Ég á kvótann Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 7. maí 2023 20:01 Pistil þennan rita ég sem hugleiðingu við grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, Læknar bifvélavirki eyrnabólgu. Umræðan um nýtingu auðlinda í lýðræðissamfélagi er erfitt en þarft umræðuefni. Lýðræði felur í sér að farið sé að vilja fólksins, þ.e. meirihlutans. Þegar auðlindir eiga í hlut þarf þó að stíga varlega til jarðar og gæta sjálfbærni. Sameignarvandi (e. Tragedy of the commons) lýsir orsökinni kannski best en afleiðingin er sú að við ákvarðanatöku þarf að fara að vísindalegri ráðgjöf. Það gera Íslendingar eftir bestu getu þó umdeilt sé. Við vorum til að mynda fyrst vestrænna ríkja til að fullgilda Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna (United Nations Convention on the Law of the Sea – UNCLOS) og fjallar 61. gr. hans um verndun hinna lifandi auðlinda. Þar segir í 2. mgr. 61. gr.: Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu. Eftir því sem við á skulu strandríki og þar til bærar alþjóðastofnanir, hvort sem þær eru undirsvæðis-, svæðis- eða heimsstofnanir, starfa saman að þessu marki. Ennfremur segir 1. gr. laga um fiskveiðistjórnun nr. 116/2006: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmari nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þá komum við að máli málanna. Af hverju á þjóðin að hafa eitthvað um sjávarútvegsmál að segja. Heiðrún vísar til þekkingar Íslendinga á sjávarútvegsmálum og telur ástæðulaust að fara að ráðum þeirra sem telja sig búa yfir takmarkaðri þekkingu á greininni. Í því samhengi minnist hún á verkefnið Auðlindin okkar á vegum Matvælaráðuneytisins sem snýr að stefnumótun í sjávarútvegi. Heiðrún veltir því fyrir sér „hvort ekki hafi verið betur heima setið en af stað farið”. Ég varpa því fram eftirfarandi spurningu: Hversu djúpstæð þarf þekking að vera svo fólk geti myndað sér skoðun á sjávarútvegi? Þarf fólk að þekkja muninn á rauðum og hvítum vöðvum fiska? Þekkja aðferðir til að stýra kjörhæfni hringnótar? Eða er nóg að vita af hverju við innleiddum kvótakerfið, hvernig framsal kvóta leiddi til samþjöppunar innan greinarinnar og sé nú kominn í fárra hendur/fyrirtækja sem virðast flest hver vera að skila áður óþekktum hagnaðartölum? Ein ástæða þess er að fyrirtækin greiddu engin veiðigjöld af nýafstaðinni loðnuvertíð (vertíð sem sló öll met) sökum brogaðs kerfis. Þekking er afstæð og ein leið til að dýpka hana er með aukinni umræðu. Ég tel að verkefnið Auðlindin okkar hafi verið liður í því að auka/dýpka þekkingu almennings á greininni. Þar gafst fólki tækifæri á því að spyrja gagnrýnna spurninga og er þá vonandi betur í stakk búið til að mynda sér skoðun á „grundvelli hlutlægra og upplýstra staðreynda” fyrir vikið. Orð eru til alls fyrst. Við skulum ekki nálgast umræðuna um sjávarútveg af hroka. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Það er sjálfsagt að þjóðin hafi sína skoðun á sjávarútvegi og kalli eftir því að hluti ágóðans af nytjum auðlindarinnar skili sér til þjóðfélagsins. Áskoranirnar er samt ærnar. Mikið hefur verið rætt um nýliðun til greinarinnar og möguleika ungs fólks til að hasla sér þar völl. Sé mið tekið af því verði sem komið er á veiðiheimildir í dag þá er erfitt fyrir ungt fólk að komast inn í þessa atvinnugrein – ætlandi að byrja með „tvær hendur tómar“ eins og sagt er. Það þarf alltaf einhverja „forgjöf“. Og þetta segi ég nú bara eftir að hafa fylgst með þeim tímamótum sem urðu í liðinni viku er 40 ár voru liðin frá því að Samherji sigldi togaranum Guðsteini að bryggju á Akureyri. Þar voru ungir menn á ferð með mikinn dugnað, áræði og útsjónarsemi á ferðinni. Forgjöfin þeirra var „skipstjórakvóti“ sem til var á þeim tíma en ekki í dag. Restin er saga. Til varð eitt stærsta og öflugasta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki við Norður-Atlantshaf. Það er þó með þetta kerfi, fiskveiðistjórnunarkerfið, eins og önnur mannanna verk – að það getur og á að taka breytingum eftir kröfum tímans og fólksins sem byggir landið hverju sinni. Eignarhaldi auðlindarinnar fylgir því mikil ábyrgð. Hvernig við högum afnotaréttinum hverju sinni er stór ákvörðun og skiptir okkur sem þjóð gríðarmiklu máli. Við eigum því ekki að vera feimin við að afla okkur upplýsinga, spyrja spurninga og leitast við að auka þekkingu okkar á þessari stóru þjóðareign með hverjum þeim hætti er við teljum bestan og taka síðan virkan þátt í mótun umræðunnar sem leiða á til nauðsynlegrar ákvarðanatöku varðandi þetta fjöregg okkar. Áfram Ísland! Höfundur er sjávarútvegsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Pistil þennan rita ég sem hugleiðingu við grein Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, Læknar bifvélavirki eyrnabólgu. Umræðan um nýtingu auðlinda í lýðræðissamfélagi er erfitt en þarft umræðuefni. Lýðræði felur í sér að farið sé að vilja fólksins, þ.e. meirihlutans. Þegar auðlindir eiga í hlut þarf þó að stíga varlega til jarðar og gæta sjálfbærni. Sameignarvandi (e. Tragedy of the commons) lýsir orsökinni kannski best en afleiðingin er sú að við ákvarðanatöku þarf að fara að vísindalegri ráðgjöf. Það gera Íslendingar eftir bestu getu þó umdeilt sé. Við vorum til að mynda fyrst vestrænna ríkja til að fullgilda Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna (United Nations Convention on the Law of the Sea – UNCLOS) og fjallar 61. gr. hans um verndun hinna lifandi auðlinda. Þar segir í 2. mgr. 61. gr.: Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu. Eftir því sem við á skulu strandríki og þar til bærar alþjóðastofnanir, hvort sem þær eru undirsvæðis-, svæðis- eða heimsstofnanir, starfa saman að þessu marki. Ennfremur segir 1. gr. laga um fiskveiðistjórnun nr. 116/2006: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmari nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þá komum við að máli málanna. Af hverju á þjóðin að hafa eitthvað um sjávarútvegsmál að segja. Heiðrún vísar til þekkingar Íslendinga á sjávarútvegsmálum og telur ástæðulaust að fara að ráðum þeirra sem telja sig búa yfir takmarkaðri þekkingu á greininni. Í því samhengi minnist hún á verkefnið Auðlindin okkar á vegum Matvælaráðuneytisins sem snýr að stefnumótun í sjávarútvegi. Heiðrún veltir því fyrir sér „hvort ekki hafi verið betur heima setið en af stað farið”. Ég varpa því fram eftirfarandi spurningu: Hversu djúpstæð þarf þekking að vera svo fólk geti myndað sér skoðun á sjávarútvegi? Þarf fólk að þekkja muninn á rauðum og hvítum vöðvum fiska? Þekkja aðferðir til að stýra kjörhæfni hringnótar? Eða er nóg að vita af hverju við innleiddum kvótakerfið, hvernig framsal kvóta leiddi til samþjöppunar innan greinarinnar og sé nú kominn í fárra hendur/fyrirtækja sem virðast flest hver vera að skila áður óþekktum hagnaðartölum? Ein ástæða þess er að fyrirtækin greiddu engin veiðigjöld af nýafstaðinni loðnuvertíð (vertíð sem sló öll met) sökum brogaðs kerfis. Þekking er afstæð og ein leið til að dýpka hana er með aukinni umræðu. Ég tel að verkefnið Auðlindin okkar hafi verið liður í því að auka/dýpka þekkingu almennings á greininni. Þar gafst fólki tækifæri á því að spyrja gagnrýnna spurninga og er þá vonandi betur í stakk búið til að mynda sér skoðun á „grundvelli hlutlægra og upplýstra staðreynda” fyrir vikið. Orð eru til alls fyrst. Við skulum ekki nálgast umræðuna um sjávarútveg af hroka. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Það er sjálfsagt að þjóðin hafi sína skoðun á sjávarútvegi og kalli eftir því að hluti ágóðans af nytjum auðlindarinnar skili sér til þjóðfélagsins. Áskoranirnar er samt ærnar. Mikið hefur verið rætt um nýliðun til greinarinnar og möguleika ungs fólks til að hasla sér þar völl. Sé mið tekið af því verði sem komið er á veiðiheimildir í dag þá er erfitt fyrir ungt fólk að komast inn í þessa atvinnugrein – ætlandi að byrja með „tvær hendur tómar“ eins og sagt er. Það þarf alltaf einhverja „forgjöf“. Og þetta segi ég nú bara eftir að hafa fylgst með þeim tímamótum sem urðu í liðinni viku er 40 ár voru liðin frá því að Samherji sigldi togaranum Guðsteini að bryggju á Akureyri. Þar voru ungir menn á ferð með mikinn dugnað, áræði og útsjónarsemi á ferðinni. Forgjöfin þeirra var „skipstjórakvóti“ sem til var á þeim tíma en ekki í dag. Restin er saga. Til varð eitt stærsta og öflugasta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki við Norður-Atlantshaf. Það er þó með þetta kerfi, fiskveiðistjórnunarkerfið, eins og önnur mannanna verk – að það getur og á að taka breytingum eftir kröfum tímans og fólksins sem byggir landið hverju sinni. Eignarhaldi auðlindarinnar fylgir því mikil ábyrgð. Hvernig við högum afnotaréttinum hverju sinni er stór ákvörðun og skiptir okkur sem þjóð gríðarmiklu máli. Við eigum því ekki að vera feimin við að afla okkur upplýsinga, spyrja spurninga og leitast við að auka þekkingu okkar á þessari stóru þjóðareign með hverjum þeim hætti er við teljum bestan og taka síðan virkan þátt í mótun umræðunnar sem leiða á til nauðsynlegrar ákvarðanatöku varðandi þetta fjöregg okkar. Áfram Ísland! Höfundur er sjávarútvegsfræðingur.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar