Ég á kvótann Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 7. maí 2023 20:01 Pistil þennan rita ég sem hugleiðingu við grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, Læknar bifvélavirki eyrnabólgu. Umræðan um nýtingu auðlinda í lýðræðissamfélagi er erfitt en þarft umræðuefni. Lýðræði felur í sér að farið sé að vilja fólksins, þ.e. meirihlutans. Þegar auðlindir eiga í hlut þarf þó að stíga varlega til jarðar og gæta sjálfbærni. Sameignarvandi (e. Tragedy of the commons) lýsir orsökinni kannski best en afleiðingin er sú að við ákvarðanatöku þarf að fara að vísindalegri ráðgjöf. Það gera Íslendingar eftir bestu getu þó umdeilt sé. Við vorum til að mynda fyrst vestrænna ríkja til að fullgilda Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna (United Nations Convention on the Law of the Sea – UNCLOS) og fjallar 61. gr. hans um verndun hinna lifandi auðlinda. Þar segir í 2. mgr. 61. gr.: Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu. Eftir því sem við á skulu strandríki og þar til bærar alþjóðastofnanir, hvort sem þær eru undirsvæðis-, svæðis- eða heimsstofnanir, starfa saman að þessu marki. Ennfremur segir 1. gr. laga um fiskveiðistjórnun nr. 116/2006: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmari nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þá komum við að máli málanna. Af hverju á þjóðin að hafa eitthvað um sjávarútvegsmál að segja. Heiðrún vísar til þekkingar Íslendinga á sjávarútvegsmálum og telur ástæðulaust að fara að ráðum þeirra sem telja sig búa yfir takmarkaðri þekkingu á greininni. Í því samhengi minnist hún á verkefnið Auðlindin okkar á vegum Matvælaráðuneytisins sem snýr að stefnumótun í sjávarútvegi. Heiðrún veltir því fyrir sér „hvort ekki hafi verið betur heima setið en af stað farið”. Ég varpa því fram eftirfarandi spurningu: Hversu djúpstæð þarf þekking að vera svo fólk geti myndað sér skoðun á sjávarútvegi? Þarf fólk að þekkja muninn á rauðum og hvítum vöðvum fiska? Þekkja aðferðir til að stýra kjörhæfni hringnótar? Eða er nóg að vita af hverju við innleiddum kvótakerfið, hvernig framsal kvóta leiddi til samþjöppunar innan greinarinnar og sé nú kominn í fárra hendur/fyrirtækja sem virðast flest hver vera að skila áður óþekktum hagnaðartölum? Ein ástæða þess er að fyrirtækin greiddu engin veiðigjöld af nýafstaðinni loðnuvertíð (vertíð sem sló öll met) sökum brogaðs kerfis. Þekking er afstæð og ein leið til að dýpka hana er með aukinni umræðu. Ég tel að verkefnið Auðlindin okkar hafi verið liður í því að auka/dýpka þekkingu almennings á greininni. Þar gafst fólki tækifæri á því að spyrja gagnrýnna spurninga og er þá vonandi betur í stakk búið til að mynda sér skoðun á „grundvelli hlutlægra og upplýstra staðreynda” fyrir vikið. Orð eru til alls fyrst. Við skulum ekki nálgast umræðuna um sjávarútveg af hroka. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Það er sjálfsagt að þjóðin hafi sína skoðun á sjávarútvegi og kalli eftir því að hluti ágóðans af nytjum auðlindarinnar skili sér til þjóðfélagsins. Áskoranirnar er samt ærnar. Mikið hefur verið rætt um nýliðun til greinarinnar og möguleika ungs fólks til að hasla sér þar völl. Sé mið tekið af því verði sem komið er á veiðiheimildir í dag þá er erfitt fyrir ungt fólk að komast inn í þessa atvinnugrein – ætlandi að byrja með „tvær hendur tómar“ eins og sagt er. Það þarf alltaf einhverja „forgjöf“. Og þetta segi ég nú bara eftir að hafa fylgst með þeim tímamótum sem urðu í liðinni viku er 40 ár voru liðin frá því að Samherji sigldi togaranum Guðsteini að bryggju á Akureyri. Þar voru ungir menn á ferð með mikinn dugnað, áræði og útsjónarsemi á ferðinni. Forgjöfin þeirra var „skipstjórakvóti“ sem til var á þeim tíma en ekki í dag. Restin er saga. Til varð eitt stærsta og öflugasta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki við Norður-Atlantshaf. Það er þó með þetta kerfi, fiskveiðistjórnunarkerfið, eins og önnur mannanna verk – að það getur og á að taka breytingum eftir kröfum tímans og fólksins sem byggir landið hverju sinni. Eignarhaldi auðlindarinnar fylgir því mikil ábyrgð. Hvernig við högum afnotaréttinum hverju sinni er stór ákvörðun og skiptir okkur sem þjóð gríðarmiklu máli. Við eigum því ekki að vera feimin við að afla okkur upplýsinga, spyrja spurninga og leitast við að auka þekkingu okkar á þessari stóru þjóðareign með hverjum þeim hætti er við teljum bestan og taka síðan virkan þátt í mótun umræðunnar sem leiða á til nauðsynlegrar ákvarðanatöku varðandi þetta fjöregg okkar. Áfram Ísland! Höfundur er sjávarútvegsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Pistil þennan rita ég sem hugleiðingu við grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, Læknar bifvélavirki eyrnabólgu. Umræðan um nýtingu auðlinda í lýðræðissamfélagi er erfitt en þarft umræðuefni. Lýðræði felur í sér að farið sé að vilja fólksins, þ.e. meirihlutans. Þegar auðlindir eiga í hlut þarf þó að stíga varlega til jarðar og gæta sjálfbærni. Sameignarvandi (e. Tragedy of the commons) lýsir orsökinni kannski best en afleiðingin er sú að við ákvarðanatöku þarf að fara að vísindalegri ráðgjöf. Það gera Íslendingar eftir bestu getu þó umdeilt sé. Við vorum til að mynda fyrst vestrænna ríkja til að fullgilda Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna (United Nations Convention on the Law of the Sea – UNCLOS) og fjallar 61. gr. hans um verndun hinna lifandi auðlinda. Þar segir í 2. mgr. 61. gr.: Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu. Eftir því sem við á skulu strandríki og þar til bærar alþjóðastofnanir, hvort sem þær eru undirsvæðis-, svæðis- eða heimsstofnanir, starfa saman að þessu marki. Ennfremur segir 1. gr. laga um fiskveiðistjórnun nr. 116/2006: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmari nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þá komum við að máli málanna. Af hverju á þjóðin að hafa eitthvað um sjávarútvegsmál að segja. Heiðrún vísar til þekkingar Íslendinga á sjávarútvegsmálum og telur ástæðulaust að fara að ráðum þeirra sem telja sig búa yfir takmarkaðri þekkingu á greininni. Í því samhengi minnist hún á verkefnið Auðlindin okkar á vegum Matvælaráðuneytisins sem snýr að stefnumótun í sjávarútvegi. Heiðrún veltir því fyrir sér „hvort ekki hafi verið betur heima setið en af stað farið”. Ég varpa því fram eftirfarandi spurningu: Hversu djúpstæð þarf þekking að vera svo fólk geti myndað sér skoðun á sjávarútvegi? Þarf fólk að þekkja muninn á rauðum og hvítum vöðvum fiska? Þekkja aðferðir til að stýra kjörhæfni hringnótar? Eða er nóg að vita af hverju við innleiddum kvótakerfið, hvernig framsal kvóta leiddi til samþjöppunar innan greinarinnar og sé nú kominn í fárra hendur/fyrirtækja sem virðast flest hver vera að skila áður óþekktum hagnaðartölum? Ein ástæða þess er að fyrirtækin greiddu engin veiðigjöld af nýafstaðinni loðnuvertíð (vertíð sem sló öll met) sökum brogaðs kerfis. Þekking er afstæð og ein leið til að dýpka hana er með aukinni umræðu. Ég tel að verkefnið Auðlindin okkar hafi verið liður í því að auka/dýpka þekkingu almennings á greininni. Þar gafst fólki tækifæri á því að spyrja gagnrýnna spurninga og er þá vonandi betur í stakk búið til að mynda sér skoðun á „grundvelli hlutlægra og upplýstra staðreynda” fyrir vikið. Orð eru til alls fyrst. Við skulum ekki nálgast umræðuna um sjávarútveg af hroka. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Það er sjálfsagt að þjóðin hafi sína skoðun á sjávarútvegi og kalli eftir því að hluti ágóðans af nytjum auðlindarinnar skili sér til þjóðfélagsins. Áskoranirnar er samt ærnar. Mikið hefur verið rætt um nýliðun til greinarinnar og möguleika ungs fólks til að hasla sér þar völl. Sé mið tekið af því verði sem komið er á veiðiheimildir í dag þá er erfitt fyrir ungt fólk að komast inn í þessa atvinnugrein – ætlandi að byrja með „tvær hendur tómar“ eins og sagt er. Það þarf alltaf einhverja „forgjöf“. Og þetta segi ég nú bara eftir að hafa fylgst með þeim tímamótum sem urðu í liðinni viku er 40 ár voru liðin frá því að Samherji sigldi togaranum Guðsteini að bryggju á Akureyri. Þar voru ungir menn á ferð með mikinn dugnað, áræði og útsjónarsemi á ferðinni. Forgjöfin þeirra var „skipstjórakvóti“ sem til var á þeim tíma en ekki í dag. Restin er saga. Til varð eitt stærsta og öflugasta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki við Norður-Atlantshaf. Það er þó með þetta kerfi, fiskveiðistjórnunarkerfið, eins og önnur mannanna verk – að það getur og á að taka breytingum eftir kröfum tímans og fólksins sem byggir landið hverju sinni. Eignarhaldi auðlindarinnar fylgir því mikil ábyrgð. Hvernig við högum afnotaréttinum hverju sinni er stór ákvörðun og skiptir okkur sem þjóð gríðarmiklu máli. Við eigum því ekki að vera feimin við að afla okkur upplýsinga, spyrja spurninga og leitast við að auka þekkingu okkar á þessari stóru þjóðareign með hverjum þeim hætti er við teljum bestan og taka síðan virkan þátt í mótun umræðunnar sem leiða á til nauðsynlegrar ákvarðanatöku varðandi þetta fjöregg okkar. Áfram Ísland! Höfundur er sjávarútvegsfræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun