Söfn, sjálfbærni og vellíðan Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2023 07:00 Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla fróðleik til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin og gildi safna er bæði fjölþætt og mikilvægt. Sýningar, safnafræðsla og margvísleg miðlun rannsókna eru svo sú hlið sem snýr að almenningi. Söfn og sjálfbærni Söfn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun. Á undanförnum árum hafa fjölmörg söfn á Íslandi fjallað um sjálfbærni og umhverfismál út frá ýmsum vinklum og oft á áhugaverðan hátt. Söfn fjalla auðvitað í mörgum tilfellum um fortíðina, en setja oft viðfangsefni sín í samhengi við samtímann og jafnvel framtíðina. Þau ná til fjölbreyttra hópa sem heimsækja söfnin, auk þess sem þau tengjast skólastarfi og halda úti safnfræðslu. Þau eru því í einstakri stöðu til að auka almenna þekkingu til dæmis á málum er varða sjálfbærni og umhverfismál og stuðla að jákvæðum breytingum. Á undanförnum árum hafa mörg söfn staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu sem tengist sjálfbærni og hvernig við getum hugsað betur um umhverfi okkar. Söfn og vellíðan Undanfarin ár hefur líka verið fjallað meira um söfn í tengslum við heilsu og vellíðan. Það getur verið skemmtilegt, spennandi og gefandi að sjá og læra eitthvað nýtt. Eins geta falleg listaverk vakið hjá okkur sterkar tilfinningar og á minja- og myndasöfnum rifjast oft upp góðar minningar. Eftir Covid faraldurinn fór af stað rannsókn í Brussel þar sem læknar ávísuðu fólki sem glímir við andleg veikindi ókeypis safnaheimsóknum, eitthvað sem hefur verið gert í Kanada síðan árið 2018. Safnaheimsóknir lækna auðvitað ekki fólk sem er veikt, en hugmyndin er að það að komast í snertingu við náttúru, menningu og list auki vellíðan. Söfn standa líka oft fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengja saman ólíka hópa og geta styrkt félagsleg tengsl. Söfn vinna þannig gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu. Þá eru söfnin og það mikilvæga menningarstarf sem þau sinna oft mikilvægur þáttur í að skapa eftirsóknarvert samfélag þar sem menning og mannlíf eru í hávegum höfð. Mikilvægi safna Þó að þema safnadagsins í ár undirstriki þessa tvo þætti; sjálfbærni og vellíðan, sem sannarlega eru tvö stór og aðkallandi mál í samtímanum, geta söfn gefið okkur meira. Nú þegar líður að safnadeginum er gott að velta fyrir sér mikilvægi safna og virði þeirra fyrirsamfélagið. Það er alveg ljóst að söfn hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, þau sinna mikilvægum rannsóknum, miðla til samfélagsins, fræða, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og skapa góðan anda í samfélaginu sem þau tilheyra. Oft er öflugt menningarstarf og félagslíf einmitt það fyrsta sem við hugsum til þegar við veltum fyrir okkur sérstöðu ákveðinna svæða. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum vörð um söfnin. Í tilefni safnadagsins Í aðdraganda safnadagsins, þann 16. maí kl. 13-16, munu Íslandsdeild ICOM (International Council of Museums), FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) og Safnaráð standa fyrir málþingi sem ber sömu yfirskrift og safnadagurinn sjálfur. Þar gefst frábært tækifæri til að kynnast hluta þeirra verkefna sem íslensk söfn hafa unnið að undanfarið og tengjast og stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan. Málþingið verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands og eru öll velkomin. Í aðdraganda safnadagsins og á honum sjálfum, þann 18. maí, standa svo fjölmörg söfn um allt land fyrir spennandi viðburðum, auk þess sem sum söfn hafa ákveðið að ókeypist aðgang í tilefni dagsins. Það er um að gera að kynna sér hvað er í boði, en nánari upplýsingar um daginn má nálgast á Facebook síðu safnadagsins. Ég hvet öll til að nýta tækifærið og heimsækja söfn á safnadeginum (sem og alla aðra daga), góða skemmtun! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla fróðleik til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin og gildi safna er bæði fjölþætt og mikilvægt. Sýningar, safnafræðsla og margvísleg miðlun rannsókna eru svo sú hlið sem snýr að almenningi. Söfn og sjálfbærni Söfn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun. Á undanförnum árum hafa fjölmörg söfn á Íslandi fjallað um sjálfbærni og umhverfismál út frá ýmsum vinklum og oft á áhugaverðan hátt. Söfn fjalla auðvitað í mörgum tilfellum um fortíðina, en setja oft viðfangsefni sín í samhengi við samtímann og jafnvel framtíðina. Þau ná til fjölbreyttra hópa sem heimsækja söfnin, auk þess sem þau tengjast skólastarfi og halda úti safnfræðslu. Þau eru því í einstakri stöðu til að auka almenna þekkingu til dæmis á málum er varða sjálfbærni og umhverfismál og stuðla að jákvæðum breytingum. Á undanförnum árum hafa mörg söfn staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu sem tengist sjálfbærni og hvernig við getum hugsað betur um umhverfi okkar. Söfn og vellíðan Undanfarin ár hefur líka verið fjallað meira um söfn í tengslum við heilsu og vellíðan. Það getur verið skemmtilegt, spennandi og gefandi að sjá og læra eitthvað nýtt. Eins geta falleg listaverk vakið hjá okkur sterkar tilfinningar og á minja- og myndasöfnum rifjast oft upp góðar minningar. Eftir Covid faraldurinn fór af stað rannsókn í Brussel þar sem læknar ávísuðu fólki sem glímir við andleg veikindi ókeypis safnaheimsóknum, eitthvað sem hefur verið gert í Kanada síðan árið 2018. Safnaheimsóknir lækna auðvitað ekki fólk sem er veikt, en hugmyndin er að það að komast í snertingu við náttúru, menningu og list auki vellíðan. Söfn standa líka oft fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengja saman ólíka hópa og geta styrkt félagsleg tengsl. Söfn vinna þannig gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu. Þá eru söfnin og það mikilvæga menningarstarf sem þau sinna oft mikilvægur þáttur í að skapa eftirsóknarvert samfélag þar sem menning og mannlíf eru í hávegum höfð. Mikilvægi safna Þó að þema safnadagsins í ár undirstriki þessa tvo þætti; sjálfbærni og vellíðan, sem sannarlega eru tvö stór og aðkallandi mál í samtímanum, geta söfn gefið okkur meira. Nú þegar líður að safnadeginum er gott að velta fyrir sér mikilvægi safna og virði þeirra fyrirsamfélagið. Það er alveg ljóst að söfn hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, þau sinna mikilvægum rannsóknum, miðla til samfélagsins, fræða, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og skapa góðan anda í samfélaginu sem þau tilheyra. Oft er öflugt menningarstarf og félagslíf einmitt það fyrsta sem við hugsum til þegar við veltum fyrir okkur sérstöðu ákveðinna svæða. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum vörð um söfnin. Í tilefni safnadagsins Í aðdraganda safnadagsins, þann 16. maí kl. 13-16, munu Íslandsdeild ICOM (International Council of Museums), FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) og Safnaráð standa fyrir málþingi sem ber sömu yfirskrift og safnadagurinn sjálfur. Þar gefst frábært tækifæri til að kynnast hluta þeirra verkefna sem íslensk söfn hafa unnið að undanfarið og tengjast og stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan. Málþingið verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands og eru öll velkomin. Í aðdraganda safnadagsins og á honum sjálfum, þann 18. maí, standa svo fjölmörg söfn um allt land fyrir spennandi viðburðum, auk þess sem sum söfn hafa ákveðið að ókeypist aðgang í tilefni dagsins. Það er um að gera að kynna sér hvað er í boði, en nánari upplýsingar um daginn má nálgast á Facebook síðu safnadagsins. Ég hvet öll til að nýta tækifærið og heimsækja söfn á safnadeginum (sem og alla aðra daga), góða skemmtun! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar