Viðskipti innlent

María tekur við af Öglu Eir hjá Við­skipta­ráði

Atli Ísleifsson skrifar
María Guðjónsdóttir hefur starfað hjá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.
María Guðjónsdóttir hefur starfað hjá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Viðskiptaráð

María Guðjónsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs.

Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að María sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu. 

Agla Eir Vilhjálmsdóttir. 

„Hjá Viðskiptaráði mun hún m.a. sinna lögfræðilegri ráðgjöf gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn, annast umsagna- og skýrslugerð og taka þátt í málefnastarfi ráðsins ásamt því að halda utan um starfsemi Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands.

María kemur til Viðskiptaráðs frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu en hún hefur frá árinu 2019 starfað á vettvangi Stjórnarráðsins og komið að fjölbreyttum verkefnum, m.a. á sviði stefnumótunar og innleiðingar, hjá félags- og barnamálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og víðar. Áður starfaði María sem aðstoðarmaður dómara og á lögmannsstofu sem löglærður fulltrúi.

María mun hefja störf hjá Viðskiptaráði í ágúst en hún tekur við starfinu af Öglu Eir Vilhjálmsdóttur sem starfað hefur hjá ráðinu frá árinu 2018,“ segir í tilkynningunni. 

Viðskiptaráð Íslands er frjáls félagasamtök sem gæta hagsmuna fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Ráðið var stofnað árið 1917. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×