Söfn stuðla að vellíðan fólks og samfélaga Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 9. maí 2023 07:01 Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks. En með breiðum aðgerðum er átt við skipulags- og byggingarmál bæja og borga, og ákvarðanir sem teknar eru um fyrirkomulag heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo dæmi séu tekin. Almennt má segja að slíkar aðgerðir snúi alltaf fyrst og fremst að íbúum staða, að þær eigi að þjóna þeim fyrst og fremst. Ferðamenn og aðrir sem eiga styttri eða lengri erindi á þá staði eru að sjálfsögðu hafðir með í þeirri hugsun, en samt er einblínt á þá hópa sem dvelja þar og búa um lengri tíma. Þessar ábendingar Alþjóðaráðs safna og OECD byggja á hugmyndum um það sem við getum kallað ´heilbrigt samfélag´. En hvernig lítur slíkt samfélag út? Ein hugmyndin er sú að heilbrigði samfélags stýrist af möguleikum fólks til menntunar, öruggrar búsetu og umhverfis, og möguleikum fólks á því að taka þátt. Þessir þættir eru taldir ýta undir sjálfsvirðingu fólks, umburðarlyndi og að fólk finni gleði í því að skapa eitthvað af hvaða tagi sem það er – á vettvangi lista, menningar, daglegs lífs í leik og starfi eða hverju sem er. Breiða sýnin og hugmyndir um heilbrigt samfélag lítur þar með á málin út frá heildstæðari hætti en oft áður á vellíðan fólks. Ef við setjum þetta í samhengi við yfirskrift Alþjóðlegs dags safna, sem er Söfn, sjálfbærni og vellíðan, þá má segja að megin spurningin sé: hvað geta söfn, listir og menning gert bæði fyrir fólk og samfélagið. Hér er gamalgróinni spurningu snúið við, en hún hljómar einhvern vegin svona: hvað getur samfélagið gert fyrir söfn, listir og menningu. Samkvæmt riti Alþjóðaráðs safna og OECD er það röng spurning og skilar ekki hámarks árangri sem leitast er við þegar kemur að vellíðan fólks og samfélaga. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks. En með breiðum aðgerðum er átt við skipulags- og byggingarmál bæja og borga, og ákvarðanir sem teknar eru um fyrirkomulag heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo dæmi séu tekin. Almennt má segja að slíkar aðgerðir snúi alltaf fyrst og fremst að íbúum staða, að þær eigi að þjóna þeim fyrst og fremst. Ferðamenn og aðrir sem eiga styttri eða lengri erindi á þá staði eru að sjálfsögðu hafðir með í þeirri hugsun, en samt er einblínt á þá hópa sem dvelja þar og búa um lengri tíma. Þessar ábendingar Alþjóðaráðs safna og OECD byggja á hugmyndum um það sem við getum kallað ´heilbrigt samfélag´. En hvernig lítur slíkt samfélag út? Ein hugmyndin er sú að heilbrigði samfélags stýrist af möguleikum fólks til menntunar, öruggrar búsetu og umhverfis, og möguleikum fólks á því að taka þátt. Þessir þættir eru taldir ýta undir sjálfsvirðingu fólks, umburðarlyndi og að fólk finni gleði í því að skapa eitthvað af hvaða tagi sem það er – á vettvangi lista, menningar, daglegs lífs í leik og starfi eða hverju sem er. Breiða sýnin og hugmyndir um heilbrigt samfélag lítur þar með á málin út frá heildstæðari hætti en oft áður á vellíðan fólks. Ef við setjum þetta í samhengi við yfirskrift Alþjóðlegs dags safna, sem er Söfn, sjálfbærni og vellíðan, þá má segja að megin spurningin sé: hvað geta söfn, listir og menning gert bæði fyrir fólk og samfélagið. Hér er gamalgróinni spurningu snúið við, en hún hljómar einhvern vegin svona: hvað getur samfélagið gert fyrir söfn, listir og menningu. Samkvæmt riti Alþjóðaráðs safna og OECD er það röng spurning og skilar ekki hámarks árangri sem leitast er við þegar kemur að vellíðan fólks og samfélaga. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar