigandi uppsetningu á æfingasvæðum sem búa að því að vernda þá sem stunda íþróttina, draga úr hávaða út fyrir svæðin og draga úr umhverfismengun. Allt er þetta hægt að gera á mjög einfaldan máta og með litlum langtímakostnaði en skammsýni ofangreindra (Borg, bæir, ríki, ÍSÍ) er svo mikil að ekkert er gert... algjörlega til skammar. Gefið er leyfi til að leggja heilu tugina, ef ekki hundruði, hektara undir golfvelli með fjárstuðningi ÍSÍ. Tilheyrandi jarðrask við gerð vallana, mengun frá sláttutraktorum sem fara um vellina nokkrum sinnum á dag, skilar hellings mengun og kolefnissporum en engin talar um slíkt. En ef íþróttafélag sem leggur stund á íþróttaskotfimi biður um varanlegt svæði er ekkert gert því svæðið sem fer undir þá íþróttastarfsemi gæti orðið dýrmætt iðnaðarsvæði í framtíðinni en svæðið undir golfvellinum er það ekki, það má nefnilega ekki styðja við íþróttagrein sem tekur sama pláss og mögulega ein stutt braut á gólfvelli. Hvenær ætlar íþróttahreyfingin að fara taka hausinn úr sandinum, stíga upp og styðja elstu íþróttagrein landsins með almennilegum fjárstuðningi og staðstuðningi. Skammarleg framkoma sem hér sést. Vitað er að sundabrautinni er ætlað að koma yfir Kollafjörðin á svipuðum stað og Skotreyn er staðsett að sunnanverðu og kemur niður við begjuna upp úr Kollafirðinum að norðan verðu. Einnig er vitað að Kjalarnesið allt verður mjög verðmætt byggingarland ef / þegar Sundabrautin kemur. Ofangreindir landeigendur á Kjalarnesi eiga auðsjáanlega hagsmuna að gæta þegar kemur að landi undir byggingarland. Skildi það hafa eitthvað að gera með þessar látlausu árásir að ábúendur á annari jörðinni eru að reka byggingarfyrirtæki... spurning? En hver á að bera skaðann sem komin er? Eru það skotíþróttafélögin, Íþróttasambandið, borgin, eða þeir sem hafa haldið uppi linnulausum árásunum á skotfélögin á Álsnesinu, að virðist vera fyrir eigin hagsmuni. Höfundur er iðkandi í íþróttaskotfimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotvopn Reykjavík Skipulag Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara. Allt kemur þetta vegna síendurtekinna þrálátra árása og kærum frá fáum einstaklingum búsettum á Kjalarnesinu og Mosfellsbænum, nánar tiltekið þrenn pör búsett á Kjalarnesi og eitt úr Mosó. Alveg er það magnað að skipulagssvið og heilbrigðissvið Reykjavíkurborgar ásamt ráðuneyti Umhverfis og auðlindamála geti ekki með nokkru móti unnið vinnu sína svo vel sé. Nú hafa bæði skotfélögin á Álsnesi orðið fyrir miklu tjóni, líkt og áður hefur verið sagt, svo ekki sé nefnt allt skotíþróttasamfélagið í heild vegna þessara endalausu árása sem staðið hafa yfir í góðan áratug, nú er nóg komið. Íþróttaskotfimi er heimsþekkt íþróttagrein sem er stunduð í flestum löndum heimskringlunar í sátt og samlindi við nágranna og umhverfi. Íþróttin á sennilega hvað dýpstu rætur að rekja þegar kemur að aldri og hefðum innan íþrótta sem hafa verið stunduð í heiminum. Það er alveg til ólíkinda hvað þessari íþrótt hefur verið sýndur lítill skilningur og virðing í landi sem er upprunnið úr veiðisamfélagi. Ríki, borg, bæjarfélög um allt land og ÍSÍ hafa dregið lappirnar út í eitt við að veita þessari íþrótt brautargengi á íslandi með því að efla félögin með viðeigandi uppsetningu á æfingasvæðum sem búa að því að vernda þá sem stunda íþróttina, draga úr hávaða út fyrir svæðin og draga úr umhverfismengun. Allt er þetta hægt að gera á mjög einfaldan máta og með litlum langtímakostnaði en skammsýni ofangreindra (Borg, bæir, ríki, ÍSÍ) er svo mikil að ekkert er gert... algjörlega til skammar. Gefið er leyfi til að leggja heilu tugina, ef ekki hundruði, hektara undir golfvelli með fjárstuðningi ÍSÍ. Tilheyrandi jarðrask við gerð vallana, mengun frá sláttutraktorum sem fara um vellina nokkrum sinnum á dag, skilar hellings mengun og kolefnissporum en engin talar um slíkt. En ef íþróttafélag sem leggur stund á íþróttaskotfimi biður um varanlegt svæði er ekkert gert því svæðið sem fer undir þá íþróttastarfsemi gæti orðið dýrmætt iðnaðarsvæði í framtíðinni en svæðið undir golfvellinum er það ekki, það má nefnilega ekki styðja við íþróttagrein sem tekur sama pláss og mögulega ein stutt braut á gólfvelli. Hvenær ætlar íþróttahreyfingin að fara taka hausinn úr sandinum, stíga upp og styðja elstu íþróttagrein landsins með almennilegum fjárstuðningi og staðstuðningi. Skammarleg framkoma sem hér sést. Vitað er að sundabrautinni er ætlað að koma yfir Kollafjörðin á svipuðum stað og Skotreyn er staðsett að sunnanverðu og kemur niður við begjuna upp úr Kollafirðinum að norðan verðu. Einnig er vitað að Kjalarnesið allt verður mjög verðmætt byggingarland ef / þegar Sundabrautin kemur. Ofangreindir landeigendur á Kjalarnesi eiga auðsjáanlega hagsmuna að gæta þegar kemur að landi undir byggingarland. Skildi það hafa eitthvað að gera með þessar látlausu árásir að ábúendur á annari jörðinni eru að reka byggingarfyrirtæki... spurning? En hver á að bera skaðann sem komin er? Eru það skotíþróttafélögin, Íþróttasambandið, borgin, eða þeir sem hafa haldið uppi linnulausum árásunum á skotfélögin á Álsnesinu, að virðist vera fyrir eigin hagsmuni. Höfundur er iðkandi í íþróttaskotfimi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar